Fótbolti

Látinn taka pokann sinn eftir algjört hrun

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Í síðasta leiknum á hliðarlínunni.
Í síðasta leiknum á hliðarlínunni. vísir/Getty

Knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins Cardiff City var rekinn úr starfi sínu í dag eftir að liðið spilaði sinn fimmta leik í röð án þess að skora mark.

Hinn reynslumikli Mick McCarthy tók við stjórnartaumunum hjá Cardiff í byrjun árs og fékk tveggja ára endurnýjun á samningi sínum í sumar. 

Liðið byrjaði tímabilið nokkuð vel og voru taplausir í fyrstu fimm leikjum tímabilsins.

Í kjölfarið fór hins vegar að halla harkalega undan fæti. Í síðustu ellefu leikjum hefur Cardiff aðeins unnið einn þeirra og 0-2 tap liðsins gegn Middlesbrough á heimavelli í dag var áttunda tap liðsins í röð.

Í þessari átta leikja taphrinu hefur liðið aðeins skorað eitt mark.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.