Samstarf Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokks ekki æskilegt til lengri tíma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. september 2021 18:20 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri Grænna og Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mættust í Pallborðinu í dag. vísir/Vilhelm Forseti Alþingis og einn stofnenda Vinstri Grænna efast um að stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn sé góður kostur til lengri tíma. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur samstarfið hafa leitt af sér pólitískan óróleika sem hafi skilað sér í fjölgun flokka. Þingmenn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Pírata sem eru að segja skilið við stjórnmálin mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Steingrímur sagði Vinstri Græna ganga óbundna til kosninga þrátt fyrir að formenn stjórnarflokkanna hafi viðrað áhuga á áframhaldandi samstarfi. Mikil andstaða hefur verið gagnvart því innan raða Vinstri Grænna og samkvæmt könnun sem var gerð fyrir fréttastofuna í júní eru sjötíu prósent kjósenda VG mótfallin samstarfinu. Steingrímur sagðist skilja blendnar tilfinningar. Það hafi reynst mörgum erfitt að vinna með „höfuðandstæðingnum“. „Ég hef efasemdir um að svona samstarf eigi að vera til mjög langs tíma. Þá er ég að hugsa um langtímaþróun stjórnmálanna. En það getur verið mjög vel réttlætanlegt, skilað góðum árangri og gott fyrir land og þjóð eins og ég tel að þetta samstarf hafi verið,“ sagði Steingrímur. „Auðvitað er það málefnalega séð miku þægilegri og auðveldari kostur fyrir okkur að vinna með flokkum sem eru nær okkur í hinu pólitíska litrófi, ef það er í boði. Það er að segja ef hægt er að mynda sæmilega trausta ríkisstjórn frá vinstri til miðjunnar. En það verður að vera efniviður í hana.“ Sigríður Á. Andersen sagði flatneskju yfir Sjálfstæðisflokknum og að samtarfið hafi kallað á miklar málamiðlanir „Það getur verið vænlegt í skamman tíma en mér finsnt það ekki æskilegt og mér finnst það ekki eðlilegt til lengri tíma, hafi menn áhuga á að viðhalda einhverri hugmyndafræði og skýrum stefnum einstaklinga sem bjóða sig fram.“ Jón Þór Ólafsson sagði flokkanna hafa sameinast um íhaldið. „Þessir flokkar eru allir með framsóknararma. Þú ert með framsóknararm Vinstri Grænna og ert með framsóknararm Sjálfstæðismanna,“ sagði Jón Þór áður en Steingrímur greip orðið og gagnrýndi orðanotkunina. „Þetta er götustrákapólitík,“ sagði Steingrímur. Jón Þór hélt áfram og sagði þessa arma flokkanna hafa sameinast um að breyta hvorki landbúnaðar- né sjávarútvegskerfinu og halda sig við íhaldssöm fjármál. „Þarna sameinast vinstri og hægri í því að vera með íhaldið, að halda þessu óbreytt og standa vörð um kerfin.“ Steingrímur J. Sigfússon, er að kveðja stjórnmálin eftir að hafa setið á þingi í 38 ár.vísir/Vilhelm Sigríður gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir máttleysi á kjörtímabilinu og sagði samstarf flokkanna hafa leitt af sér pólitískan óróleika og fjölgun flokka þar sem ósátt hægri- og vinstrifólk hafi fundið sér nýjan samastað. Litið til baka yfir kjörtímabilið sagðist Sigríður stoltust af skipan dómara í Landsrétt - skipan sem leiddi til afsagnar hennar sem ráðherra og sem Mannréttindadómstóll Evrópu taldi ólögmæta. „Þegar ég tók þá ákvörðun að láta ekki sjálfskipaða elítu með órökstuddum hætti taka fram fyrir hendurnar á mér eins og menn reyndu að gera,“ sagði Sigríður. Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Þingmenn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Pírata sem eru að segja skilið við stjórnmálin mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Steingrímur sagði Vinstri Græna ganga óbundna til kosninga þrátt fyrir að formenn stjórnarflokkanna hafi viðrað áhuga á áframhaldandi samstarfi. Mikil andstaða hefur verið gagnvart því innan raða Vinstri Grænna og samkvæmt könnun sem var gerð fyrir fréttastofuna í júní eru sjötíu prósent kjósenda VG mótfallin samstarfinu. Steingrímur sagðist skilja blendnar tilfinningar. Það hafi reynst mörgum erfitt að vinna með „höfuðandstæðingnum“. „Ég hef efasemdir um að svona samstarf eigi að vera til mjög langs tíma. Þá er ég að hugsa um langtímaþróun stjórnmálanna. En það getur verið mjög vel réttlætanlegt, skilað góðum árangri og gott fyrir land og þjóð eins og ég tel að þetta samstarf hafi verið,“ sagði Steingrímur. „Auðvitað er það málefnalega séð miku þægilegri og auðveldari kostur fyrir okkur að vinna með flokkum sem eru nær okkur í hinu pólitíska litrófi, ef það er í boði. Það er að segja ef hægt er að mynda sæmilega trausta ríkisstjórn frá vinstri til miðjunnar. En það verður að vera efniviður í hana.“ Sigríður Á. Andersen sagði flatneskju yfir Sjálfstæðisflokknum og að samtarfið hafi kallað á miklar málamiðlanir „Það getur verið vænlegt í skamman tíma en mér finsnt það ekki æskilegt og mér finnst það ekki eðlilegt til lengri tíma, hafi menn áhuga á að viðhalda einhverri hugmyndafræði og skýrum stefnum einstaklinga sem bjóða sig fram.“ Jón Þór Ólafsson sagði flokkanna hafa sameinast um íhaldið. „Þessir flokkar eru allir með framsóknararma. Þú ert með framsóknararm Vinstri Grænna og ert með framsóknararm Sjálfstæðismanna,“ sagði Jón Þór áður en Steingrímur greip orðið og gagnrýndi orðanotkunina. „Þetta er götustrákapólitík,“ sagði Steingrímur. Jón Þór hélt áfram og sagði þessa arma flokkanna hafa sameinast um að breyta hvorki landbúnaðar- né sjávarútvegskerfinu og halda sig við íhaldssöm fjármál. „Þarna sameinast vinstri og hægri í því að vera með íhaldið, að halda þessu óbreytt og standa vörð um kerfin.“ Steingrímur J. Sigfússon, er að kveðja stjórnmálin eftir að hafa setið á þingi í 38 ár.vísir/Vilhelm Sigríður gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir máttleysi á kjörtímabilinu og sagði samstarf flokkanna hafa leitt af sér pólitískan óróleika og fjölgun flokka þar sem ósátt hægri- og vinstrifólk hafi fundið sér nýjan samastað. Litið til baka yfir kjörtímabilið sagðist Sigríður stoltust af skipan dómara í Landsrétt - skipan sem leiddi til afsagnar hennar sem ráðherra og sem Mannréttindadómstóll Evrópu taldi ólögmæta. „Þegar ég tók þá ákvörðun að láta ekki sjálfskipaða elítu með órökstuddum hætti taka fram fyrir hendurnar á mér eins og menn reyndu að gera,“ sagði Sigríður.
Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira