Loka fyrir flugumferð og forsætisráðherrann sagður heill á húfi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2021 16:36 Yfirhershöfðinginn Abdel Fattah al-Burhan segir forsætisráðherra Súdans í öruggu skóli á heimili sínu. Getty/Mahmoud Hjaj Flugmálastofnun Súdan hefur lokað fyrir alla umferð um alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Khartoum þar til á laugardag vegna ástandsins sem ríkir í landinu. Súdönsk lofthelgi er þó enn opin hjáumferð. Súdanski herinn framdi í gær valdarán og hefur tekið Abdallah Hamdok forsætisráðherra landsins höndum, auk nokkurra ráðherra í ríkisstjórn hans. Enn eru þó einhver ráðuneyti í stjórn stuðningsmanna forsætisráðherrans. Miklar óeirðir hafa verið á götum súdanskra borga frá því í gær og hafa nokkrir fallið í átökum. Yfirmaður súdanska hersins sagði í ávarpi í dag að herinn hafi neyðst til að fremja valdarán vegna þess að borgarastyrjöld hafi verið yfirvofandi. Herinn steypti bráðabirgðastjórn frá völdum sem sett var á laggirnar fyrir tveimur árum eftir að Omar al-Bashir var steypt af stóli eftir áratuga valdasetu. Abdel Fattah al-Burhan, yfirmaður súdanska hersins, sagði í ávarpi sínu í dag að ekkert annað hafi verið í stöðunni fyrir herinn en að koma stjórnmálamönnunum frá völdum, en þeir hafi verið að grafa undan hernum. „Það sem við urðum vitni að í síðustu viku hefði komið af stað borgarastyrjöld í landinu,“ sagði Burhan og vísaði þar, samkvæmt frétt Reuters, í mótmæli sem haldin voru vegna slúðursagna um yfirvofandi valdarán. Burhan tilkynnti jafnframt að Hamdok hafi ekki hlotið mein af þegar hann var handtekinn í gær og hafi verið fluttur á heimili Burhans sjálfs. „Forsætisráðherrann var fyrst á sínu eigin heimili en við hræddumst að hann væri í hættu þar svo hann var fluttur inn á heimili mitt.“ Burhan tilkynnti í gær að stjórnarráð almennings og hersins, sem sett var á laggirnar í kjölfar þess að Bashir var steypt af stóli, hafi verið leyst upp. Ráðið var stofnað til að tryggja að almenningur og herinn deildu völdum og til að tryggja að frjálsar kosningar færu fram í landinu. Súdan Tengdar fréttir Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07 Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16 Ráðherrar handteknir af hernum í Súdan Nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans voru handteknir á heimilum sínum í nótt og svo virðist sem herinn í landinu hafi framið valdarán. 25. október 2021 06:43 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Súdanski herinn framdi í gær valdarán og hefur tekið Abdallah Hamdok forsætisráðherra landsins höndum, auk nokkurra ráðherra í ríkisstjórn hans. Enn eru þó einhver ráðuneyti í stjórn stuðningsmanna forsætisráðherrans. Miklar óeirðir hafa verið á götum súdanskra borga frá því í gær og hafa nokkrir fallið í átökum. Yfirmaður súdanska hersins sagði í ávarpi í dag að herinn hafi neyðst til að fremja valdarán vegna þess að borgarastyrjöld hafi verið yfirvofandi. Herinn steypti bráðabirgðastjórn frá völdum sem sett var á laggirnar fyrir tveimur árum eftir að Omar al-Bashir var steypt af stóli eftir áratuga valdasetu. Abdel Fattah al-Burhan, yfirmaður súdanska hersins, sagði í ávarpi sínu í dag að ekkert annað hafi verið í stöðunni fyrir herinn en að koma stjórnmálamönnunum frá völdum, en þeir hafi verið að grafa undan hernum. „Það sem við urðum vitni að í síðustu viku hefði komið af stað borgarastyrjöld í landinu,“ sagði Burhan og vísaði þar, samkvæmt frétt Reuters, í mótmæli sem haldin voru vegna slúðursagna um yfirvofandi valdarán. Burhan tilkynnti jafnframt að Hamdok hafi ekki hlotið mein af þegar hann var handtekinn í gær og hafi verið fluttur á heimili Burhans sjálfs. „Forsætisráðherrann var fyrst á sínu eigin heimili en við hræddumst að hann væri í hættu þar svo hann var fluttur inn á heimili mitt.“ Burhan tilkynnti í gær að stjórnarráð almennings og hersins, sem sett var á laggirnar í kjölfar þess að Bashir var steypt af stóli, hafi verið leyst upp. Ráðið var stofnað til að tryggja að almenningur og herinn deildu völdum og til að tryggja að frjálsar kosningar færu fram í landinu.
Súdan Tengdar fréttir Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07 Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16 Ráðherrar handteknir af hernum í Súdan Nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans voru handteknir á heimilum sínum í nótt og svo virðist sem herinn í landinu hafi framið valdarán. 25. október 2021 06:43 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07
Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16
Ráðherrar handteknir af hernum í Súdan Nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans voru handteknir á heimilum sínum í nótt og svo virðist sem herinn í landinu hafi framið valdarán. 25. október 2021 06:43