Innlent

Á­kæru­svið skoðar kæru Karls Gauta

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Karl Gauti er einn þeirra jöfnunarþingmanna sem datt út af þingi eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi en í hans stað komst Bergþór Ólason inn. Bergþór og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru nú einu þingmenn Miðflokksins.
Karl Gauti er einn þeirra jöfnunarþingmanna sem datt út af þingi eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi en í hans stað komst Bergþór Ólason inn. Bergþór og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru nú einu þingmenn Miðflokksins. vísir/vilhelm

Rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á kæru Karls Gauta Hjaltasonar á niðurstöðu kosninganna er lokið og málið nú komið til ákærusviðs. 

Karl Gauti segir í samtali við Vísi að hann hafi ekkert heyrt frá lögreglunni eftir að hann kærði málið en hafi lesið að málið væri komið til ákærusviðsins í fjölmiðlum í dag. RÚV greindi fyrst frá því.

„En ég meina, rannsókn er ekki lokið fyrr en að ákærusviðið er búið að klára málið,“ segir Karl Gauti og talar af reynslu í þessum málum sem fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík.

„Oft og tíðum er mál sent aftur til rannsóknar frá ákærusviðinu ef það er eitthvað sem það vill að sé skoðað betur,“ bendir hann á.

Hann er þó ánægður með að málið sé komið til ákærusviðsins. „Rannsóknin greinilega gekk hratt fyrir sig og það er gott.“

Karl Gauti er einn þeirra jöfnunarþingmanna sem datt út af þingi eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi en í hans stað komst Bergþór Ólason inn.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×