Þurfa „aðeins“ að glíma við Messi og Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. október 2021 07:01 Neymar verður ekki með í kvöld. EPA-EFE/YOAN VALAT París Saint-Germain verður án Brasilíumannsins Neymar er liðið fær RB Leipzig í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Sá sem sér um samfélagsmiðla Leipzig-liðsins hefur grínast með að liðið þurfi þá „aðeins“ að glíma við Lionel Messi og Kylian Mbappé. Þriðja umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld. Annað árið í röð drógust PSG og Leipzig saman í riðil, að þessu sinni í A-riðil ásamt Club Brugge og Manchester City. Fyrir leiki kvöldsins eru PSG og Club Brugge með fjögur stig, Manchester City er með þrjú á meðan Leipzig er enn án stiga. Góðu fréttirnar fyrir þýska félagið er að PSG verður án stórstjörnunnar Neymars í kvöld en hann meiddist í leik með brasilíska landsliðsinu á dögunum. Slæmu fréttirnar eru þær að PSG er með lið stútfullt af hágæða leikmönnum. „Svo við þurfum aðeins *skoðar glósur* að glíma við Messi og Mbappé,“ segir í Twitter-færslu Leipzig. So just *checks notes* Messi and Mbappe to deal with then... https://t.co/sOYKo61uNZ— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) October 18, 2021 Það er þó ekki eins og þessir þrír séu einu hágæða leikmennirnir í mögnuðu liði PSG. Þar má einnig finna Evrópumeistarana Gianluigi Donnarumma og Marco Veratti. Marquinhos og fyrirliðinn Presnel Kimpembe mynda öflugt miðvarðarpar í fjarveru spænska reynsluboltans Sergio Ramos. Þá geysist Achraf Hakimi upp og niður völlinn úr hægri bakverðinum á meðan spænski bolabíturinn Ander Herrera ver miðsvæðið svo leikmenn á borð við Messi og Mbappé geti leikið listir sínar. Leikur PSG og RB Leipzig er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hefst leikurinn klukkan 19.00. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.15 og þá verður farið yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Þriðja umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld. Annað árið í röð drógust PSG og Leipzig saman í riðil, að þessu sinni í A-riðil ásamt Club Brugge og Manchester City. Fyrir leiki kvöldsins eru PSG og Club Brugge með fjögur stig, Manchester City er með þrjú á meðan Leipzig er enn án stiga. Góðu fréttirnar fyrir þýska félagið er að PSG verður án stórstjörnunnar Neymars í kvöld en hann meiddist í leik með brasilíska landsliðsinu á dögunum. Slæmu fréttirnar eru þær að PSG er með lið stútfullt af hágæða leikmönnum. „Svo við þurfum aðeins *skoðar glósur* að glíma við Messi og Mbappé,“ segir í Twitter-færslu Leipzig. So just *checks notes* Messi and Mbappe to deal with then... https://t.co/sOYKo61uNZ— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) October 18, 2021 Það er þó ekki eins og þessir þrír séu einu hágæða leikmennirnir í mögnuðu liði PSG. Þar má einnig finna Evrópumeistarana Gianluigi Donnarumma og Marco Veratti. Marquinhos og fyrirliðinn Presnel Kimpembe mynda öflugt miðvarðarpar í fjarveru spænska reynsluboltans Sergio Ramos. Þá geysist Achraf Hakimi upp og niður völlinn úr hægri bakverðinum á meðan spænski bolabíturinn Ander Herrera ver miðsvæðið svo leikmenn á borð við Messi og Mbappé geti leikið listir sínar. Leikur PSG og RB Leipzig er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hefst leikurinn klukkan 19.00. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.15 og þá verður farið yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira