Mourinho eftir stórtapið í Noregi: Betra liðið með betri leikmenn vann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2021 13:31 José Mourinho horfir á leikmenn Bodø/Glimt fagna. getty/Fabio Rossi José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, sendi leikmönnum sínum tóninn eftir stórtapið fyrir Bodø/Glimt, 6-1, í Sambandsdeild Evrópu í gær. Hann sagði að lið Bodø/Glimt í leiknum í gær hefði einfaldlega verið betra en það sem hann tefldi fram. Mourinho stillti ekki upp sínu sterkasta liði í gær og kvartaði yfir því að varamennirnir í leikmannahópi Roma væru ekki nógu góðir. „Þetta voru mín mistök. Ég vildi hvíla leikmenn eftir leikinn gegn Juventus og fyrir leikinn gegn Napoli. Ég tók þessa ákvörðun og á endanum eru leikmennirnir þeirra betri en mínir leikmenn. Þeir eru með betra lið en við,“ sagði Mourinho. „Leikurinn þróaðist í þá átt að við misstum alla stjórn á tilfinningum og öllu. Sannleikurinn er sá að betra liðið með betri leikmenn vann. Þeir eru betri en við.“ Mourinho var ekki á því að hrósa liði Bodø/Glimt of mikið eftir leikinn. „Mér fannst ekki mikið til þeirra koma. Ég veit að þeir eru með gott lið. Við greindum þá með allri þeirri virðingu sem þeir áttu skilið. Ég vissi að þeir væru með gott lið,“ sagði Mourinho áður en hann skammaðist meira yfir varamönnunum í leikmannahópi Roma. „Að sjálfsögðu vildi ég sjá meira frá rulluspilurunum okkar. Það skiptir máli að tapa svona stórt. Ef ég hafði einhverjar efasemdir, og þær voru ekki miklar, þá erum við með gott lið en ekki góðan hóp. Í dag spiluðum við ekki með liðið heldur hópinn og okkur var refsað.“ Þetta er í fyrsta sinn sem lið undir stjórn Mourinhos fær á sig sex mörk í leik. Þetta er jafnframt í aðeins annað sinn sem lið Mourinhos tapar með fimm marka mun. Það gerðist einnig 2010 þegar Real Madrid tapaði 5-0 fyrir Barcelona. Tottenham er í 2. sæti C-riðils Sambandsdeildarinnar með sex stig, einu stigi á eftir Bodø/Glimt. Liðin mætast aftur í Róm 4. nóvember.Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt í gær og lagði upp þriðja mark liðsins. Hann er á sínu öðru tímabili hjá liðinu. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
Mourinho stillti ekki upp sínu sterkasta liði í gær og kvartaði yfir því að varamennirnir í leikmannahópi Roma væru ekki nógu góðir. „Þetta voru mín mistök. Ég vildi hvíla leikmenn eftir leikinn gegn Juventus og fyrir leikinn gegn Napoli. Ég tók þessa ákvörðun og á endanum eru leikmennirnir þeirra betri en mínir leikmenn. Þeir eru með betra lið en við,“ sagði Mourinho. „Leikurinn þróaðist í þá átt að við misstum alla stjórn á tilfinningum og öllu. Sannleikurinn er sá að betra liðið með betri leikmenn vann. Þeir eru betri en við.“ Mourinho var ekki á því að hrósa liði Bodø/Glimt of mikið eftir leikinn. „Mér fannst ekki mikið til þeirra koma. Ég veit að þeir eru með gott lið. Við greindum þá með allri þeirri virðingu sem þeir áttu skilið. Ég vissi að þeir væru með gott lið,“ sagði Mourinho áður en hann skammaðist meira yfir varamönnunum í leikmannahópi Roma. „Að sjálfsögðu vildi ég sjá meira frá rulluspilurunum okkar. Það skiptir máli að tapa svona stórt. Ef ég hafði einhverjar efasemdir, og þær voru ekki miklar, þá erum við með gott lið en ekki góðan hóp. Í dag spiluðum við ekki með liðið heldur hópinn og okkur var refsað.“ Þetta er í fyrsta sinn sem lið undir stjórn Mourinhos fær á sig sex mörk í leik. Þetta er jafnframt í aðeins annað sinn sem lið Mourinhos tapar með fimm marka mun. Það gerðist einnig 2010 þegar Real Madrid tapaði 5-0 fyrir Barcelona. Tottenham er í 2. sæti C-riðils Sambandsdeildarinnar með sex stig, einu stigi á eftir Bodø/Glimt. Liðin mætast aftur í Róm 4. nóvember.Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt í gær og lagði upp þriðja mark liðsins. Hann er á sínu öðru tímabili hjá liðinu.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira