Frídagar barna komi niður á jafnrétti og kjörum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. október 2021 12:31 Grindavík jarðskjálftar Vísir/Vilhelm Foreldri og atvinnurekandi segir launþega ekki eiga inni fyrir þeim dögum þar sem börn eru ekki í skóla vegna vetrarleyfis eða skipulagsdaga. Lítið samræmi sé milli skóla og innan sveitarfélaga um þær dagsetningar sem kemur niður á atvinnulífinu í heild. Til viðbótar við þá virku daga sem foreldrar þurfa að vera frá vinnu til að sinna börnum sínum á sumrin og yfir jólin og páskana bætast við fjölmargir virkir dagar þar sem börn eru ekki í skóla. Sigríður Hrund Pétursdóttir, foreldri og atvinnurekandi, taldi 88 virka daga á árinu þar sem tvö börn hennar á grunnskólaaldri eru ekki í skóla. Hún segir að það sé kostnaðarsamt og alvarlegt fyrir atvinnulífið í heild þegar launþegar þurfa að nýta veikindadaga eða ólaunuð frí til að sinna börnum sínum þessa daga. Sigríður Hrund Pétursdóttir.FKA „Það er alveg klárt að manneskjan sem fer og tekur á sig þessa daga og fer að sinna börnum, það er örugglega fyrst og fremst launalægri manneskjan,“ segir Sigríður. „Af því að það er ekki komið launajafnrétti í landinu, að þá er það væntanlega konan. Þannig þetta vinnur á móti okkur bæði í jafnrétti og í kjörum, í kjaraskerðingu.“ Slítur í sundur samstöðuna á vinnumarkaði Sjálf segist hún vera í góðri stöðu þar sem hún er vel gift, með gott stuðningsnet og sveigjanlegan vinnutíma en eigi samt erfitt með þessa daga. Hún veltir þannig fyrir sér hvernig staðan er hjá einstæðum foreldrum eða fólki í vaktavinnu eða umönnunarstörfum. „Við getum ekki verið með svona atriði sem er fleygur okkar á milli, tætir okkur í sundur, og í rauninni slítur samstöðuna í sundur á vinnumarkaði,“ segir Sigríður. Hún kallar nú eftir breiðri samstöðu allt frá ríkisstjórninni yfir í verkalýðsfélögin og bendir á að það styttist í að kjarasamningar við kennara renni út um áramótin. Því þurfi að ræða málið á breiðum grunni með kennarasambandinu, sveitafélögunum, ríkisstjórninni, Samtökum atvinnulífsins og verkalýðsfélögunum. „Tíminn er óskaplega fljótur að líða og við verðum að vera með atvinnustefnu fyrir Ísland ehf. Það er bara þannig, við þurfum öll að vera samþykk því sem er að gerast.“ Sigríður Hrund ræddi einnig málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun og er hægt að hlusta á það viðtal hér fyrir neðan. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Vinnumarkaður Jafnréttismál Kjaramál Bítið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Til viðbótar við þá virku daga sem foreldrar þurfa að vera frá vinnu til að sinna börnum sínum á sumrin og yfir jólin og páskana bætast við fjölmargir virkir dagar þar sem börn eru ekki í skóla. Sigríður Hrund Pétursdóttir, foreldri og atvinnurekandi, taldi 88 virka daga á árinu þar sem tvö börn hennar á grunnskólaaldri eru ekki í skóla. Hún segir að það sé kostnaðarsamt og alvarlegt fyrir atvinnulífið í heild þegar launþegar þurfa að nýta veikindadaga eða ólaunuð frí til að sinna börnum sínum þessa daga. Sigríður Hrund Pétursdóttir.FKA „Það er alveg klárt að manneskjan sem fer og tekur á sig þessa daga og fer að sinna börnum, það er örugglega fyrst og fremst launalægri manneskjan,“ segir Sigríður. „Af því að það er ekki komið launajafnrétti í landinu, að þá er það væntanlega konan. Þannig þetta vinnur á móti okkur bæði í jafnrétti og í kjörum, í kjaraskerðingu.“ Slítur í sundur samstöðuna á vinnumarkaði Sjálf segist hún vera í góðri stöðu þar sem hún er vel gift, með gott stuðningsnet og sveigjanlegan vinnutíma en eigi samt erfitt með þessa daga. Hún veltir þannig fyrir sér hvernig staðan er hjá einstæðum foreldrum eða fólki í vaktavinnu eða umönnunarstörfum. „Við getum ekki verið með svona atriði sem er fleygur okkar á milli, tætir okkur í sundur, og í rauninni slítur samstöðuna í sundur á vinnumarkaði,“ segir Sigríður. Hún kallar nú eftir breiðri samstöðu allt frá ríkisstjórninni yfir í verkalýðsfélögin og bendir á að það styttist í að kjarasamningar við kennara renni út um áramótin. Því þurfi að ræða málið á breiðum grunni með kennarasambandinu, sveitafélögunum, ríkisstjórninni, Samtökum atvinnulífsins og verkalýðsfélögunum. „Tíminn er óskaplega fljótur að líða og við verðum að vera með atvinnustefnu fyrir Ísland ehf. Það er bara þannig, við þurfum öll að vera samþykk því sem er að gerast.“ Sigríður Hrund ræddi einnig málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun og er hægt að hlusta á það viðtal hér fyrir neðan.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Vinnumarkaður Jafnréttismál Kjaramál Bítið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira