Fótbolti

Bulla náði að grípa í treyju Ronaldos

Sindri Sverrisson skrifar
Öryggisverðir máttu hafa sig alla við til að stöðva manninn sem náði þó að grípa í treyju Ronaldos. Markmið hans er ekki alveg ljóst.
Öryggisverðir máttu hafa sig alla við til að stöðva manninn sem náði þó að grípa í treyju Ronaldos. Markmið hans er ekki alveg ljóst. Skjáskot/Stöð 2 Sport

Öryggisverðir á Old Trafford tóku á mikinn sprett og rétt náðu að koma í veg fyrir að fótboltabulla stykki á Cristiano Ronaldo eftir 3-2 sigur Manchester United á Atalanta í gær.

Bullan náði að stelast úr stúkunni og inn á völlinn, hlaupa að Ronaldo og grípa aðeins í treyjuna hans áður en öryggisverðirnir stöðvuðu hana. Sjá má atvikið hér að neðan.

Ronaldo fagnaði glaðbeittur í leikslok en hann skoraði sigurmarkið í mikilvægum 3-2 sigri United sem hafði lent 2-0 undir í leiknum.

Sigurinn þýðir að United er efst í F-riðli með 6 stig nú þegar fyrri hluta riðlakeppninnar er lokið. Atalanta og Villarreal eru með 4 stig hvort en Young Boys neðst með 3 stig eftir að hafa unnið United í fyrsta leik.

Næstu leikir eru 2. nóvember þegar United sækir Atalanta heim en Villarreal tekur á móti Young Boys.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.