Fótbolti

Fyrrverandi þjálfari Roma í viðræðum við Newcastle

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Paulo Fonseca er sagður í viðræðum við Newcastle um að taka við sem knattspyrnustjóri liðsins.
Paulo Fonseca er sagður í viðræðum við Newcastle um að taka við sem knattspyrnustjóri liðsins. Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images

Nýir eigendur enska knattspyrnufélagsins Newcastle hafa átt samtal við fyrrverandi knattspyrnustjóra Roma, Paulo Fonseca, um að taka við liðinu eftir að Steve Bruce var látinn fara frá félaginu í gær.

Fonseca stýrði Roma frá 2019, en honum var skipt út fyrir José Mourinho í sumar eftir að sá síðarnefndi var rekinn frá Tottenham. Fonseca var svo einmitt langt nálægt því að taka við Tottenham í sumar, áður en félagið skipti um skoðun og réði Nuno Espirito Santo.

Á sínu fyrsta ári stýrði Fonseca Roma í fimmta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, og árið eftir komst hann með liðið í undanúrslit Evrópudeildarinnar.

Þessi 48 ára Portúgali er ekki sá eini sem er orðaður við starfið, en Eddie Howe, fyrrum stjóri Bournemouth, Lucien Favre, fyrrum stjóri Dortmund, og Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins hafa allir verið nefndir í tengslum við starfið..

Þá hefur íþróttablaðamaðurinn Fabrizio Romano fullyrt það að Fonseca sé tilbúinn að taka við starfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×