„Þessar eldri eru með blóðið á tönnunum“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2021 16:46 Alexandra Jóhannsdóttir spyrnir boltanum í leiknum við Holland í síðasta mánuði. vísir/Hulda Margrét „Ég er ekki búin að vera nógu sátt við mig í síðustu leikjum en ég get vonandi sýnt í næstu leikjum hvað býr í mér,“ segir hin 21 árs gamla Alexandra Jóhannsdóttir sem ætlar að láta til sín taka í leiknum mikilvæga gegn Tékklandi annað kvöld. Alexandra leikur með einu besta liði Þýskalands, Frankfurt, og hefur þegar leikið 15 A-landsleiki. Hún segir alla í íslenska hópnum gera sér grein fyrir því að á Laugardalsvelli á morgun verður afar mikið undir í baráttunni um að komast á HM í Ástralíu. „Þó að völlurinn hafi verið svolítið frosinn í gær þá hafa gæðin á æfingunum bara verið flott. Það eru allir leikmenn heilir og tilbúnir í þetta,“ sagði Alexandra. „Við gerum okkur allar grein fyrir mikilvægi leiksins. Það eru samt allir leikir í þessum riðli úrslitaleikir. Við þurfum öll stig sem við getum fengið,“ sagði Alexandra en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Alexandra fyrir leikinn við Tékkland Ísland tapaði 2-0 í fyrsta leik í undankeppninni gegn Evrópumeisturum Hollands í síðasta mánuði. Hún vill sjá betri frammistöðu á morgun: „Við þurfum að vera óhræddar við að halda í boltann meira. Við erum með gæði inni á vellinum til þess að halda í boltann og þurfum að sýna þau. Við þurfum að pressa á réttum stundum og þora að stíga fram. Við féllum svolítið aftur gegn Hollandi og við miðjumennirnir vorum bara komnar niður í varnarlínu. Við þurfum að þora að pressa á þær,“ segir Alexandra. Ísland gerði tvö jafntefli við Tékkland í síðustu HM-undankeppni. Seinna jafnteflið var á Laugardalsvelli haustið 2018 en sigur hefði dugað Íslandi til að komast í umspil. Því er að minnsta kosti hluti af íslenska liðinu sjálfsagt í hefndarhug: „Við erum svo margar ungar í liðinu að við vorum ekki partur af þessu. Þessar eldri eru með blóðið á tönnunum og við þessar yngri erum líka tilbúnar og viljum öll þrjú stigin.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Var svolítið týnd í fyrri hálfleik“ Guðný Árnadóttir, leikmaður AC Milan, segist vera klár í að leysa stöðu hægri bakvarðar áfram með íslenska landsliðinu. Hún eigi enn eftir að fínpússa sóknarþáttinn þegar hún spilar þá stöðu. 21. október 2021 13:01 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Tékkaleikinn Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Dagný Brynjarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli klukkan 12:30 vegna leiks Íslands við Tékkland annað kvöld. 21. október 2021 12:50 „Fékk það í gjöf frá pabba að hugsa um yngri leikmenn“ Aldursforsetinn í íslenska kvennalandsliðinu segist hugsa vel um yngri leikmenn þess, eins og hún hafi alltaf gert. 21. október 2021 11:30 Segir Dagnýju hafa varað sig við aðstæðum á Íslandi Katerina Svitková er stærsta stjarnan í liði Tékka sem mæta Íslandi á Laugardalsvelli á föstudag. Hún hlakkar til að glíma við Dagnýju Brynjarsdóttur og segir hana hafa varað sig við aðstæðum á vellinum. 20. október 2021 11:30 Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Sjá meira
Alexandra leikur með einu besta liði Þýskalands, Frankfurt, og hefur þegar leikið 15 A-landsleiki. Hún segir alla í íslenska hópnum gera sér grein fyrir því að á Laugardalsvelli á morgun verður afar mikið undir í baráttunni um að komast á HM í Ástralíu. „Þó að völlurinn hafi verið svolítið frosinn í gær þá hafa gæðin á æfingunum bara verið flott. Það eru allir leikmenn heilir og tilbúnir í þetta,“ sagði Alexandra. „Við gerum okkur allar grein fyrir mikilvægi leiksins. Það eru samt allir leikir í þessum riðli úrslitaleikir. Við þurfum öll stig sem við getum fengið,“ sagði Alexandra en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Alexandra fyrir leikinn við Tékkland Ísland tapaði 2-0 í fyrsta leik í undankeppninni gegn Evrópumeisturum Hollands í síðasta mánuði. Hún vill sjá betri frammistöðu á morgun: „Við þurfum að vera óhræddar við að halda í boltann meira. Við erum með gæði inni á vellinum til þess að halda í boltann og þurfum að sýna þau. Við þurfum að pressa á réttum stundum og þora að stíga fram. Við féllum svolítið aftur gegn Hollandi og við miðjumennirnir vorum bara komnar niður í varnarlínu. Við þurfum að þora að pressa á þær,“ segir Alexandra. Ísland gerði tvö jafntefli við Tékkland í síðustu HM-undankeppni. Seinna jafnteflið var á Laugardalsvelli haustið 2018 en sigur hefði dugað Íslandi til að komast í umspil. Því er að minnsta kosti hluti af íslenska liðinu sjálfsagt í hefndarhug: „Við erum svo margar ungar í liðinu að við vorum ekki partur af þessu. Þessar eldri eru með blóðið á tönnunum og við þessar yngri erum líka tilbúnar og viljum öll þrjú stigin.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Var svolítið týnd í fyrri hálfleik“ Guðný Árnadóttir, leikmaður AC Milan, segist vera klár í að leysa stöðu hægri bakvarðar áfram með íslenska landsliðinu. Hún eigi enn eftir að fínpússa sóknarþáttinn þegar hún spilar þá stöðu. 21. október 2021 13:01 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Tékkaleikinn Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Dagný Brynjarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli klukkan 12:30 vegna leiks Íslands við Tékkland annað kvöld. 21. október 2021 12:50 „Fékk það í gjöf frá pabba að hugsa um yngri leikmenn“ Aldursforsetinn í íslenska kvennalandsliðinu segist hugsa vel um yngri leikmenn þess, eins og hún hafi alltaf gert. 21. október 2021 11:30 Segir Dagnýju hafa varað sig við aðstæðum á Íslandi Katerina Svitková er stærsta stjarnan í liði Tékka sem mæta Íslandi á Laugardalsvelli á föstudag. Hún hlakkar til að glíma við Dagnýju Brynjarsdóttur og segir hana hafa varað sig við aðstæðum á vellinum. 20. október 2021 11:30 Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Sjá meira
„Var svolítið týnd í fyrri hálfleik“ Guðný Árnadóttir, leikmaður AC Milan, segist vera klár í að leysa stöðu hægri bakvarðar áfram með íslenska landsliðinu. Hún eigi enn eftir að fínpússa sóknarþáttinn þegar hún spilar þá stöðu. 21. október 2021 13:01
Svona var blaðamannafundurinn fyrir Tékkaleikinn Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Dagný Brynjarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli klukkan 12:30 vegna leiks Íslands við Tékkland annað kvöld. 21. október 2021 12:50
„Fékk það í gjöf frá pabba að hugsa um yngri leikmenn“ Aldursforsetinn í íslenska kvennalandsliðinu segist hugsa vel um yngri leikmenn þess, eins og hún hafi alltaf gert. 21. október 2021 11:30
Segir Dagnýju hafa varað sig við aðstæðum á Íslandi Katerina Svitková er stærsta stjarnan í liði Tékka sem mæta Íslandi á Laugardalsvelli á föstudag. Hún hlakkar til að glíma við Dagnýju Brynjarsdóttur og segir hana hafa varað sig við aðstæðum á vellinum. 20. október 2021 11:30