Tæplega 60 prósent vilja Katrínu áfram sem forsætisráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2021 13:33 Tæp sextíu prósent vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra Íslands. Vísir/Vilhelm Tæp 58% kjósenda vilja að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, verði áfram forsætisráðherra Íslands. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu. Enginn annar formaður flokks komst með tærnar þar sem Katrín hefur hælana samkvæmt könnuninni, sem fór fram dagana 27. september til 7. október og 946 tóku þátt í. Lang flestir vilja Katrínu Jakobsdóttur áfram sem forsætisráðherra.Maskína Svarendum bauðst að velja milli átta formanna: Katrínar Jakobsdóttur, Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsókarflokksins, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, í Pírötum, Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, Þorgerðar Katrínar Gunnlaugsdóttur, formanns Viðreisnar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Eins og áður segir vilja tæplega 60 prósent að Katrín verði áfram forsætisráðherra, eða 57,6 prósent. Næst á eftir henni kemur Sigurður Ingi, en 9,8 prósent svarenda vildu fá hann sem næsta forsætisráðherra. 7,6 prósent vilja Bjarna Benediktsson, 6,3 prósent vilja Þórhildi Sunnu og 5,4 prósent vilja Loga Einarsson. Næst á eftir kemur Þorgerður Katrín, sem 5,0 prósent svarenda völdu. Þar á eftir er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, með 3,0 prósent svarenda á bak við sig, og Inga Sæland rekur lestina með 2,9 prósent. Hér má sjá breytingar á því hvern fólk vill helst sem næsta forsætisráðherra milli tímabila. Fyrstu niðurstöður eru frá því í desember á síðasta ári, næstu frá í maí 2021, svo síðan í september og svo nýjustu niðurstöður.Maskína Þetta er talsverð breyting frá fyrri skoðanakönnunum Maskínu en Katrín hefur bætt verulega við sig stuðningi. Í síðustu könnun, sem var gerð í byrjun september, sögðust 26 prósent svarenda vilja að hún héldi áfram sem forsætisráðherra. Örlitlar breytingar hafa orðið hjá öðrum leiðtogum flokkanna, mest kannski hjá Bjarna Benediktssyni en 13,3 prósent vildu að hann yrði næsti forsætisráðherra í byrjun september, en aðeins 7,6 prósent nú. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Enginn annar formaður flokks komst með tærnar þar sem Katrín hefur hælana samkvæmt könnuninni, sem fór fram dagana 27. september til 7. október og 946 tóku þátt í. Lang flestir vilja Katrínu Jakobsdóttur áfram sem forsætisráðherra.Maskína Svarendum bauðst að velja milli átta formanna: Katrínar Jakobsdóttur, Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsókarflokksins, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, í Pírötum, Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, Þorgerðar Katrínar Gunnlaugsdóttur, formanns Viðreisnar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Eins og áður segir vilja tæplega 60 prósent að Katrín verði áfram forsætisráðherra, eða 57,6 prósent. Næst á eftir henni kemur Sigurður Ingi, en 9,8 prósent svarenda vildu fá hann sem næsta forsætisráðherra. 7,6 prósent vilja Bjarna Benediktsson, 6,3 prósent vilja Þórhildi Sunnu og 5,4 prósent vilja Loga Einarsson. Næst á eftir kemur Þorgerður Katrín, sem 5,0 prósent svarenda völdu. Þar á eftir er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, með 3,0 prósent svarenda á bak við sig, og Inga Sæland rekur lestina með 2,9 prósent. Hér má sjá breytingar á því hvern fólk vill helst sem næsta forsætisráðherra milli tímabila. Fyrstu niðurstöður eru frá því í desember á síðasta ári, næstu frá í maí 2021, svo síðan í september og svo nýjustu niðurstöður.Maskína Þetta er talsverð breyting frá fyrri skoðanakönnunum Maskínu en Katrín hefur bætt verulega við sig stuðningi. Í síðustu könnun, sem var gerð í byrjun september, sögðust 26 prósent svarenda vilja að hún héldi áfram sem forsætisráðherra. Örlitlar breytingar hafa orðið hjá öðrum leiðtogum flokkanna, mest kannski hjá Bjarna Benediktssyni en 13,3 prósent vildu að hann yrði næsti forsætisráðherra í byrjun september, en aðeins 7,6 prósent nú.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira