Lögregla telur yfirkjörstjórn hafa brotið kosningalög Eiður Þór Árnason skrifar 20. október 2021 10:22 Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi vísir/tryggvi páll Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar framkvæmd atkvæðatalningar í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu varðar sektargerðin brot á 104. grein kosningalaga um frágang kjörgagna. Greint hefur verið frá því að yfirkjörstjórnin hafi skilið eftir óinnsigluð atkvæði í sal Hótels Borgarness eftir að talningu lauk. Fyrst var greint frá sektargerðunum í frétt RÚV en þar segir að Ingi hafi fengið hæstu sektargerðina upp á 250 þúsund krónur. Hinir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar hafi svo fengið sektargerð upp á 150 þúsund krónur. Ef þau fallast ekki á að greiða sektina tekur lögreglustjórinn á Vesturlandi ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fólkið ekki enn greitt sektina. Rannsókn lauk í seinustu viku Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, kærði talningu atkvæða í kjördæminu til lögreglu. Rannsókn lauk í síðustu viku og fór málið þá til ákærusviðs. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Karl Gauti hyggst sömuleiðis ekki ræða málið að svo stöddu. Í 104. grein kosningalaga segir að yfirkjörstjórn skuli setja alla notaða kjörseðla undir innsigli og halda gildum og ógildum kjörseðlum sér. Ingi hefur sjálfur greint frá því að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni í kjördæminu. Fleiri ljósmyndir teknar af atkvæðum í salnum Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla aflað ljósmynda sem þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku inn í salnum þar sem atkvæðin voru talin, annars vegar klukkan 8:07 og 9:40 morguninn eftir kjördag. Myndirnar voru teknar á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi og sýna að kjörgögn voru ekki geymd í lokuðum kössum eða undir innsigli. Áður hafði einungis verið greint frá einu setti af ljósmyndum sem birt var á samfélagsmiðlinum Instagram. Þeim var síðar eytt út af miðlinum. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Lögreglumál Tengdar fréttir Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20. október 2021 10:28 Búinn að kæra kosningarnar til lögreglunnar Karl Gauti Hjaltason hefur sent kæru til lögreglunnar á Vesturlandi vegna framkvæmdar kosningar í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögreglan á Vesturlandi móttekið kæruna. 28. september 2021 10:27 Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. 28. september 2021 18:24 Lítið tal um innsigli í greinargerðinni sem vakti áhyggjur landskjörstjórnar Morguninn eftir að lokatölur voru gefnar út í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að átta atkvæði sem tilheyrðu lista Sjálfstæðisflokksins og eitt sem tilheyrði Framsókn hafi verið í atkvæðabunka Viðreisnar. 29. september 2021 20:07 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu varðar sektargerðin brot á 104. grein kosningalaga um frágang kjörgagna. Greint hefur verið frá því að yfirkjörstjórnin hafi skilið eftir óinnsigluð atkvæði í sal Hótels Borgarness eftir að talningu lauk. Fyrst var greint frá sektargerðunum í frétt RÚV en þar segir að Ingi hafi fengið hæstu sektargerðina upp á 250 þúsund krónur. Hinir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar hafi svo fengið sektargerð upp á 150 þúsund krónur. Ef þau fallast ekki á að greiða sektina tekur lögreglustjórinn á Vesturlandi ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fólkið ekki enn greitt sektina. Rannsókn lauk í seinustu viku Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, kærði talningu atkvæða í kjördæminu til lögreglu. Rannsókn lauk í síðustu viku og fór málið þá til ákærusviðs. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Karl Gauti hyggst sömuleiðis ekki ræða málið að svo stöddu. Í 104. grein kosningalaga segir að yfirkjörstjórn skuli setja alla notaða kjörseðla undir innsigli og halda gildum og ógildum kjörseðlum sér. Ingi hefur sjálfur greint frá því að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni í kjördæminu. Fleiri ljósmyndir teknar af atkvæðum í salnum Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla aflað ljósmynda sem þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku inn í salnum þar sem atkvæðin voru talin, annars vegar klukkan 8:07 og 9:40 morguninn eftir kjördag. Myndirnar voru teknar á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi og sýna að kjörgögn voru ekki geymd í lokuðum kössum eða undir innsigli. Áður hafði einungis verið greint frá einu setti af ljósmyndum sem birt var á samfélagsmiðlinum Instagram. Þeim var síðar eytt út af miðlinum.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Lögreglumál Tengdar fréttir Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20. október 2021 10:28 Búinn að kæra kosningarnar til lögreglunnar Karl Gauti Hjaltason hefur sent kæru til lögreglunnar á Vesturlandi vegna framkvæmdar kosningar í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögreglan á Vesturlandi móttekið kæruna. 28. september 2021 10:27 Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. 28. september 2021 18:24 Lítið tal um innsigli í greinargerðinni sem vakti áhyggjur landskjörstjórnar Morguninn eftir að lokatölur voru gefnar út í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að átta atkvæði sem tilheyrðu lista Sjálfstæðisflokksins og eitt sem tilheyrði Framsókn hafi verið í atkvæðabunka Viðreisnar. 29. september 2021 20:07 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira
Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20. október 2021 10:28
Búinn að kæra kosningarnar til lögreglunnar Karl Gauti Hjaltason hefur sent kæru til lögreglunnar á Vesturlandi vegna framkvæmdar kosningar í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögreglan á Vesturlandi móttekið kæruna. 28. september 2021 10:27
Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. 28. september 2021 18:24
Lítið tal um innsigli í greinargerðinni sem vakti áhyggjur landskjörstjórnar Morguninn eftir að lokatölur voru gefnar út í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að átta atkvæði sem tilheyrðu lista Sjálfstæðisflokksins og eitt sem tilheyrði Framsókn hafi verið í atkvæðabunka Viðreisnar. 29. september 2021 20:07