Innlent

Búinn að kæra kosningarnar til lög­reglunnar

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Eftir endurtalninguna datt Karl Gauti út sem jöfnunarmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi en Bergþór Ólason fór inn sem jöfnunarmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi í staðinn.
Eftir endurtalninguna datt Karl Gauti út sem jöfnunarmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi en Bergþór Ólason fór inn sem jöfnunarmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi í staðinn. vísir/vilhelm

Karl Gauti Hjalta­son hefur sent kæru til lög­reglunnar á Vestur­landi vegna fram­kvæmdar kosningar í Norð­vestur­kjör­dæmi. Sam­kvæmt upp­lýsingum frétta­stofu hefur lög­reglan á Vestur­landi mót­tekið kæruna.

Karl Gauti stað­festi það við frétta­stofu í gær að hann væri búinn að senda kæruna inn til lög­reglu, sem hann telur besta til þess fallna að upp­lýsa um þá at­burða­rás sem fór fram í Norð­vestur­kjör­dæmi á sunnu­daginn þegar á­kveðið var að telja at­kvæðin aftur.

„Þar virðast at­vik hafa verið með þeim hætti að til dæmis hafi at­kvæða­bunkarnir ekki verið inn­siglaðir. Það þarf að upp­lýsa um það hvernig þetta var ná­kvæm­lega geymt og ef það er minnsti mögu­leiki á því að ein­hver hafi getað nálgast þá, bara mögu­leiki, að þá eru þessir bunkar auð­vitað hand­ó­nýtir,“ segir Karl Gauti.

„Og það er alveg sama hvað þú telur þá lengi. Þeir eru ó­nýtir.“Hann segir að lög­regla verði að upp­lýsa málið og leiða sann­leikann í ljós.

„Við getum ekki liðið það að bíða eftir yfir­lýsingum frá hinum og þessum sem að þessu máli hafa komið. Lög­regla þarf að upp­lýsa þetta á hlut­lausan hátt,“ segir Karl Gauti.

Ekki nokkur leið að styðjast við endurtalninguna

„Síðan er það annað varðandi kosningar að talningar fara þannig fram að þú lýkur ekki talningu með út­gáfu á loka­tölum nema þú sért þess full­viss að allir séu sáttir við talninguna. Það þurfa sem sagt allir í kjör­stjórninni að vera sáttir við talninguna og um­boðs­menn lista líka. Og þegar allir eru orðnir sáttir, búið að telja að þá gefurðu út tölur sem eru loka­tölur.“

Hann segir málið varða gríðar­lega miklu fyrir lýð­ræðið í landinu.

„Mér sýnist strax á þeim upp­lýsingum sem ég hef að um­búnaður kjör­gagna var með þeim hætti greini­lega að það er ekki nokkur leið að styðjast við endur­talninguna sem átti sér stað þarna hálfum sólar­hring eftir að þeir gáfu út loka­tölur. 

Mín skoðun er sú að það er að engu hafandi þær tölur sem komu út úr endur­talningunni vegna þess að at­kvæðin voru geymd á þann hátt. Og þá verður að styðjast við loka­tölurnar sem voru gefnar út þarna um átta um morguninn,“ segir Karl Gauti.


Tengdar fréttir

„Þetta voru góðir níu tímar“

Hljóðið var misgott í þeim sem fengu nú fyrir skemmstu þær fréttir að þeir væru dottnir út sem jöfnunarþingmenn flokka sinna eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Endurtalningin leiddi í ljós mistök í fyrri tölum sem urðu til þess að jöfnunarsæti í fimm kjördæmum breyttust.

Viður­kennir að hafa ekki inn­siglað kjör­seðla og ber fyrir sig hefð

Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu.

Telur eðlilegt að telja aftur í öllum kjördæmum

Oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir slæmt að upplifa að traust á talningu atkvæða hafi rofnað. Hún ásamt fulltrúum þriggja annarra flokka hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í kjördæminu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.