Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2021 12:15 Sigurður Ingi Jóhannsson segir stórsigur Framsóknarflokksins í kosningunum hafa skapað aukinn meirihluta ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins komu saman í Ráðherrabústaðnum í morgun til að halda áfram viðræðum um grundvöll að áframhaldandi stjórnarsamstarfi flokkanna. Í gær fór þau út fyrir borgina og tóku daginn í viðræðurnar. Hvernig miðaði ykkur áfram í gær? Bjarni Benediktsson segir góðan anda í viðræðum formannanna sem leysa þurfi erfið mál frá liðnu kjörtímabili og leggja línurnar fyrir þau tækifæri sem blasi við þjóðinni á næsta kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Jú þetta tekur bara tíma. Þetta tekur tíma,“ sagði Bjarni þegar hann mætti til fundarins í morgun. Í Morgunblaðinu og Kjarnanum í dag er fullyrt að formennirnir séu meðal annars farnir að ræða fjölgun ráðuneyta og hversu mörg ráðuneyti falli í hlut hvers flokks. „Það er ekkert komið á þetta stig. Við erum bara að ræða það sem reyndist ríkisstjórnarflokkunum kannski erfitt að fást við á síðasta kjörtímabili. Svo erum við auðvitað að reyna að stilla saman strengi varðandi þá spennandi framtíð sem við teljum að sé til staðar fyrir okkur Íslendinga og passa upp á að við grípum þau tækifæri sem bíða okkar á kjörtímabilinu,“ segir Bjarni. Það þurfi að liggja fyrir í næstu viku hvort flokkarnir ætli sér að starfa áfram saman í ríkisstjórn. Sigurður Ingi telur að formennirnir muni komast langleiðina í dag eða um helgina með að ákveða hvort þeim óformlegu viðræðum sem nú standi yfir verði breytt í formlegar stjórnarmyndunarviðræður Eitthvað til í því að þú sért að krefjast fleiri ráðherrastóla í ljósi sigurs Framsóknarflokksins í kosningunum? „Það er náttúrlega alveg ljóst að stórsigur Framsóknarflokksins skóp þennan aukna meirihluta þessarar ríkisstjórnar. Ég túlka það annars vegar sem sigur ríkisstjórnarinnar í heild sinni en klárlega líka að þau áherslumál sem við vorum með var það sem fólk kaus. Þau hljóta að endurspeglast í þessarri vinnu okkar,“ segir Sigurður Ingi. Katrín Jakobsdóttir segir flokkanna meðal annars vera að ræða flutning verkefna milli ráðuneyta. Katrín átti fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands í morgun. Þar gerði hún forsetanum grein fyrir stöðunni. Stjórnarflokkarnir hafi fengið mjög afgerandi skilaboð um stuðning við ríkisstjórnina í kosningunum. „Við erum ekki að ræða um hvernig verði skipað til verka. En við erum að velta fyrir okkur ákveðnum breytingum og tilflutningi verkefna og annað slíkt.“ Þannig að það er eitthvað til í því að þið kannski færið verkefni á milli ráðuneyta og jafnvel fjölgið þeim? „Við erum sérstaklega að skoða tilflutning. Við erum ekki komin lengra en það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Formenn stjórnarflokkanna funduðu utanbæjar í dag Formenn stjórnarflokkanna þau Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Bendiktsson, funduðu utan höfuðborgarsvæðisins í dag um grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála. 30. september 2021 18:56 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins komu saman í Ráðherrabústaðnum í morgun til að halda áfram viðræðum um grundvöll að áframhaldandi stjórnarsamstarfi flokkanna. Í gær fór þau út fyrir borgina og tóku daginn í viðræðurnar. Hvernig miðaði ykkur áfram í gær? Bjarni Benediktsson segir góðan anda í viðræðum formannanna sem leysa þurfi erfið mál frá liðnu kjörtímabili og leggja línurnar fyrir þau tækifæri sem blasi við þjóðinni á næsta kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Jú þetta tekur bara tíma. Þetta tekur tíma,“ sagði Bjarni þegar hann mætti til fundarins í morgun. Í Morgunblaðinu og Kjarnanum í dag er fullyrt að formennirnir séu meðal annars farnir að ræða fjölgun ráðuneyta og hversu mörg ráðuneyti falli í hlut hvers flokks. „Það er ekkert komið á þetta stig. Við erum bara að ræða það sem reyndist ríkisstjórnarflokkunum kannski erfitt að fást við á síðasta kjörtímabili. Svo erum við auðvitað að reyna að stilla saman strengi varðandi þá spennandi framtíð sem við teljum að sé til staðar fyrir okkur Íslendinga og passa upp á að við grípum þau tækifæri sem bíða okkar á kjörtímabilinu,“ segir Bjarni. Það þurfi að liggja fyrir í næstu viku hvort flokkarnir ætli sér að starfa áfram saman í ríkisstjórn. Sigurður Ingi telur að formennirnir muni komast langleiðina í dag eða um helgina með að ákveða hvort þeim óformlegu viðræðum sem nú standi yfir verði breytt í formlegar stjórnarmyndunarviðræður Eitthvað til í því að þú sért að krefjast fleiri ráðherrastóla í ljósi sigurs Framsóknarflokksins í kosningunum? „Það er náttúrlega alveg ljóst að stórsigur Framsóknarflokksins skóp þennan aukna meirihluta þessarar ríkisstjórnar. Ég túlka það annars vegar sem sigur ríkisstjórnarinnar í heild sinni en klárlega líka að þau áherslumál sem við vorum með var það sem fólk kaus. Þau hljóta að endurspeglast í þessarri vinnu okkar,“ segir Sigurður Ingi. Katrín Jakobsdóttir segir flokkanna meðal annars vera að ræða flutning verkefna milli ráðuneyta. Katrín átti fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands í morgun. Þar gerði hún forsetanum grein fyrir stöðunni. Stjórnarflokkarnir hafi fengið mjög afgerandi skilaboð um stuðning við ríkisstjórnina í kosningunum. „Við erum ekki að ræða um hvernig verði skipað til verka. En við erum að velta fyrir okkur ákveðnum breytingum og tilflutningi verkefna og annað slíkt.“ Þannig að það er eitthvað til í því að þið kannski færið verkefni á milli ráðuneyta og jafnvel fjölgið þeim? „Við erum sérstaklega að skoða tilflutning. Við erum ekki komin lengra en það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Formenn stjórnarflokkanna funduðu utanbæjar í dag Formenn stjórnarflokkanna þau Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Bendiktsson, funduðu utan höfuðborgarsvæðisins í dag um grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála. 30. september 2021 18:56 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47
Formenn stjórnarflokkanna funduðu utanbæjar í dag Formenn stjórnarflokkanna þau Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Bendiktsson, funduðu utan höfuðborgarsvæðisins í dag um grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála. 30. september 2021 18:56