VG í snúinni stöðu vegna heilbrigðismála Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. október 2021 09:00 Eiríkur Bergmann rýnir í stjórnarmyndunarviðræðurnar fyrir lesendur Vísis. vísir Ekkert hefur bent til annars en að sitjandi ríkisstjórn haldi áfram störfum sínum á næsta kjörtímabili. Formenn flokkanna þriggja hafa fundað reglulega frá kosningum og má búast við að stjórnarmyndunarviðræðurnar haldi áfram næstu vikurnar en eins og prófessor í stjórnmálafræði bendir á liggur þeim alls ekkert á að semja stjórnarsáttmálann og geta tekið sér allan þann tíma sem þeim hentar. Formennirnir hafa haldið spilunum þétt að sér í viðræðum sínum og það hefur reynst erfitt að ná nokkrum fréttum af því sem gerist á þeirra fundum, eins og nokkrir stjórnarþingmenn hafa sjálfir nefnt við blaðamann. Helstu málin sem þeir hafa nefnt við fjölmiðla fyrir síðustu fundi sína hafa verið orkumál, félagsmál og loftslagsmál. „En ég held að það sé nú reyndar mjög tilviljanakennt hvað af því sem rætt er við borðið kemur út og dúkkar upp í fréttum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, í samtali við fréttamann sem sló á þráðinn til hans til að fiska eftir greiningu á stjórnarmyndunarviðræðunum. Hann telur nokkuð ljóst að ríkisstjórnin muni halda áfram á næsta kjörtímabili. „Það er allavega ekkert sem hefur komið fram sem bendir til annars en þau séu einfaldlega bara að ræða sig að niðurstöðu.“ Það taki þó eflaust tíma fyrir flokkana að ná saman eftir síðasta kjörtímabil. VG verði að gefa eftir í heilbrigðismálunum „Staðreynd málsins er auðvitað sú að það er feikilega langt á milli þessara flokka í gríðarstórum málum. Og eiginlega í grundvallarmálum. Það er bara stóri vandinn og mikil áskorun fyrir þá að ná saman um þau núna. Og það má segja að það sé auðveldara fyrir svona flokka að starfa saman yfir styttri tíma þar sem hægt er að fresta stóru ágreiningsmálunum þar sem er alger gjá á milli flokkanna. En eftir því sem tíminn líður þá verður meira aðkallandi að takast á við slík mál sem svona ríkisstjórn getur í raun ekki gert annað en bara sett til hliðar.“ Við nefnum heilbrigðismálin sem dæmi. „Heilbrigðiskerfið hefur setið á hakanum vegna öndverðrar afstöðu pólanna tveggja í þessari ríkisstjórn til þessa. Og það gat gengið í einhvern tíma, bara að halda horfinu og lappa upp á kerfið frekar heldur en að takast á við grundvallarmál í því. En það held ég að sé einfaldlega ekki hægt lengur og nú þurfi flokkarnir að takast á við slík mál,“ segir Eiríkur. Það mátti greina af tali þingmanna ríkisstjórnarflokkanna undir lok síðasta kjörtímabils að Sjálfstæðismenn vildu hleypa meiri einkarekstri inn í heilbrigðiskerfið til að létta á Landspítalanum og Framsóknarmenn töluðu á svipaða leið. Vinstri græn hafa aftur á móti verið mjög andsnúin slíkri hugmyndafræði og hefur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðið í vegi fyrir ýmsum breytingum í þá átt. Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem blaðamaður hefur rætt við hafa farið afar hörðum orðum um störf Svandísar og má greina mikla andstöðu úr þeirra röðum við að hún fái að halda áfram sem heilbrigðisráðherra. „VG mun alveg örugglega þurfa að gefa eftir í þessu máli eins og mörgum öðrum. Það blasir við,“ segir Eiríkur og bætir svo við: „Alveg eins og hinir flokkarnir þurfa að gefa eftir í ákveðnum málum líka.“ Erfiðast fyrir VG að lifa með hinum flokkunum Hann segir þó ómögulegt að spá fyrir um hvort Svandís haldi áfram sem heilbrigðisráðherra. „En það er ekkert óeðlilegt að heilbrigðismálin skipti um hendur við þessar aðstæður sem eru uppi núna.“ Hann telur viðræðurnar erfiðastar fyrir VG. „Að mörgu leyti er snúnara fyrir VG að ná lendingunni. Og mér sýnist það verða snúnara fyrir VG að lifa með þessu. En það sýndi sig nú reyndar á síðasta kjörtímabili að þau hafi fundið ágæta leið til þess,“ segir Eiríkur. Engin stór baráttumál hjá Framsókn Við spyrjum hann út í kosningasigur Framsóknar og hvort hann styrki ekki stöðu Sigurðar Inga Jóhannssonar í stjórnarmyndunarviðræðunum. Hvaða mál vill Framsókn koma inn í stjórnarsáttmálann? „Í þessari ríkisstjórn hefur Framsóknarflokkurinn verið svona eins og jafnvægispunkturinn í vegasaltinu á milli Sjálfstæðisflokksins og VG þannig ég held nú að framsóknarflokkurinn hafi unað hag sínum mjög vel, málefnalega séð, í þessu stjórnarsamstarfi,“ segir Eiríkur. „Þannig það eru í rauninni ekki stór baráttumál hjá Framsókn, sýnist mér, sem þau eru eitthvað að reyna að lemja í gegn. Það er bara einfaldlega ekki þannig vegna þess að hin málefnalega þungamiðja hefur bara legið hjá þeim. Þetta snýst kannski frekar um að Framsókn sér fyrir sér að fá eitthvað meira vægi í næstu ríkisstjórn heldur en í þeirri fyrri.“ Hann nefnir þar möguleikann á nýju ráðuneyti sem Framsókn fengi í hendurnar eða hugmynd sem nokkuð hefur borið á undanfarið um að breyta samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í innviðaráðuneyti, sem fleiri málaflokkar myndu heyra undir, og Sigurður Ingi fengi að ráða yfir. Sjálfstæðismenn þurfi ekki að búa við ónot En hvað með Sjálfstæðismenn? Þeir voru margir hverjir orðnir afar þreyttir á samstarfinu við Vinstri græn. Höndla þeir annað kjörtímabil? „Já, já. Mér finnst það ekkert útilokað. Miðað við þessa niðurstöðu kosninganna þá held ég það nú. Þeir ættu ekkert að þurfa að búa við of mikil ónot í þessu samstarfi,“ segir Eiríkur. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tæplega 60 prósent vilja Katrínu áfram sem forsætisráðherra Tæp 58% kjósenda vilja að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, verði áfram forsætisráðherra Íslands. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu. 12. október 2021 13:33 Gefa sér þann tíma sem þarf Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir hann og formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, vilja vanda sig í stjórnarmyndunarviðræðum. Það séu áskoranir í viðræðunum sem hafi ekki verið leystar á síðustu fjórum árum og það sé verið að vinna í því. 12. október 2021 12:24 Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4. október 2021 11:36 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Formennirnir hafa haldið spilunum þétt að sér í viðræðum sínum og það hefur reynst erfitt að ná nokkrum fréttum af því sem gerist á þeirra fundum, eins og nokkrir stjórnarþingmenn hafa sjálfir nefnt við blaðamann. Helstu málin sem þeir hafa nefnt við fjölmiðla fyrir síðustu fundi sína hafa verið orkumál, félagsmál og loftslagsmál. „En ég held að það sé nú reyndar mjög tilviljanakennt hvað af því sem rætt er við borðið kemur út og dúkkar upp í fréttum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, í samtali við fréttamann sem sló á þráðinn til hans til að fiska eftir greiningu á stjórnarmyndunarviðræðunum. Hann telur nokkuð ljóst að ríkisstjórnin muni halda áfram á næsta kjörtímabili. „Það er allavega ekkert sem hefur komið fram sem bendir til annars en þau séu einfaldlega bara að ræða sig að niðurstöðu.“ Það taki þó eflaust tíma fyrir flokkana að ná saman eftir síðasta kjörtímabil. VG verði að gefa eftir í heilbrigðismálunum „Staðreynd málsins er auðvitað sú að það er feikilega langt á milli þessara flokka í gríðarstórum málum. Og eiginlega í grundvallarmálum. Það er bara stóri vandinn og mikil áskorun fyrir þá að ná saman um þau núna. Og það má segja að það sé auðveldara fyrir svona flokka að starfa saman yfir styttri tíma þar sem hægt er að fresta stóru ágreiningsmálunum þar sem er alger gjá á milli flokkanna. En eftir því sem tíminn líður þá verður meira aðkallandi að takast á við slík mál sem svona ríkisstjórn getur í raun ekki gert annað en bara sett til hliðar.“ Við nefnum heilbrigðismálin sem dæmi. „Heilbrigðiskerfið hefur setið á hakanum vegna öndverðrar afstöðu pólanna tveggja í þessari ríkisstjórn til þessa. Og það gat gengið í einhvern tíma, bara að halda horfinu og lappa upp á kerfið frekar heldur en að takast á við grundvallarmál í því. En það held ég að sé einfaldlega ekki hægt lengur og nú þurfi flokkarnir að takast á við slík mál,“ segir Eiríkur. Það mátti greina af tali þingmanna ríkisstjórnarflokkanna undir lok síðasta kjörtímabils að Sjálfstæðismenn vildu hleypa meiri einkarekstri inn í heilbrigðiskerfið til að létta á Landspítalanum og Framsóknarmenn töluðu á svipaða leið. Vinstri græn hafa aftur á móti verið mjög andsnúin slíkri hugmyndafræði og hefur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðið í vegi fyrir ýmsum breytingum í þá átt. Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem blaðamaður hefur rætt við hafa farið afar hörðum orðum um störf Svandísar og má greina mikla andstöðu úr þeirra röðum við að hún fái að halda áfram sem heilbrigðisráðherra. „VG mun alveg örugglega þurfa að gefa eftir í þessu máli eins og mörgum öðrum. Það blasir við,“ segir Eiríkur og bætir svo við: „Alveg eins og hinir flokkarnir þurfa að gefa eftir í ákveðnum málum líka.“ Erfiðast fyrir VG að lifa með hinum flokkunum Hann segir þó ómögulegt að spá fyrir um hvort Svandís haldi áfram sem heilbrigðisráðherra. „En það er ekkert óeðlilegt að heilbrigðismálin skipti um hendur við þessar aðstæður sem eru uppi núna.“ Hann telur viðræðurnar erfiðastar fyrir VG. „Að mörgu leyti er snúnara fyrir VG að ná lendingunni. Og mér sýnist það verða snúnara fyrir VG að lifa með þessu. En það sýndi sig nú reyndar á síðasta kjörtímabili að þau hafi fundið ágæta leið til þess,“ segir Eiríkur. Engin stór baráttumál hjá Framsókn Við spyrjum hann út í kosningasigur Framsóknar og hvort hann styrki ekki stöðu Sigurðar Inga Jóhannssonar í stjórnarmyndunarviðræðunum. Hvaða mál vill Framsókn koma inn í stjórnarsáttmálann? „Í þessari ríkisstjórn hefur Framsóknarflokkurinn verið svona eins og jafnvægispunkturinn í vegasaltinu á milli Sjálfstæðisflokksins og VG þannig ég held nú að framsóknarflokkurinn hafi unað hag sínum mjög vel, málefnalega séð, í þessu stjórnarsamstarfi,“ segir Eiríkur. „Þannig það eru í rauninni ekki stór baráttumál hjá Framsókn, sýnist mér, sem þau eru eitthvað að reyna að lemja í gegn. Það er bara einfaldlega ekki þannig vegna þess að hin málefnalega þungamiðja hefur bara legið hjá þeim. Þetta snýst kannski frekar um að Framsókn sér fyrir sér að fá eitthvað meira vægi í næstu ríkisstjórn heldur en í þeirri fyrri.“ Hann nefnir þar möguleikann á nýju ráðuneyti sem Framsókn fengi í hendurnar eða hugmynd sem nokkuð hefur borið á undanfarið um að breyta samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í innviðaráðuneyti, sem fleiri málaflokkar myndu heyra undir, og Sigurður Ingi fengi að ráða yfir. Sjálfstæðismenn þurfi ekki að búa við ónot En hvað með Sjálfstæðismenn? Þeir voru margir hverjir orðnir afar þreyttir á samstarfinu við Vinstri græn. Höndla þeir annað kjörtímabil? „Já, já. Mér finnst það ekkert útilokað. Miðað við þessa niðurstöðu kosninganna þá held ég það nú. Þeir ættu ekkert að þurfa að búa við of mikil ónot í þessu samstarfi,“ segir Eiríkur.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tæplega 60 prósent vilja Katrínu áfram sem forsætisráðherra Tæp 58% kjósenda vilja að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, verði áfram forsætisráðherra Íslands. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu. 12. október 2021 13:33 Gefa sér þann tíma sem þarf Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir hann og formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, vilja vanda sig í stjórnarmyndunarviðræðum. Það séu áskoranir í viðræðunum sem hafi ekki verið leystar á síðustu fjórum árum og það sé verið að vinna í því. 12. október 2021 12:24 Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4. október 2021 11:36 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Tæplega 60 prósent vilja Katrínu áfram sem forsætisráðherra Tæp 58% kjósenda vilja að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, verði áfram forsætisráðherra Íslands. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu. 12. október 2021 13:33
Gefa sér þann tíma sem þarf Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir hann og formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, vilja vanda sig í stjórnarmyndunarviðræðum. Það séu áskoranir í viðræðunum sem hafi ekki verið leystar á síðustu fjórum árum og það sé verið að vinna í því. 12. október 2021 12:24
Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4. október 2021 11:36