Fótbolti

Svona var blaðamannafundurinn fyrir Tékkaleikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir og Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundi KSÍ í dag.
Dagný Brynjarsdóttir og Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundi KSÍ í dag. vísir/svava

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Dagný Brynjarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli klukkan 12:30 vegna leiks Íslands við Tékkland annað kvöld.

Ísland og Tékkland, ásamt Hollandi, koma til með að berjast um efstu tvö sætin í C-riðli undankeppni HM í fótbolta. Leikurinn annað kvöld er því afar mikilvægur.

Útsendingu frá fundinum má sjá hér að neðan og textalýsing er neðst í greininni.

Ísland tapaði 2-0 fyrir Hollandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni. Tékkland gerði 1-1 jafntefli við Holland og vann Kýpur 8-0. Tékkland og Holland eru því efst í riðlinum með fjögur stig hvort. Efsta lið riðilsins kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil.


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.