Fótbolti

Full­komin byrjun Bayern heldur á­fram | Villareal skoraði fjögur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bæjarar skoruðu fjögur undir lok leiks.
Bæjarar skoruðu fjögur undir lok leiks. Carlos Rodrigues/Getty Images

Bayern München vann 4-0 sigur á Benfica er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Villareal skoraði einnig fjögur mörk í Sviss.

Þegar tvö mörk höfðu verið tekin af Bæjurum í Portúgal var eflaust farið að fara um gestina frá Þýskalandi. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks fann Leroy Sané netmöskvana með frábæru marki úr aukaspyrnu og kom gestunum frá Bæjaralandi yfir.

Everton varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark tíu mínútum síðar og tveimur mínútum síðar kom Robert Lewandoski gestunum í 3-0. Það var svo Sané sem bætti við öðru marki sínu og fjórða marki Bayern á 84. mínútu.

Lokatölur á Drekavöllum í Portúgal 0-4. Í hinum leik riðilsins hafði Barcelona unnið 1-0 sigur fyrr í kvöld.

Staðan í riðlinum er þannig að Bayern er með fullt hús stiga og markatöluna 12-0 að loknum þremur umferðum. Benfica er með fjögur stig og Barcelona í þriðja sæti með þrjú stig.

Villareal vann öruggan 4-1 útisigur á Young Boys frá Sviss í F-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld. Spánverjarnir halda því í vonina um að komast upp úr riðlinum en Manchester United vann dramatískan 3-2 sigur á Atalanta í kvöld.

Þá gerðu Lille og Sevilla markalaust jafntefli í G-riðli.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir

Meistara­deildar-Ron­aldo kom Manchester United til bjargar

Manchester United kom til baka og vann Atalanta 3-2 á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa verið 0-2 undir í hálfleik. Aftur tryggði Cristiano Ronaldo sigur Man Utd sem er óvænt komið á topp F-riðils Meistaradeildarinnar.

Chelsea rúllaði yfir Malmö

Chelsea átti ekki í teljandi vandræðum með Malmö er liðin mættust á Brúnni í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld, lokatölur 4-0 heimamönnum í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×