Segir Dagnýju hafa varað sig við aðstæðum á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2021 11:30 Dagný Brynjarsdóttir og Katerina Svitkova leika saman með West Ham en verða andstæðingar á föstudaginn í afar mikilvægum landsleik. Getty/Warren Little Katerina Svitková er stærsta stjarnan í liði Tékka sem mæta Íslandi á Laugardalsvelli á föstudag. Hún hlakkar til að glíma við Dagnýju Brynjarsdóttur og segir hana hafa varað sig við aðstæðum á vellinum. Dagný og Svitková leika saman hjá West Ham í ensku úrvalsdeildinni en verða andstæðingar á föstudaginn. „Þetta verður svolítið sérstakur leikur fyrir mig því þarna verður liðsfélagi minn úr West Ham svo það verður smá einkaslagur á milli okkar. Hún [Dagný] spilar á miðjunni og vonandi ég líka svo að það væri gaman að mætast. Ég er viss um að okkar lið býr yfir betri tækni og vonandi getum við sýnt það,“ sagði Svitková við heimasíðu tékkneska knattspyrnusambandsins. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur síðustu tvo leikina á Laugardalsvelli þetta árið, gegn Tékkum á föstudaginn og Kýpverjum næsta þriðjudag, í undankeppni HM. Sagt að taka með sér skrúfutakkaskó Hlífðardúkur hefur verið notaður til að verja völlinn en ljóst er að grasið verður ekki það besta þegar flautað verður til leiks á föstudaginn. Svitková er meðvituð um það eftir að hafa rætt við Dagnýju. „Íslenska liðið er líkamlega sterkt og leikmenn harðir af sér. Aðstæðurnar verða ekki góðar þarna. Liðsfélagi minn ráðlagði mér að taka með skrúfutakkaskó því það verður rigning, drulla og kuldi þarna. Ég veit mjög vel hvað við erum að fara út í. Þetta verður ekki auðvelt,“ sagði Svitková sem var í liði Tékka sem gerði 1-1 jafntefli við Ísland á Laugardalsvelli í september 2018, í síðustu HM-undankeppni. Tékkland er með 4 stig eftir 1-1 jafntefli við Holland á útivelli og 8-0 sigur á Kýpur. Ísland tapaði 2-0 gegn Hollandi á heimavelli í sínum fyrsta leik í undankeppninni. Efsta lið hvers riðils kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. Leikur Íslands og Tékklands er því afar mikilvægur fyrir bæði lið. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Eigum frekar leiðinlega sögu á móti þeim“ „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessum leik,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir um leikinn við Tékkland á föstudaginn sem gæti ráðið miklu um vonir Íslands um að komast á HM í Ástralíu. Tékkar sviptu Ísland síðasta HM-draumi. 20. október 2021 09:00 Ísland án Elínar Mettu í leiknum mikilvæga Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður án Elínar Mettu Jensen, framherja Vals, í komandi landsleikjum gegn Tékklandi og Kýpur í undankeppni HM. 18. október 2021 11:18 Áslaug Munda fékk höfuðhögg og er ekki búin að jafna sig Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er ekki í landsliðshópnum fyrir leikina á móti Tékklandi og Kýpur og landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson útskýrði fjarveru hennar á blaðamannafundi í dag. 7. október 2021 14:47 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Sjá meira
Dagný og Svitková leika saman hjá West Ham í ensku úrvalsdeildinni en verða andstæðingar á föstudaginn. „Þetta verður svolítið sérstakur leikur fyrir mig því þarna verður liðsfélagi minn úr West Ham svo það verður smá einkaslagur á milli okkar. Hún [Dagný] spilar á miðjunni og vonandi ég líka svo að það væri gaman að mætast. Ég er viss um að okkar lið býr yfir betri tækni og vonandi getum við sýnt það,“ sagði Svitková við heimasíðu tékkneska knattspyrnusambandsins. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur síðustu tvo leikina á Laugardalsvelli þetta árið, gegn Tékkum á föstudaginn og Kýpverjum næsta þriðjudag, í undankeppni HM. Sagt að taka með sér skrúfutakkaskó Hlífðardúkur hefur verið notaður til að verja völlinn en ljóst er að grasið verður ekki það besta þegar flautað verður til leiks á föstudaginn. Svitková er meðvituð um það eftir að hafa rætt við Dagnýju. „Íslenska liðið er líkamlega sterkt og leikmenn harðir af sér. Aðstæðurnar verða ekki góðar þarna. Liðsfélagi minn ráðlagði mér að taka með skrúfutakkaskó því það verður rigning, drulla og kuldi þarna. Ég veit mjög vel hvað við erum að fara út í. Þetta verður ekki auðvelt,“ sagði Svitková sem var í liði Tékka sem gerði 1-1 jafntefli við Ísland á Laugardalsvelli í september 2018, í síðustu HM-undankeppni. Tékkland er með 4 stig eftir 1-1 jafntefli við Holland á útivelli og 8-0 sigur á Kýpur. Ísland tapaði 2-0 gegn Hollandi á heimavelli í sínum fyrsta leik í undankeppninni. Efsta lið hvers riðils kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. Leikur Íslands og Tékklands er því afar mikilvægur fyrir bæði lið.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Eigum frekar leiðinlega sögu á móti þeim“ „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessum leik,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir um leikinn við Tékkland á föstudaginn sem gæti ráðið miklu um vonir Íslands um að komast á HM í Ástralíu. Tékkar sviptu Ísland síðasta HM-draumi. 20. október 2021 09:00 Ísland án Elínar Mettu í leiknum mikilvæga Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður án Elínar Mettu Jensen, framherja Vals, í komandi landsleikjum gegn Tékklandi og Kýpur í undankeppni HM. 18. október 2021 11:18 Áslaug Munda fékk höfuðhögg og er ekki búin að jafna sig Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er ekki í landsliðshópnum fyrir leikina á móti Tékklandi og Kýpur og landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson útskýrði fjarveru hennar á blaðamannafundi í dag. 7. október 2021 14:47 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Sjá meira
„Eigum frekar leiðinlega sögu á móti þeim“ „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessum leik,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir um leikinn við Tékkland á föstudaginn sem gæti ráðið miklu um vonir Íslands um að komast á HM í Ástralíu. Tékkar sviptu Ísland síðasta HM-draumi. 20. október 2021 09:00
Ísland án Elínar Mettu í leiknum mikilvæga Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður án Elínar Mettu Jensen, framherja Vals, í komandi landsleikjum gegn Tékklandi og Kýpur í undankeppni HM. 18. október 2021 11:18
Áslaug Munda fékk höfuðhögg og er ekki búin að jafna sig Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er ekki í landsliðshópnum fyrir leikina á móti Tékklandi og Kýpur og landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson útskýrði fjarveru hennar á blaðamannafundi í dag. 7. október 2021 14:47