Glænýr og allt öðruvísi Flatus lifir Snorri Másson skrifar 26. október 2021 20:48 Stöð 2/Egill Listaverk sem hefur lifað með þjóðinni áratugum saman hefur tekið á sig nýja mynd í Kollafirði. Flatus lifir enn og nafn hans vísar að þessu sinni til vindgangs í huga listamannsins. Flatus hefur lengi verið á meðal oss, en aldrei fyrr hefur borið eins mikið á honum. Ný útfærsla Eddu Karólínu Ævarsdóttur er sérstaklega skærlituð og blasir strax við þegar ekið er yfir hæðina inn í Kollafjörð. Uppruni Flatusar er eilíf ráðgáta en segja má að hver Íslendingur myndi sinn eigin skilning á verkinu enda hefur það vart farið framhjá nokkrum sem yfirleitt hefur stigið upp í bifreið. „Síðasti Flatus var svarthvítur, hann var mjög flottur og með grafíska leturhönnun. Mig langaði að hafa þennan mjög öðruvísi, hafa hann poppandi og með mikið af litum. Ég er að vinna með Flatus sem prump- og vindþema,“ segir Edda í samtali við fréttastofu. Hér þyrfti kannski skýringar við. Hér vísar listamaðurinn til lífseigrar túlkunar á Flatusi, sem er á þá leið að hér sé á ferð latneska orðið flatus, sem útleggst í flestum orðabókum sem uppþemba, belgingur, já ósköp einfaldlega vindgangur. Hver segir að annað eins geti ekki veitt listrænan innblástur? „Þannig að ég er með svona fjúkandi gróður, sjávarþang og fjúkandi þarma og svona,“ lýsir Edda. Edda Karólína Ævarsdóttir listamaður stendur á bak við nýjustu útgáfu af Flatusi.Aðsend Flatusi ævinlega haldið á lífi Í verki Eddu er stuðst við þessa tilteknu skýringu, en þær eru sannarlega fleiri. Í einni þeirra kemur við sögu róttæka listakonan Ragnhildur Óskarsdóttir, Róska, sem var brautryðjandi í íslensku veggjakroti. „Það eru náttúrulega margar kenningar um það hver Flatus er eða hvað það er. Það er talað um að kannski hafi þetta bara verið einhver að fíflast og ætlað að skrifa Flatlús lifir, en skrifað Flatus í staðinn. Eða þá að þetta hafi verið Róska, sem var að mótmæla hernum og verið að vitna í að herinn væri Flatus, af því að fyrsti Flatus kemur 80-og-eitthvað. Eða þá að einhver hafi bara verið að tala um að hér hafi bara verið rokrassgat og að Flatus lifi hér góðu lífi sem rok,“ segir Edda. View this post on Instagram A post shared by Edda Karólína (@eddakarolina) Þetta er þriðja skipulagða verkið sem er gert á vegginn við þjóðveginn, en áður var engu líkara en að samkomulag ríkti á meðal Íslendinga að halda Flatusi á lífi, sama í hvaða mynd. „Ég veit um nokkra sem hafa komið hérna og skrifað Flatus lifir bara einu sinni í gegnum tíðina síðan 80-og-eitthvað. Það er einstakt hvað þetta er orðið mikil hefð. Það var alltaf málað yfir þetta aftur og aftur en það kom alltaf bara nýtt og þá var bara einhver sem tók þetta að sér, sem er bara mjög kúl,“ segir Edda. Flatus lifir enn.Stöð 2/Egill Edda lærði skiltamálun í Skotlandi en er nýkomin heim - og þetta er fyrsta verkið. Það nýtur auðvitað öllu meiri velvildar en annað veggjakrot, raunar svo mikillar að verslunarkeðja eins og Húsasmiðjan var meira en til í að styrkja verkefnið með málningu. Listamaðurinn stóð svo í ströngu við að leggja lokahönd á verkið, oft í aftakaveðri: „Ég er búin að læra mjög mikið að lesa veðrið,“ segir Edda. View this post on Instagram A post shared by Edda Karólína (@eddakarolina) Reykjavík Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Flatus hefur lengi verið á meðal oss, en aldrei fyrr hefur borið eins mikið á honum. Ný útfærsla Eddu Karólínu Ævarsdóttur er sérstaklega skærlituð og blasir strax við þegar ekið er yfir hæðina inn í Kollafjörð. Uppruni Flatusar er eilíf ráðgáta en segja má að hver Íslendingur myndi sinn eigin skilning á verkinu enda hefur það vart farið framhjá nokkrum sem yfirleitt hefur stigið upp í bifreið. „Síðasti Flatus var svarthvítur, hann var mjög flottur og með grafíska leturhönnun. Mig langaði að hafa þennan mjög öðruvísi, hafa hann poppandi og með mikið af litum. Ég er að vinna með Flatus sem prump- og vindþema,“ segir Edda í samtali við fréttastofu. Hér þyrfti kannski skýringar við. Hér vísar listamaðurinn til lífseigrar túlkunar á Flatusi, sem er á þá leið að hér sé á ferð latneska orðið flatus, sem útleggst í flestum orðabókum sem uppþemba, belgingur, já ósköp einfaldlega vindgangur. Hver segir að annað eins geti ekki veitt listrænan innblástur? „Þannig að ég er með svona fjúkandi gróður, sjávarþang og fjúkandi þarma og svona,“ lýsir Edda. Edda Karólína Ævarsdóttir listamaður stendur á bak við nýjustu útgáfu af Flatusi.Aðsend Flatusi ævinlega haldið á lífi Í verki Eddu er stuðst við þessa tilteknu skýringu, en þær eru sannarlega fleiri. Í einni þeirra kemur við sögu róttæka listakonan Ragnhildur Óskarsdóttir, Róska, sem var brautryðjandi í íslensku veggjakroti. „Það eru náttúrulega margar kenningar um það hver Flatus er eða hvað það er. Það er talað um að kannski hafi þetta bara verið einhver að fíflast og ætlað að skrifa Flatlús lifir, en skrifað Flatus í staðinn. Eða þá að þetta hafi verið Róska, sem var að mótmæla hernum og verið að vitna í að herinn væri Flatus, af því að fyrsti Flatus kemur 80-og-eitthvað. Eða þá að einhver hafi bara verið að tala um að hér hafi bara verið rokrassgat og að Flatus lifi hér góðu lífi sem rok,“ segir Edda. View this post on Instagram A post shared by Edda Karólína (@eddakarolina) Þetta er þriðja skipulagða verkið sem er gert á vegginn við þjóðveginn, en áður var engu líkara en að samkomulag ríkti á meðal Íslendinga að halda Flatusi á lífi, sama í hvaða mynd. „Ég veit um nokkra sem hafa komið hérna og skrifað Flatus lifir bara einu sinni í gegnum tíðina síðan 80-og-eitthvað. Það er einstakt hvað þetta er orðið mikil hefð. Það var alltaf málað yfir þetta aftur og aftur en það kom alltaf bara nýtt og þá var bara einhver sem tók þetta að sér, sem er bara mjög kúl,“ segir Edda. Flatus lifir enn.Stöð 2/Egill Edda lærði skiltamálun í Skotlandi en er nýkomin heim - og þetta er fyrsta verkið. Það nýtur auðvitað öllu meiri velvildar en annað veggjakrot, raunar svo mikillar að verslunarkeðja eins og Húsasmiðjan var meira en til í að styrkja verkefnið með málningu. Listamaðurinn stóð svo í ströngu við að leggja lokahönd á verkið, oft í aftakaveðri: „Ég er búin að læra mjög mikið að lesa veðrið,“ segir Edda. View this post on Instagram A post shared by Edda Karólína (@eddakarolina)
Reykjavík Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira