Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2021 12:15 Sigurður Ingi Jóhannsson segir stórsigur Framsóknarflokksins í kosningunum hafa skapað aukinn meirihluta ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins komu saman í Ráðherrabústaðnum í morgun til að halda áfram viðræðum um grundvöll að áframhaldandi stjórnarsamstarfi flokkanna. Í gær fór þau út fyrir borgina og tóku daginn í viðræðurnar. Hvernig miðaði ykkur áfram í gær? Bjarni Benediktsson segir góðan anda í viðræðum formannanna sem leysa þurfi erfið mál frá liðnu kjörtímabili og leggja línurnar fyrir þau tækifæri sem blasi við þjóðinni á næsta kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Jú þetta tekur bara tíma. Þetta tekur tíma,“ sagði Bjarni þegar hann mætti til fundarins í morgun. Í Morgunblaðinu og Kjarnanum í dag er fullyrt að formennirnir séu meðal annars farnir að ræða fjölgun ráðuneyta og hversu mörg ráðuneyti falli í hlut hvers flokks. „Það er ekkert komið á þetta stig. Við erum bara að ræða það sem reyndist ríkisstjórnarflokkunum kannski erfitt að fást við á síðasta kjörtímabili. Svo erum við auðvitað að reyna að stilla saman strengi varðandi þá spennandi framtíð sem við teljum að sé til staðar fyrir okkur Íslendinga og passa upp á að við grípum þau tækifæri sem bíða okkar á kjörtímabilinu,“ segir Bjarni. Það þurfi að liggja fyrir í næstu viku hvort flokkarnir ætli sér að starfa áfram saman í ríkisstjórn. Sigurður Ingi telur að formennirnir muni komast langleiðina í dag eða um helgina með að ákveða hvort þeim óformlegu viðræðum sem nú standi yfir verði breytt í formlegar stjórnarmyndunarviðræður Eitthvað til í því að þú sért að krefjast fleiri ráðherrastóla í ljósi sigurs Framsóknarflokksins í kosningunum? „Það er náttúrlega alveg ljóst að stórsigur Framsóknarflokksins skóp þennan aukna meirihluta þessarar ríkisstjórnar. Ég túlka það annars vegar sem sigur ríkisstjórnarinnar í heild sinni en klárlega líka að þau áherslumál sem við vorum með var það sem fólk kaus. Þau hljóta að endurspeglast í þessarri vinnu okkar,“ segir Sigurður Ingi. Katrín Jakobsdóttir segir flokkanna meðal annars vera að ræða flutning verkefna milli ráðuneyta. Katrín átti fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands í morgun. Þar gerði hún forsetanum grein fyrir stöðunni. Stjórnarflokkarnir hafi fengið mjög afgerandi skilaboð um stuðning við ríkisstjórnina í kosningunum. „Við erum ekki að ræða um hvernig verði skipað til verka. En við erum að velta fyrir okkur ákveðnum breytingum og tilflutningi verkefna og annað slíkt.“ Þannig að það er eitthvað til í því að þið kannski færið verkefni á milli ráðuneyta og jafnvel fjölgið þeim? „Við erum sérstaklega að skoða tilflutning. Við erum ekki komin lengra en það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Formenn stjórnarflokkanna funduðu utanbæjar í dag Formenn stjórnarflokkanna þau Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Bendiktsson, funduðu utan höfuðborgarsvæðisins í dag um grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála. 30. september 2021 18:56 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins komu saman í Ráðherrabústaðnum í morgun til að halda áfram viðræðum um grundvöll að áframhaldandi stjórnarsamstarfi flokkanna. Í gær fór þau út fyrir borgina og tóku daginn í viðræðurnar. Hvernig miðaði ykkur áfram í gær? Bjarni Benediktsson segir góðan anda í viðræðum formannanna sem leysa þurfi erfið mál frá liðnu kjörtímabili og leggja línurnar fyrir þau tækifæri sem blasi við þjóðinni á næsta kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Jú þetta tekur bara tíma. Þetta tekur tíma,“ sagði Bjarni þegar hann mætti til fundarins í morgun. Í Morgunblaðinu og Kjarnanum í dag er fullyrt að formennirnir séu meðal annars farnir að ræða fjölgun ráðuneyta og hversu mörg ráðuneyti falli í hlut hvers flokks. „Það er ekkert komið á þetta stig. Við erum bara að ræða það sem reyndist ríkisstjórnarflokkunum kannski erfitt að fást við á síðasta kjörtímabili. Svo erum við auðvitað að reyna að stilla saman strengi varðandi þá spennandi framtíð sem við teljum að sé til staðar fyrir okkur Íslendinga og passa upp á að við grípum þau tækifæri sem bíða okkar á kjörtímabilinu,“ segir Bjarni. Það þurfi að liggja fyrir í næstu viku hvort flokkarnir ætli sér að starfa áfram saman í ríkisstjórn. Sigurður Ingi telur að formennirnir muni komast langleiðina í dag eða um helgina með að ákveða hvort þeim óformlegu viðræðum sem nú standi yfir verði breytt í formlegar stjórnarmyndunarviðræður Eitthvað til í því að þú sért að krefjast fleiri ráðherrastóla í ljósi sigurs Framsóknarflokksins í kosningunum? „Það er náttúrlega alveg ljóst að stórsigur Framsóknarflokksins skóp þennan aukna meirihluta þessarar ríkisstjórnar. Ég túlka það annars vegar sem sigur ríkisstjórnarinnar í heild sinni en klárlega líka að þau áherslumál sem við vorum með var það sem fólk kaus. Þau hljóta að endurspeglast í þessarri vinnu okkar,“ segir Sigurður Ingi. Katrín Jakobsdóttir segir flokkanna meðal annars vera að ræða flutning verkefna milli ráðuneyta. Katrín átti fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands í morgun. Þar gerði hún forsetanum grein fyrir stöðunni. Stjórnarflokkarnir hafi fengið mjög afgerandi skilaboð um stuðning við ríkisstjórnina í kosningunum. „Við erum ekki að ræða um hvernig verði skipað til verka. En við erum að velta fyrir okkur ákveðnum breytingum og tilflutningi verkefna og annað slíkt.“ Þannig að það er eitthvað til í því að þið kannski færið verkefni á milli ráðuneyta og jafnvel fjölgið þeim? „Við erum sérstaklega að skoða tilflutning. Við erum ekki komin lengra en það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Formenn stjórnarflokkanna funduðu utanbæjar í dag Formenn stjórnarflokkanna þau Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Bendiktsson, funduðu utan höfuðborgarsvæðisins í dag um grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála. 30. september 2021 18:56 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47
Formenn stjórnarflokkanna funduðu utanbæjar í dag Formenn stjórnarflokkanna þau Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Bendiktsson, funduðu utan höfuðborgarsvæðisins í dag um grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála. 30. september 2021 18:56