Innlent

Bein útsending: Sjávarútvegsdagurinn í Hörpu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sjávarútvegsdagurinn fer fram í Hörpu í dag.
Sjávarútvegsdagurinn fer fram í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm

Sjávarútvegsdagurinn fer fram í Hörpu í dag, þriðjudaginn 19. október, en hann hefst klukkan 8:30 og stendur yfir til 10:00. Hægt verður að fylgjast með deginum í beinu streymi hér á Vísi. 

Dagurinn er samstarfsverkefni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Deloitte og Samtaka atvinnulífsins. Yfirskrift dagsins þetta árið er: Vel í stakk búinn, og er þar vísað til þess að bæði sjávarútvegur og fiskeldi komust nokkuð klakklaust í gegn um erfitt síðasta ár. Atvinnugreinarnar séu jafnframt vel í stakk búnar að takast á við framtíðina. 

Meðal gesta verður Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, en hann mun flytja erendi með yfirskriftinni „Hin heimskulega og skammsýna rányrkjustefna verður að víkja.“

Auk hans munu Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte, kynna afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og fiskeldis, og Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur í umhvrefismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, flytja erindi um samspil sjávarútvegs og loftslagsmála. 

Fundarstjóri er Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.