Fótbolti

Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn í sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson
Guðlaugur Victor Pálsson vísir/Getty

Guðlaugur Victor Pálsson hóf leik á miðju Schalke 04 sem fékk Dynamo Dresden í heimsókn í þýsku B-deildinni í fótbolta í kvöld.

Thomas Ouwejan kom Schalke í forystu eftir tuttugu mínútna leik.

Marius Buelter og Marcin Kaminski gerðu svo út um leikinn með sitt markið hvor seint í leiknum og lauk leiknum með öruggum 3-0 sigri Schalke.

Guðlaugur Victor lék allan leikinn fyrir Schalke sem deilir toppsætinu með St. Pauli en bæði lið hafa 22 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.