Landsliðsþjálfarinn vildi ekki að Guðný myndi senda boltann fyrir markið Sverrir Mar Smárason skrifar 22. október 2021 22:41 Guðný Árnadóttir lék í stöðu hægri bakvarðar í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður, og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari, mættu á blaðamanna fund að loknum kvennalandsleik Íslands og Tékklands á Laugadalsvelli í kvöld. Leiknum lauk með 4-0 sigri Íslands en leikurinn var annar leikur íslenska liðsins í undankeppni fyrir HM kvenna árið 2023. Guðný Árnadóttir spilaði sinn tólfta landsleik en var aðeins í annað sinn í stöðu hægri bakvarðar. Hún átti góðan leik og lagði meðal annars upp síðasta mark Íslands sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði, skoraði. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari, var spurður út í frammistöðu Guðnýjar á fundinum og þegar blaðamaður minntist á stoðsendinguna hló Glódís Perla. „Ég met frammistöðu hennar bara vel, hún er að þróast og þroskast og ég er bara sáttur með hana. Við erum að fá flotta hluti frá henni og hún á bara eftir að verða betri,“ sagði Þorsteinn áður en Glódís Perla tók við og spurði hvort þjálfari sinn ætlaði ekkert að minnast á það sem hann sagði. Þorsteinn neitaði svo Glódís útskýrði sjálf. „Heyriði ekkert í Steina þarna á hliðarlínunni eða? Rétt fyrir ‚assistið‘ þá heyrðist bara NEEEEEEI, GEFÐU HANN ÚT,“ sagði Glódís og salurinn hló en líkt og fyrr segir lagði Guðný með þessari sendingu upp loka mark íslenska liðsins. Glódís Perla bætti svo við „hún tekur allavega sínar eigin ákvarðanir, ég er ánægð meða hana.“ Hún var svo spurð út í það hvernig henni finnist Guðnýju ganga að fóta sig í nýrri stöðu. „Hún er klárlega öruggari, mér finnst hún búin að venjast þessu ótrúlega hratt. Þetta er auðvitað bara annar leikurinn sem hún er að spila þarna og þvílíkur stígandi bara með hverri mínútunni. Mér finnst hún ótrúlega flott og stendur sig ótrúlega vel. Svo er hún líka leiðtogi og talar mikið og er örugg á sínu,“ sagði Glódís Perla um Guðnýju. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50 Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49 Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. 22. október 2021 21:10 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Leiknum lauk með 4-0 sigri Íslands en leikurinn var annar leikur íslenska liðsins í undankeppni fyrir HM kvenna árið 2023. Guðný Árnadóttir spilaði sinn tólfta landsleik en var aðeins í annað sinn í stöðu hægri bakvarðar. Hún átti góðan leik og lagði meðal annars upp síðasta mark Íslands sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði, skoraði. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari, var spurður út í frammistöðu Guðnýjar á fundinum og þegar blaðamaður minntist á stoðsendinguna hló Glódís Perla. „Ég met frammistöðu hennar bara vel, hún er að þróast og þroskast og ég er bara sáttur með hana. Við erum að fá flotta hluti frá henni og hún á bara eftir að verða betri,“ sagði Þorsteinn áður en Glódís Perla tók við og spurði hvort þjálfari sinn ætlaði ekkert að minnast á það sem hann sagði. Þorsteinn neitaði svo Glódís útskýrði sjálf. „Heyriði ekkert í Steina þarna á hliðarlínunni eða? Rétt fyrir ‚assistið‘ þá heyrðist bara NEEEEEEI, GEFÐU HANN ÚT,“ sagði Glódís og salurinn hló en líkt og fyrr segir lagði Guðný með þessari sendingu upp loka mark íslenska liðsins. Glódís Perla bætti svo við „hún tekur allavega sínar eigin ákvarðanir, ég er ánægð meða hana.“ Hún var svo spurð út í það hvernig henni finnist Guðnýju ganga að fóta sig í nýrri stöðu. „Hún er klárlega öruggari, mér finnst hún búin að venjast þessu ótrúlega hratt. Þetta er auðvitað bara annar leikurinn sem hún er að spila þarna og þvílíkur stígandi bara með hverri mínútunni. Mér finnst hún ótrúlega flott og stendur sig ótrúlega vel. Svo er hún líka leiðtogi og talar mikið og er örugg á sínu,“ sagði Glódís Perla um Guðnýju.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50 Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49 Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. 22. október 2021 21:10 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50
Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49
Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. 22. október 2021 21:10