Tvöfalt líklegri til að vera tekin kyrkingartaki af maka en í slag niðri í bæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2021 22:21 Drífa Jónasdóttir vann rannsóknina sem hluta af doktorsnámi sínu við læknadeild Háskóla Íslands. Vísir/Egill Konum sem leitað hafa á spítala vegna ofbeldis hefur fækkað mikið á síðustu fimmtán árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Rannsakandi segir niðurstöðurnar óvæntar, sérstaklega í ljósi þeirrar vitundarvakningar sem hefur orðið í samfélaginu síðustu ár. Í rannsókninni voru bornir saman hópar kvenna sem leitað hafa á bráðamóttöku frá 2005 til 2019 vegna heimilisofbeldis annars vegar og annars konar ofbeldis hins vegar, til dæmis slagsmála niðri í bæ eða ofbeldis á vinnustað. Rannsóknin náði til fjögur þúsund kvenna. Fjórar af hverjum tíu konum sem leituðu á bráðamóttöku voru með áverka eftir heimilisofbeldi. Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands og einn rannsakenda, segir þetta mjög hátt hlutfall. „Þær voru að koma alveg ítrekað, voru að koma aftur og aftur út af líkamlegum áverkum á slysó,“ segir Drífa. Áhyggjuefni og algjörlega galið Áverkar á hópunum tveimur voru sambærilegir en í einu tilliti var afgerandi munur. Konur sem leituðu á spítala vegna heimilisofbeldis voru tvöfalt líklegri til að vera með áverka eftir hálstak en konur í hinum hópnum. „Sem er auðvitað áhyggjuefni og algjörlega galið að makar séu að taka konurnar sínar kyrkingartaki. Og athyglisvert að fá það staðfest að það er mikið algengara að ég myndi lenda í því sem þolandi heimilisofbeldis heldur en ef ég myndi lenda í slag einhvers staðar niðri í bæ,“ segir Drífa. Á umræddu fimmtán ára tímabili hefur jafnframt orðið 45 prósent fækkun í komum kvenna sem leita á bráðamóttöku vegna heimilisofbeldis. Fækkunin í almenna hópnum er meiri, eða 61 prósent. Drífa segir þetta hafa komið sér á óvart. „Á ekki lengra tímabili en þetta og á þessum tímum þar sem er verið að tala um þessa vitundarvakningu og fólk skammast sín kannski ekki eins mikið kannski og fyrir fimmtán árum fyrir að vera í ofbeldissambandi og vill koma fram. Og líka þessi mikla fækkun í almenna ofbeldinu. Það er sextíu og eitt prósent. Það er mjög mikið á þessum tíma,“ segir Drífa. „Þannig að af hverju virðast konur vera hættar að koma á bráðamóttökuna í Fossvogi? Ég veit það ekki, það er bara næsta doktorsverkefni.“ Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Í rannsókninni voru bornir saman hópar kvenna sem leitað hafa á bráðamóttöku frá 2005 til 2019 vegna heimilisofbeldis annars vegar og annars konar ofbeldis hins vegar, til dæmis slagsmála niðri í bæ eða ofbeldis á vinnustað. Rannsóknin náði til fjögur þúsund kvenna. Fjórar af hverjum tíu konum sem leituðu á bráðamóttöku voru með áverka eftir heimilisofbeldi. Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands og einn rannsakenda, segir þetta mjög hátt hlutfall. „Þær voru að koma alveg ítrekað, voru að koma aftur og aftur út af líkamlegum áverkum á slysó,“ segir Drífa. Áhyggjuefni og algjörlega galið Áverkar á hópunum tveimur voru sambærilegir en í einu tilliti var afgerandi munur. Konur sem leituðu á spítala vegna heimilisofbeldis voru tvöfalt líklegri til að vera með áverka eftir hálstak en konur í hinum hópnum. „Sem er auðvitað áhyggjuefni og algjörlega galið að makar séu að taka konurnar sínar kyrkingartaki. Og athyglisvert að fá það staðfest að það er mikið algengara að ég myndi lenda í því sem þolandi heimilisofbeldis heldur en ef ég myndi lenda í slag einhvers staðar niðri í bæ,“ segir Drífa. Á umræddu fimmtán ára tímabili hefur jafnframt orðið 45 prósent fækkun í komum kvenna sem leita á bráðamóttöku vegna heimilisofbeldis. Fækkunin í almenna hópnum er meiri, eða 61 prósent. Drífa segir þetta hafa komið sér á óvart. „Á ekki lengra tímabili en þetta og á þessum tímum þar sem er verið að tala um þessa vitundarvakningu og fólk skammast sín kannski ekki eins mikið kannski og fyrir fimmtán árum fyrir að vera í ofbeldissambandi og vill koma fram. Og líka þessi mikla fækkun í almenna ofbeldinu. Það er sextíu og eitt prósent. Það er mjög mikið á þessum tíma,“ segir Drífa. „Þannig að af hverju virðast konur vera hættar að koma á bráðamóttökuna í Fossvogi? Ég veit það ekki, það er bara næsta doktorsverkefni.“
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira