Koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu á Hellisheiði Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2021 20:02 Söfunarkassar Climeworks eru einfaldir í uppsetningu. Töluverðan varma þarf fyrir starfsemina. Stöð 2/Bjarni Í dag hófst starfsemi í fyrstu og stærstu heildstæðu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Stöðin getur fangað allt að fjögur þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári og auðvelt er að auka afköstin. Það er ljóst aðmannkynið þarf að grípa til ýmissra ráða til að berjast gegn loftlagsbreytingunum. Til dæmis með því að setja upp búnað eins og Climeworks hefur sett upp við Heillisheiðarvirkjun sem beinlínis sogar koltvísýringinn úr andrúmsloftinu. Svissneska fyrirtækið Climeworks opnaði lofthreinsistöðina Orca með formlegum hætti í dag en aðeins eru liðnir sextán mánuðir frá því uppbygging stöðvarinnar hófst í maí í fyrra. Tæknin byggir á safnkössum sem tiltölulega einfalt er að setja upp og þar með að stækka stöðina og auka afköstin. Christoph Beuttler segir bæði nauðsynlegt að draga mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda og ná þeim til baka úr andrúmsloftinu.Stöð 2/Bjarni Chrostoph Buettler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks segir ekki aðeins þörf á að draga mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda heldur þurfi einnig að ná þeim úr andrúmsloftinu. „Þetta er fyrsta viðskiptalega loftföngunar- og geymsluverið í heiminum og um leið það stærsta. Þetta er sögulegt því allar loftslagsrannsóknir sýna að við verðum ekki bara að draga verulega úr losun heldur verðum við einnig að taka koltvísýring úr loftinu því við höfum nú þegar losað of mikið af honum,“ segir Buettler. Viðskiptavinirnir eru þegar um átta þúsund auk stórfyrirtækja eins og Microsoft sem vilja minnka kolefnisspor sittt. Buettler segir þessa aðferð þó ekki hina endanlegu lausn á loftlagsvandanum. „Þetta er ekki svarið. Þetta er ekki töfralausnin. En með minni losun og öðrum aðferðum við að fjarlægja koltvísýring úr loftinu getur þetta orðið lausnin ef það er byggt upp nógu fljótt,“ segir Buettler. Forstjóri Carbfix segir Climeworks mikilvægan viðskiptavin í kaupum á förgun á koltvísýringi.Stöð 2/Bjarni Orka náttúrunnar og Carbfix eru samstarfsaðilar Orca stöðvar Climeworks við Hellisheiðarvirkjun. En Carbfix hefur þróað aðferð sem blandar koltvísýringnum við vatn sem dælt er niður í jörðina þar sem hann breytist í stein á tveimur árum. Aðferðin hefur verið notuð til að farga CO2 frá starfsemi Hellisheiðarvirkjunar en er nú í fyrsta skipti notuð við förgun koltvísýrings sem fangaður er beint úr andrúmsloftinu. Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir að með komu Climeworks eignist Carbfix mikilvægan viðskiptavin. „Og ekki bara það. Við erum að taka þátt í að láta nýjan iðnað spretta úr grasi. Þannig að þetta er mjög mikilvægur áfangi fyrir okkur. Bætir í rauninni nýrri leið til þess að fá koldíoxíð inn í okkar förgunarferli með því að tengja okkur við svona loftsugur,“ segir Edda Sif. Loftslagsmál Orkumál Ölfus Jarðhiti Tengdar fréttir Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Það er ljóst aðmannkynið þarf að grípa til ýmissra ráða til að berjast gegn loftlagsbreytingunum. Til dæmis með því að setja upp búnað eins og Climeworks hefur sett upp við Heillisheiðarvirkjun sem beinlínis sogar koltvísýringinn úr andrúmsloftinu. Svissneska fyrirtækið Climeworks opnaði lofthreinsistöðina Orca með formlegum hætti í dag en aðeins eru liðnir sextán mánuðir frá því uppbygging stöðvarinnar hófst í maí í fyrra. Tæknin byggir á safnkössum sem tiltölulega einfalt er að setja upp og þar með að stækka stöðina og auka afköstin. Christoph Beuttler segir bæði nauðsynlegt að draga mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda og ná þeim til baka úr andrúmsloftinu.Stöð 2/Bjarni Chrostoph Buettler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks segir ekki aðeins þörf á að draga mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda heldur þurfi einnig að ná þeim úr andrúmsloftinu. „Þetta er fyrsta viðskiptalega loftföngunar- og geymsluverið í heiminum og um leið það stærsta. Þetta er sögulegt því allar loftslagsrannsóknir sýna að við verðum ekki bara að draga verulega úr losun heldur verðum við einnig að taka koltvísýring úr loftinu því við höfum nú þegar losað of mikið af honum,“ segir Buettler. Viðskiptavinirnir eru þegar um átta þúsund auk stórfyrirtækja eins og Microsoft sem vilja minnka kolefnisspor sittt. Buettler segir þessa aðferð þó ekki hina endanlegu lausn á loftlagsvandanum. „Þetta er ekki svarið. Þetta er ekki töfralausnin. En með minni losun og öðrum aðferðum við að fjarlægja koltvísýring úr loftinu getur þetta orðið lausnin ef það er byggt upp nógu fljótt,“ segir Buettler. Forstjóri Carbfix segir Climeworks mikilvægan viðskiptavin í kaupum á förgun á koltvísýringi.Stöð 2/Bjarni Orka náttúrunnar og Carbfix eru samstarfsaðilar Orca stöðvar Climeworks við Hellisheiðarvirkjun. En Carbfix hefur þróað aðferð sem blandar koltvísýringnum við vatn sem dælt er niður í jörðina þar sem hann breytist í stein á tveimur árum. Aðferðin hefur verið notuð til að farga CO2 frá starfsemi Hellisheiðarvirkjunar en er nú í fyrsta skipti notuð við förgun koltvísýrings sem fangaður er beint úr andrúmsloftinu. Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir að með komu Climeworks eignist Carbfix mikilvægan viðskiptavin. „Og ekki bara það. Við erum að taka þátt í að láta nýjan iðnað spretta úr grasi. Þannig að þetta er mjög mikilvægur áfangi fyrir okkur. Bætir í rauninni nýrri leið til þess að fá koldíoxíð inn í okkar förgunarferli með því að tengja okkur við svona loftsugur,“ segir Edda Sif.
Loftslagsmál Orkumál Ölfus Jarðhiti Tengdar fréttir Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08