Allur heimurinn öfundi Ísland Snorri Másson skrifar 25. október 2021 12:51 Andrea Blair er forseti Alþjóðlega jarðhitasambandsins. Stærsta jarðhitaráðstefna sögunnar stendur yfir í Hörpu í vikunni. Geothermal Institute/Vísir Ísland er helsta fyrirmynd annarra ríkja á heimsvísu í nýtingu á jarðhitaorku að sögn forseta alþjóðlega jarðhitasambandsins. Stærsta jarðhitaráðstefna sögunnar stendur yfir í Hörpu. Andrea Blair, forseti alþjóðlega jarðhitasambandsins, bauð fólk velkomið á ráðstefnuna í Hörpu í morgun og vakti þar máls á því hve miklu máli smáríki skipta þegar kemur að nýsköpun á þessu sviði. „Sjálf er ég frá Nýja-Sjálandi. Þetta eru kannski lítil lönd en við erum, í þessum bransa, stór, hvetjandi og öflug,“ segir Blair í samtali við fréttastofu. Framlag Íslands sé þannig verulegt í þessum málaflokki. „Ísland er land sem aðrir líta upp til, þar er mikil nýsköpun og sömuleiðis er bransinn frár á fæti og ávallt opinn fyrir nýjum hugmyndum. Ísland er óumdeildur leiðtogi á þessu sviði,“ segir Blair, sem sjálf rekur frumkvöðlafyrirtækið UpFlow á Nýja-Sjálandi. Blair telur að jarðhiti muni skipta sköpum á komandi tímum einkum þegar við blasir orkuskortur víða um heim. „Ekki aðeins getum við með jarðhitanum útvegað áreiðanlegt rafmagn, heldur eru tækifærin svo ótalmörg. Íslendingar eru þar í fararbroddi eins og með milliliðalausri notkun ykkar á hitanum en einnig í fyrirtækjum eins og CarbFix. Starfið sem þar er unnið í kolefnisbindingu er eitthvað sem allur heimurinn öfundar,“ segir Blair. Umhverfismál Jarðhiti Orkumál Tengdar fréttir Ein stærsta ráðstefna Íslandssögunnar verður að veruleika eftir átta ára baráttu Heimsþing Alþjóðajarðhitasambandsins hefst í Hörpu í fyrramálið og stendur í þrjá daga. Þetta er í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en að sögn formanns skipulagsnefndar þess þurfti Ísland að berjast við lönd á borð við Bandaríkin og Þýskaland um að fá að halda það. 24. október 2021 13:20 Koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í fyrstu og stærstu heildstæðu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Stöðin getur fangað allt að fjögur þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári og auðvelt er að auka afköstin. 8. september 2021 20:02 Jarðhitaráðstefnunni í Hörpu frestað fram á næsta ár Ráðstefnan átti að fara fram í Hörpu dagana 27. apríl til 1. maí næstkomandi, þar sem búist var við þrjú þúsund gestum. 13. mars 2020 10:11 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Andrea Blair, forseti alþjóðlega jarðhitasambandsins, bauð fólk velkomið á ráðstefnuna í Hörpu í morgun og vakti þar máls á því hve miklu máli smáríki skipta þegar kemur að nýsköpun á þessu sviði. „Sjálf er ég frá Nýja-Sjálandi. Þetta eru kannski lítil lönd en við erum, í þessum bransa, stór, hvetjandi og öflug,“ segir Blair í samtali við fréttastofu. Framlag Íslands sé þannig verulegt í þessum málaflokki. „Ísland er land sem aðrir líta upp til, þar er mikil nýsköpun og sömuleiðis er bransinn frár á fæti og ávallt opinn fyrir nýjum hugmyndum. Ísland er óumdeildur leiðtogi á þessu sviði,“ segir Blair, sem sjálf rekur frumkvöðlafyrirtækið UpFlow á Nýja-Sjálandi. Blair telur að jarðhiti muni skipta sköpum á komandi tímum einkum þegar við blasir orkuskortur víða um heim. „Ekki aðeins getum við með jarðhitanum útvegað áreiðanlegt rafmagn, heldur eru tækifærin svo ótalmörg. Íslendingar eru þar í fararbroddi eins og með milliliðalausri notkun ykkar á hitanum en einnig í fyrirtækjum eins og CarbFix. Starfið sem þar er unnið í kolefnisbindingu er eitthvað sem allur heimurinn öfundar,“ segir Blair.
Umhverfismál Jarðhiti Orkumál Tengdar fréttir Ein stærsta ráðstefna Íslandssögunnar verður að veruleika eftir átta ára baráttu Heimsþing Alþjóðajarðhitasambandsins hefst í Hörpu í fyrramálið og stendur í þrjá daga. Þetta er í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en að sögn formanns skipulagsnefndar þess þurfti Ísland að berjast við lönd á borð við Bandaríkin og Þýskaland um að fá að halda það. 24. október 2021 13:20 Koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í fyrstu og stærstu heildstæðu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Stöðin getur fangað allt að fjögur þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári og auðvelt er að auka afköstin. 8. september 2021 20:02 Jarðhitaráðstefnunni í Hörpu frestað fram á næsta ár Ráðstefnan átti að fara fram í Hörpu dagana 27. apríl til 1. maí næstkomandi, þar sem búist var við þrjú þúsund gestum. 13. mars 2020 10:11 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Ein stærsta ráðstefna Íslandssögunnar verður að veruleika eftir átta ára baráttu Heimsþing Alþjóðajarðhitasambandsins hefst í Hörpu í fyrramálið og stendur í þrjá daga. Þetta er í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en að sögn formanns skipulagsnefndar þess þurfti Ísland að berjast við lönd á borð við Bandaríkin og Þýskaland um að fá að halda það. 24. október 2021 13:20
Koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í fyrstu og stærstu heildstæðu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Stöðin getur fangað allt að fjögur þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári og auðvelt er að auka afköstin. 8. september 2021 20:02
Jarðhitaráðstefnunni í Hörpu frestað fram á næsta ár Ráðstefnan átti að fara fram í Hörpu dagana 27. apríl til 1. maí næstkomandi, þar sem búist var við þrjú þúsund gestum. 13. mars 2020 10:11