Segir lækna hafa hlegið að sér og sagt að hún væri of ung til að greinast með krabbamein Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. október 2021 20:04 Sóley Björg Ingibergsdóttir. vísir Sóley Björg Ingibergsdóttir greindist með krabbamein aðeins 27 ára. Hún segir að læknar hafi hlegið að henni og sagt að hún væri allt of ung til að greinast með krabbamein þegar hún leitaði til þeirra vegna gruns um sjúkdóminn. Hún vill að auðveldara verði fyrir ungt fólk að leita til læknis. Í tilefni af bleikum október standa Brakkasamtökin að ljósmyndasýningunni: Of ung fyrir krabbamein? Sýningin fjallar um krabbameinsferli Sóleyjar sem greindist með með brakka tvö stökkbreytinguna 25 ára. Í mars á þessu ári, þegar Sóley var aðeins 27 ára gömul, greinist hún með krabbamein í brjósti og í eitlum. „Ég hef lent í því að fara á vaktina og það hefur verið hlegið að manni og sagt: „Þú ert allt of ung og þetta er ábyggilega bara blæðingar, einhverjar tíðarblæðingar og hnútar í brjóstinu, þú þarft ekki að pæla í þessu,“ segir Sóley Björg Ingibergsdóttir, atvinnuflugmaður og flugkennari. Fjögurra mánaða bið Sóley fann hnút í brjóstinu í októbermánuði og hringdi um leið og pantaði tíma hjá Domus Medica en fékk ekki tíma fyrr en fjórum mánuðum síðar. „En um leið og ég fékk tímann og hitti lækninn þá fór boltinn að rúlla og ég fékk myndatöku viku seinna en samt frá október til febrúar er svakalega langur tími.“ Sóley hefur rætt opinskátt um baráttu sína við krabbamein á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Sóley Björg Ingibergsdóttir (@soleybjorg) Ljósmyndarinn Þórdís Erla fylgdi Sóleyju eftir í nokkra mánuði. Sóley hefur lokið lyfjameðferð, geislameðferð og farið í tvöfalt brjóstnám. „Svona fyrir mig að skoða þessar myndir núna er mjög átakanlegt af því að ég man ekkert eftir því að hafa verið svona svakalega veik. Ég var bara í mínum stígvélum og það var bara áfram gakk.“ Krabbamein spyrji ekki um aldur „Markmið sýningarinnar er að vekja athygli á því að krabbamein spyr ekki um kennitölu eð aldur og við getum öll lent í þessu.“ Hún skilar þökkum til allra þeirra sem studdu hana í þessu erfiða verkefni. „Ferlið þarf að vera þægilegra og það þarf að vera betra fyrir ungt fólk að geta hringt í lækni, fengið tíma af því að þetta er bara mjög alvarlegt mál.“ Ljósmyndasýningin stendur til 21. nóvember í Gallery Ramskram, Njálsgötu 49. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Í tilefni af bleikum október standa Brakkasamtökin að ljósmyndasýningunni: Of ung fyrir krabbamein? Sýningin fjallar um krabbameinsferli Sóleyjar sem greindist með með brakka tvö stökkbreytinguna 25 ára. Í mars á þessu ári, þegar Sóley var aðeins 27 ára gömul, greinist hún með krabbamein í brjósti og í eitlum. „Ég hef lent í því að fara á vaktina og það hefur verið hlegið að manni og sagt: „Þú ert allt of ung og þetta er ábyggilega bara blæðingar, einhverjar tíðarblæðingar og hnútar í brjóstinu, þú þarft ekki að pæla í þessu,“ segir Sóley Björg Ingibergsdóttir, atvinnuflugmaður og flugkennari. Fjögurra mánaða bið Sóley fann hnút í brjóstinu í októbermánuði og hringdi um leið og pantaði tíma hjá Domus Medica en fékk ekki tíma fyrr en fjórum mánuðum síðar. „En um leið og ég fékk tímann og hitti lækninn þá fór boltinn að rúlla og ég fékk myndatöku viku seinna en samt frá október til febrúar er svakalega langur tími.“ Sóley hefur rætt opinskátt um baráttu sína við krabbamein á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Sóley Björg Ingibergsdóttir (@soleybjorg) Ljósmyndarinn Þórdís Erla fylgdi Sóleyju eftir í nokkra mánuði. Sóley hefur lokið lyfjameðferð, geislameðferð og farið í tvöfalt brjóstnám. „Svona fyrir mig að skoða þessar myndir núna er mjög átakanlegt af því að ég man ekkert eftir því að hafa verið svona svakalega veik. Ég var bara í mínum stígvélum og það var bara áfram gakk.“ Krabbamein spyrji ekki um aldur „Markmið sýningarinnar er að vekja athygli á því að krabbamein spyr ekki um kennitölu eð aldur og við getum öll lent í þessu.“ Hún skilar þökkum til allra þeirra sem studdu hana í þessu erfiða verkefni. „Ferlið þarf að vera þægilegra og það þarf að vera betra fyrir ungt fólk að geta hringt í lækni, fengið tíma af því að þetta er bara mjög alvarlegt mál.“ Ljósmyndasýningin stendur til 21. nóvember í Gallery Ramskram, Njálsgötu 49.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira