Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Þegar fréttastofa ræddi við hann var slökkvilið búið að slökkva mesta eldinn en vann enn að því að slökkva í síðustu glóðum hans.
Enginn var inni í bílnum og engin slys urðu á fólki. Mögulegt er að eldurinn hafi borist í einn nærliggjandi bíl og valdið á honum tjóni.
