Innlent

Ók á móti umferð og endaði á lögreglubifreið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Konan ók á móti umferð og endaði á lögreglubifreið.
Konan ók á móti umferð og endaði á lögreglubifreið. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók unga konu rétt eftir miðnætti í nótt sem grunuð er um umferðaóhapp og að aka rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Konan ók hjólinu á móti umferð þar sem lögreglubifreið var ekið við eftirlit. Þegar lögreglubifreiðin stoppaði ók konan hjólinu á bifreiðina.

Engin slys urðu á fólki en bifreiðin er skemmd. Konan var færð á lögreglustöð þar sem blóðsýni var tekið en hún látin laus að því loknu.

Fimm aðrir voru stöðvaðir í umferðinni í gærkvöldi og nótt, þar af einn fyrir að aka á móti rauðu ljósi. Neitaði hann sök en myndbandsupptaka er til af brotinu.

Hinir fjórir eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×