Leið fyrst eins og hún hefði ekki unnið neitt: „Vona að þau hugsi til mín“ Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2021 09:01 Glódís Perla Viggósdóttir á ferðinni í landsleiknum gegn Hollandi í september. Hún hefur einnig leikið í treyju Rosengård og Bayern í ár og átt afar góðu gengi að fagna. vísir/hulda margrét Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mættu til æfinga með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær sem nýkrýndir Svíþjóðarmeistarar. Þær náðu þó aldrei að spila saman hjá meistaraliði Rosengård. Glódís lék fyrstu tólf leiki tímabilsins fyrir Rosengård en var svo keypt til þýsku meistaranna í Bayern München. Guðrún tók svo við keflinu í miðri vörn Rosengård, meðal annars eftir meðmæli Glódísar, og lék sinn áttunda leik þegar liðið vann Piteå á sunnudag og tryggði sér sænska meistaratitilinn, þó að enn séu tvær umferðir eftir. Glódís samgladdist vinkonum sínum og fagnaði heima í Þýskalandi en þurfti smástund til að átta sig á að hún ætti sjálf drjúgan þátt í titlinum: „Þetta er auðvitað mjög sérstakt. Fyrst fékk maður ekki þessa tilfinningu eins og ég hefði unnið neitt. En þegar maður pælir aðeins í því þá átti ég alveg stóran þátt í þessu svo það er geggjað að þær hafi getað klárað dæmið,“ segir Glódís. Fannst þetta rétti tímapunkturinn þó að hún myndi missa af gullinu Hún skildi við Rosengård þegar liðið var með 32 stig eftir 12 umferðir, sex stigum á undan Häcken. „Útlitið var rosalega gott enda vorum við bara búnar að gera tvö jafntefli (vinna aðra leiki) og fá á okkur tvö mörk. Það hefði verið ótrúlega gaman að klára þetta með þeim en mér fannst ég vera klár í næsta skref. Mér leið eins og að þetta væri rétti tímapunkturinn þrátt fyrir að ég vissi að ég myndi þá missa af gullinu,“ segir Glódís. Hún missir vissulega af verðlaunaafhendingunni en fær hún ekki gullmedalíu í pósti? „Ég veit það ekki. Ég hef ekkert spurt. Það kemur bara í ljós. Ég vona að þau hugsi til mín alla vega,“ segir Glódís létt. Glódís Perla Viggósdóttir lék með Rosengård fyrri hluta leiktíðarinnar í Svíþjóð og mætti meðal annars Bayern München í Meistaradeildinni í mars. Bayern keypti hana svo í sumar.Getty/Michael Campanella Glódís hafði áður orðið sænskur meistari með Rosengård árið 2019, og tvisvar Íslandsmeistari með Stjörnunni. Nú einbeitir hún sér að því að vinna titla með Bayern, þar sem sigurkrafan er skýr, en hún er stolt af sínu gamla liði að hafa klárað að landa sænska meistaratitlinum: „Klúbburinn lenti í rosalegum aðstæðum í sumar þegar hann missti fullt af leikmönnum og þjálfarann, og það er geggjað að þær hafi náð að klára þetta svona sannfærandi. Við vorum fjórar sem fórum á svipuðum tíma í sumar, og tveir leikmenn slitu krossband um svipað leyti, svo að þarna fóru sex leikmenn á stuttum tíma en það komu vissulega aðrar inn í staðinn. Ég fylgist alltaf með Rosengård. Það eru enn þarna bestu vinkonur mínar að spila með liðinu svo ég tala mikið við þær og reyni að sjá alla leiki sem ég get,“ segir Glódís. Hafði ekkert nema gott um Guðrúnu að segja Eins og fyrr segir þá má segja að Guðrún hafi komið í hennar stað, eftir þrjú ár hjá Djurgården, en hafði Glódís eitthvað með komu landa síns að gera? „Já og nei. Ég var spurð út í hvað mér fyndist um hana Guðrúnu. Ég hafði auðvitað ekkert nema gott um hana að segja. Ég held að hún hafi komið ótrúlega vel inn í þetta og staðið sig vel. Það er aldrei auðvelt að koma inn í lið á miðju tímabili en mér finnst hún hafa sannað strax að hún á skilið að vera þarna.“ Glódís verður í eldlínunni með Íslandi á föstudagskvöld þegar liðið mætir Tékklandi í afar mikilvægum leik í undankeppni HM. Liðið leikur svo gegn Kýpur á þriðjudaginn í næstu viku en báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli. Sænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Guðrún Arnardóttir meistari í Svíþjóð Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengard unnu í dag sænska meistaratitilinn þegar liðið sigraði Pitea, 2-3. 17. október 2021 15:00 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira
Glódís lék fyrstu tólf leiki tímabilsins fyrir Rosengård en var svo keypt til þýsku meistaranna í Bayern München. Guðrún tók svo við keflinu í miðri vörn Rosengård, meðal annars eftir meðmæli Glódísar, og lék sinn áttunda leik þegar liðið vann Piteå á sunnudag og tryggði sér sænska meistaratitilinn, þó að enn séu tvær umferðir eftir. Glódís samgladdist vinkonum sínum og fagnaði heima í Þýskalandi en þurfti smástund til að átta sig á að hún ætti sjálf drjúgan þátt í titlinum: „Þetta er auðvitað mjög sérstakt. Fyrst fékk maður ekki þessa tilfinningu eins og ég hefði unnið neitt. En þegar maður pælir aðeins í því þá átti ég alveg stóran þátt í þessu svo það er geggjað að þær hafi getað klárað dæmið,“ segir Glódís. Fannst þetta rétti tímapunkturinn þó að hún myndi missa af gullinu Hún skildi við Rosengård þegar liðið var með 32 stig eftir 12 umferðir, sex stigum á undan Häcken. „Útlitið var rosalega gott enda vorum við bara búnar að gera tvö jafntefli (vinna aðra leiki) og fá á okkur tvö mörk. Það hefði verið ótrúlega gaman að klára þetta með þeim en mér fannst ég vera klár í næsta skref. Mér leið eins og að þetta væri rétti tímapunkturinn þrátt fyrir að ég vissi að ég myndi þá missa af gullinu,“ segir Glódís. Hún missir vissulega af verðlaunaafhendingunni en fær hún ekki gullmedalíu í pósti? „Ég veit það ekki. Ég hef ekkert spurt. Það kemur bara í ljós. Ég vona að þau hugsi til mín alla vega,“ segir Glódís létt. Glódís Perla Viggósdóttir lék með Rosengård fyrri hluta leiktíðarinnar í Svíþjóð og mætti meðal annars Bayern München í Meistaradeildinni í mars. Bayern keypti hana svo í sumar.Getty/Michael Campanella Glódís hafði áður orðið sænskur meistari með Rosengård árið 2019, og tvisvar Íslandsmeistari með Stjörnunni. Nú einbeitir hún sér að því að vinna titla með Bayern, þar sem sigurkrafan er skýr, en hún er stolt af sínu gamla liði að hafa klárað að landa sænska meistaratitlinum: „Klúbburinn lenti í rosalegum aðstæðum í sumar þegar hann missti fullt af leikmönnum og þjálfarann, og það er geggjað að þær hafi náð að klára þetta svona sannfærandi. Við vorum fjórar sem fórum á svipuðum tíma í sumar, og tveir leikmenn slitu krossband um svipað leyti, svo að þarna fóru sex leikmenn á stuttum tíma en það komu vissulega aðrar inn í staðinn. Ég fylgist alltaf með Rosengård. Það eru enn þarna bestu vinkonur mínar að spila með liðinu svo ég tala mikið við þær og reyni að sjá alla leiki sem ég get,“ segir Glódís. Hafði ekkert nema gott um Guðrúnu að segja Eins og fyrr segir þá má segja að Guðrún hafi komið í hennar stað, eftir þrjú ár hjá Djurgården, en hafði Glódís eitthvað með komu landa síns að gera? „Já og nei. Ég var spurð út í hvað mér fyndist um hana Guðrúnu. Ég hafði auðvitað ekkert nema gott um hana að segja. Ég held að hún hafi komið ótrúlega vel inn í þetta og staðið sig vel. Það er aldrei auðvelt að koma inn í lið á miðju tímabili en mér finnst hún hafa sannað strax að hún á skilið að vera þarna.“ Glódís verður í eldlínunni með Íslandi á föstudagskvöld þegar liðið mætir Tékklandi í afar mikilvægum leik í undankeppni HM. Liðið leikur svo gegn Kýpur á þriðjudaginn í næstu viku en báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli.
Sænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Guðrún Arnardóttir meistari í Svíþjóð Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengard unnu í dag sænska meistaratitilinn þegar liðið sigraði Pitea, 2-3. 17. október 2021 15:00 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira
Guðrún Arnardóttir meistari í Svíþjóð Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengard unnu í dag sænska meistaratitilinn þegar liðið sigraði Pitea, 2-3. 17. október 2021 15:00