Innlent

Veittust að konu fyrir utan heimili hennar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Vilhelm

Lögregla handtók tvo unga menn í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um ránstilraun í Kópavogi. Mennirnir höfðu veist að konu við heimili hennar, ógnuðu henni með eggvopni og heimtuðu af henni síma og peninga. 

Konan neitaði og sagðist ætla að hringja í lögreglu og hófu mennirnir sig þá á brott. Lögregla handtók þá hins vegar stuttu síðar og voru þeir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar.

Lögregla handtók einnig mann í póstnúmerinu 104 í nótt en sá hafði veist að fólki og reyndist í annarlegu ástandi. Var hann vistaður í fangageymslu sökum ástands.

Þá var tilkynnt um innbrot í vinnuskúr í miðbænum en sá sem lét vita sá mann brjóta rúðu og fara inn. Gerandinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði og ekki er vitað hvort einhverju var stolið.

Fjöldi ökumanna var stöðvaður í umferðinni í gærkvöldi og nótt, flestir undir áhrifum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.