Farið fram á 16 til 20 ára dóm: „Hrein og klár aftaka“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2021 10:35 Kolbrún Benediktsson varahéraðssaksóknari er sannfærð um að Angjelin hafi setið fyrir Armando. Vísir/Vilhelm Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu svokallaða fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin Sterkaj verði dæmdur til 16 til 20 ára fangelsisvistar. Angjelin Sterkaj er ákærður fyrir að hafa skotið Armando Beqirai til bana laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn, sem hann hefur játað en ber fyrir sig sjálfsvörn. Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvalho eru sömuleiðis ákærð hvert fyrir sinn þátt sem leiddi til þess að Armando var banað. Angjelin fer fram á það að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin verði dæmdur í 16 til 20 ára fangelsi, og þá frekar í fleiri ár en færri. Hin verði dæmd fyrir samverknað að manndrápinu, ef ekki þá hlutdeild. Lágmark fyrir slíkan dóm eru fimm ár í fangelsi. Aðalmeðferð í málinu hófst á mánudag í síðustu viku og stóðu vitnaleiðslur yfir í fjóra daga. Málflutningur fer nú fram í Héraðsdómi. „Angjelin situr fyrir Armando, felur sig og mætir vopnaður á staðinn“ Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, byrjaði á málflutningi sínum og fór ítarlega yfir þátt hvers og eins ákærða. Hún dró það fram að að mati ákæruvaldsins væri alveg ljóst að Angjelin hafi skipulagt morðið fyrirfram. Hún leiddi að því líkum að Angjelin hafi ekki viljað að fundur, sem átti að fara fram milli hans, Armando og fleiri aðila á mánudeginum eftir morðið, færi fram. Hann hafi því ákveðið að myrða Armando á laugardagskvöldið. Angjelin hafi verið staddur í Varmahlíð á Norðurlandi dagana fyrir morðið en snúið til Reykjavíkur síðdegis á laugardeginum. Fyrir hafi legið að Angjelin myndi snúa aftur norður, þar sem sumarbústaðurinn sem hann dvaldi í hafði verið leigður á laugardeginum eina nótt í viðbót. Verjendur ákærðu taka til máls að loknum málflutningi saksóknara.Vísir Það stæðist þá ekki, að mati ákæruvaldsins, að Angjelin og Armando hafi rifist áður en Armando hafi verið skotinn. 57 sekúndur hafi liðið frá því að Armando hafi gengið út úr bílskúrnum heima hjá sér, þar til Angjelin og Shpetim keyrðu í burtu. Þá hafi Angjelin jafnframt verið vopnaður, og búinn að skrúfa hljóðdeyfi á skammbyssuna, þegar hann kom að heimil Armandos. Fullyrðingar um rifrildi geti ekki staðist „Angjelin situr fyrir Armando, felur sig og mætir vopnaður á staðinn. Ekki bara með skammbyssu heldur með skammbyssu með hljóðdeyfi. Hann er búinn að skrúfa hann á byssuna áður en hann er kominn,“ sagði Kolbrún. Þá dró hún það jafnframt fram að Angjelin hafi haldið því fram að brotist hafi út hávært rifrildi milli þeirra Armando fyrir framan Rauðagerði 28, Armando hafi verið ógnandi og Angjelin skotið hann í sjálfsvörn. Kolbrún sagði það ekki geta staðist, tvö vitni, sem búsett eru á neðri hæð hússins, hafi ekki heyrt neitt rifrildi fyrir utan og að jafnframt hafi varla gefist tími fyrir nokkuð rifrildi milli Angjelins og Armandos, á þeim 57 sekúndum sem liðu frá því að Armando gekk út úr bílskúrnum heima hjá sér og þar til Angjelin keyrði í burt. „Mat ákæruvaldsins er að þarna hafi átt sér stað hrein og klár aftaka. Það var enginn sáttafundur sem átti að eiga sér þarna stað. Hann [Angjelin] fór þarna til að svipta Armando Beqirai lífi og tókst það,“ sagði Kolbrún. Þá lagði hún áherslu á það að meðákærðu, Shpetim, Claudia og Murat hafi öll vitað af því sem væri yfirvofandi. Þau hafi öll verið meðvituð um það að Angjelin hygðist bana Armando og hafi tekið þátt í að skipuleggja það og unnu saman að því að banatilræðið gengi upp. Morð í Rauðagerði Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Angjelin Sterkaj fer fram á refsileysi Angjelin Sterkaj, sem er einn þeirra sem ákærð eru fyrir morðið á Armando Beqiri, fer fram á að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði. 17. september 2021 18:56 Faldi sig inni í herbergi af ótta við Angjelin Spænskur vinur Antons Kristins Þórarinssonar segist hafa verið hræddur við Angjelin Sterkaj. Hann hefði falið sig inni í herbergi í íbúð þangað sem Angjelin mætti daginn eftir morðið, af ótta við Angjelin. 16. september 2021 11:21 Lögreglan með viðveru við héraðsdóm vegna Rauðagerðismálsins Rauðagerðismálið þykir afar sérstætt á íslenskan mælikvarða og til marks um það þá hefur lögreglan haft talsverðan viðbúnað Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 15. september 2021 18:33 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Angjelin Sterkaj er ákærður fyrir að hafa skotið Armando Beqirai til bana laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn, sem hann hefur játað en ber fyrir sig sjálfsvörn. Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvalho eru sömuleiðis ákærð hvert fyrir sinn þátt sem leiddi til þess að Armando var banað. Angjelin fer fram á það að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin verði dæmdur í 16 til 20 ára fangelsi, og þá frekar í fleiri ár en færri. Hin verði dæmd fyrir samverknað að manndrápinu, ef ekki þá hlutdeild. Lágmark fyrir slíkan dóm eru fimm ár í fangelsi. Aðalmeðferð í málinu hófst á mánudag í síðustu viku og stóðu vitnaleiðslur yfir í fjóra daga. Málflutningur fer nú fram í Héraðsdómi. „Angjelin situr fyrir Armando, felur sig og mætir vopnaður á staðinn“ Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, byrjaði á málflutningi sínum og fór ítarlega yfir þátt hvers og eins ákærða. Hún dró það fram að að mati ákæruvaldsins væri alveg ljóst að Angjelin hafi skipulagt morðið fyrirfram. Hún leiddi að því líkum að Angjelin hafi ekki viljað að fundur, sem átti að fara fram milli hans, Armando og fleiri aðila á mánudeginum eftir morðið, færi fram. Hann hafi því ákveðið að myrða Armando á laugardagskvöldið. Angjelin hafi verið staddur í Varmahlíð á Norðurlandi dagana fyrir morðið en snúið til Reykjavíkur síðdegis á laugardeginum. Fyrir hafi legið að Angjelin myndi snúa aftur norður, þar sem sumarbústaðurinn sem hann dvaldi í hafði verið leigður á laugardeginum eina nótt í viðbót. Verjendur ákærðu taka til máls að loknum málflutningi saksóknara.Vísir Það stæðist þá ekki, að mati ákæruvaldsins, að Angjelin og Armando hafi rifist áður en Armando hafi verið skotinn. 57 sekúndur hafi liðið frá því að Armando hafi gengið út úr bílskúrnum heima hjá sér, þar til Angjelin og Shpetim keyrðu í burtu. Þá hafi Angjelin jafnframt verið vopnaður, og búinn að skrúfa hljóðdeyfi á skammbyssuna, þegar hann kom að heimil Armandos. Fullyrðingar um rifrildi geti ekki staðist „Angjelin situr fyrir Armando, felur sig og mætir vopnaður á staðinn. Ekki bara með skammbyssu heldur með skammbyssu með hljóðdeyfi. Hann er búinn að skrúfa hann á byssuna áður en hann er kominn,“ sagði Kolbrún. Þá dró hún það jafnframt fram að Angjelin hafi haldið því fram að brotist hafi út hávært rifrildi milli þeirra Armando fyrir framan Rauðagerði 28, Armando hafi verið ógnandi og Angjelin skotið hann í sjálfsvörn. Kolbrún sagði það ekki geta staðist, tvö vitni, sem búsett eru á neðri hæð hússins, hafi ekki heyrt neitt rifrildi fyrir utan og að jafnframt hafi varla gefist tími fyrir nokkuð rifrildi milli Angjelins og Armandos, á þeim 57 sekúndum sem liðu frá því að Armando gekk út úr bílskúrnum heima hjá sér og þar til Angjelin keyrði í burt. „Mat ákæruvaldsins er að þarna hafi átt sér stað hrein og klár aftaka. Það var enginn sáttafundur sem átti að eiga sér þarna stað. Hann [Angjelin] fór þarna til að svipta Armando Beqirai lífi og tókst það,“ sagði Kolbrún. Þá lagði hún áherslu á það að meðákærðu, Shpetim, Claudia og Murat hafi öll vitað af því sem væri yfirvofandi. Þau hafi öll verið meðvituð um það að Angjelin hygðist bana Armando og hafi tekið þátt í að skipuleggja það og unnu saman að því að banatilræðið gengi upp.
Morð í Rauðagerði Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Angjelin Sterkaj fer fram á refsileysi Angjelin Sterkaj, sem er einn þeirra sem ákærð eru fyrir morðið á Armando Beqiri, fer fram á að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði. 17. september 2021 18:56 Faldi sig inni í herbergi af ótta við Angjelin Spænskur vinur Antons Kristins Þórarinssonar segist hafa verið hræddur við Angjelin Sterkaj. Hann hefði falið sig inni í herbergi í íbúð þangað sem Angjelin mætti daginn eftir morðið, af ótta við Angjelin. 16. september 2021 11:21 Lögreglan með viðveru við héraðsdóm vegna Rauðagerðismálsins Rauðagerðismálið þykir afar sérstætt á íslenskan mælikvarða og til marks um það þá hefur lögreglan haft talsverðan viðbúnað Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 15. september 2021 18:33 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Angjelin Sterkaj fer fram á refsileysi Angjelin Sterkaj, sem er einn þeirra sem ákærð eru fyrir morðið á Armando Beqiri, fer fram á að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði. 17. september 2021 18:56
Faldi sig inni í herbergi af ótta við Angjelin Spænskur vinur Antons Kristins Þórarinssonar segist hafa verið hræddur við Angjelin Sterkaj. Hann hefði falið sig inni í herbergi í íbúð þangað sem Angjelin mætti daginn eftir morðið, af ótta við Angjelin. 16. september 2021 11:21
Lögreglan með viðveru við héraðsdóm vegna Rauðagerðismálsins Rauðagerðismálið þykir afar sérstætt á íslenskan mælikvarða og til marks um það þá hefur lögreglan haft talsverðan viðbúnað Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 15. september 2021 18:33