Þurfa „aðeins“ að glíma við Messi og Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. október 2021 07:01 Neymar verður ekki með í kvöld. EPA-EFE/YOAN VALAT París Saint-Germain verður án Brasilíumannsins Neymar er liðið fær RB Leipzig í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Sá sem sér um samfélagsmiðla Leipzig-liðsins hefur grínast með að liðið þurfi þá „aðeins“ að glíma við Lionel Messi og Kylian Mbappé. Þriðja umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld. Annað árið í röð drógust PSG og Leipzig saman í riðil, að þessu sinni í A-riðil ásamt Club Brugge og Manchester City. Fyrir leiki kvöldsins eru PSG og Club Brugge með fjögur stig, Manchester City er með þrjú á meðan Leipzig er enn án stiga. Góðu fréttirnar fyrir þýska félagið er að PSG verður án stórstjörnunnar Neymars í kvöld en hann meiddist í leik með brasilíska landsliðsinu á dögunum. Slæmu fréttirnar eru þær að PSG er með lið stútfullt af hágæða leikmönnum. „Svo við þurfum aðeins *skoðar glósur* að glíma við Messi og Mbappé,“ segir í Twitter-færslu Leipzig. So just *checks notes* Messi and Mbappe to deal with then... https://t.co/sOYKo61uNZ— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) October 18, 2021 Það er þó ekki eins og þessir þrír séu einu hágæða leikmennirnir í mögnuðu liði PSG. Þar má einnig finna Evrópumeistarana Gianluigi Donnarumma og Marco Veratti. Marquinhos og fyrirliðinn Presnel Kimpembe mynda öflugt miðvarðarpar í fjarveru spænska reynsluboltans Sergio Ramos. Þá geysist Achraf Hakimi upp og niður völlinn úr hægri bakverðinum á meðan spænski bolabíturinn Ander Herrera ver miðsvæðið svo leikmenn á borð við Messi og Mbappé geti leikið listir sínar. Leikur PSG og RB Leipzig er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hefst leikurinn klukkan 19.00. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.15 og þá verður farið yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjá meira
Þriðja umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld. Annað árið í röð drógust PSG og Leipzig saman í riðil, að þessu sinni í A-riðil ásamt Club Brugge og Manchester City. Fyrir leiki kvöldsins eru PSG og Club Brugge með fjögur stig, Manchester City er með þrjú á meðan Leipzig er enn án stiga. Góðu fréttirnar fyrir þýska félagið er að PSG verður án stórstjörnunnar Neymars í kvöld en hann meiddist í leik með brasilíska landsliðsinu á dögunum. Slæmu fréttirnar eru þær að PSG er með lið stútfullt af hágæða leikmönnum. „Svo við þurfum aðeins *skoðar glósur* að glíma við Messi og Mbappé,“ segir í Twitter-færslu Leipzig. So just *checks notes* Messi and Mbappe to deal with then... https://t.co/sOYKo61uNZ— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) October 18, 2021 Það er þó ekki eins og þessir þrír séu einu hágæða leikmennirnir í mögnuðu liði PSG. Þar má einnig finna Evrópumeistarana Gianluigi Donnarumma og Marco Veratti. Marquinhos og fyrirliðinn Presnel Kimpembe mynda öflugt miðvarðarpar í fjarveru spænska reynsluboltans Sergio Ramos. Þá geysist Achraf Hakimi upp og niður völlinn úr hægri bakverðinum á meðan spænski bolabíturinn Ander Herrera ver miðsvæðið svo leikmenn á borð við Messi og Mbappé geti leikið listir sínar. Leikur PSG og RB Leipzig er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hefst leikurinn klukkan 19.00. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.15 og þá verður farið yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjá meira