Þórólfur gefur heilbrigðisráðherra þrjá kosti Snorri Másson skrifar 18. október 2021 12:01 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði sjálfur til allsherjarafléttingu í lok júní. Þar fór sem fór. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum hér innanlands. Valið er Svandísar Svavarsdóttur en sóttvarnalæknir telur að svigrúm sé til tilslakana. Gildandi takmarkanir renna út á miðvikudaginn, þannig að heilbrigðisráðherra hefur frest sem því nemur til að taka ákvörðun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur, ólíkt því sem jafnan hefur verið, ekki til að gera eitthvað eitt, heldur setur fram þrjá möguleika, 1. að halda óbreyttu ástandi, 2. að slaka til í skrefum eða 3. að aflétta alveg. Og hvað myndi hann gera ef hann mætti ráða? „Ég veit það ekki. Eins og ég hef sagt áður held ég að það séu forsendur núna til tilslakana og Landspítalinn hefur líka gefið það út. Ég held að við þurfum bara að horfa á hvað gæti gerst og vera tilbúin til að bregðast við því,“ segir Þórólfur Guðnason í samtali við fréttastofu. Sóttvarnaraðgerðir gegn Covid-19 en ekki öðru Eftir sem áður vill sóttvarnalæknir að takmarkanir taki mið af getu Landspítalans. Það vakti misjöfn viðbrögð þegar Þórólfur sagði í viðtali á dögunum að í ljósi RS-veiru og inflúensu kynni að vera varasamt að ráðast í miklar tilslakanir. Þar segir Þórólfur að menn séu að blanda saman ólíkum hlutum: „Ég var bara að benda á það að þessar tvær veirusýkingar, sem koma á hverju ári, gætu valdið auknu álagi á spítalana. Meira álagi en áður, sem myndi þá gera þol okkar á spítalanum fyrir Covid-19 enn minna. Ég held að við þurfum að horfa á þol spítalans og mér finnst það mjög óábyrgt ef stjórnvöld vilja ekki skoða þann möguleika og skoða þetta í þessu ljósi. Ég er ekki að tala um sóttvarnaraðgerðir gegn RS og inflúensu, ég er að tala um sóttvarnaraðgerðir gegn Covid-19 og það þol sem spítalinn hefur þegar þessar tvær veirur eru að ganga.“ Þórólfur er almennt búinn að standa sig vel. Að tala fyrir áframhaldandi sóttvörnum út af inflúensu og rs veiru er hinsvegar svolítið að teygja covid sóttvarnirnar sem við viljum öll taka þátt í. Það mun bara draga úr vilja þjóðarinnar til að taka þátt í nauðsynlegum aðgerðum.— Svanborg Sigmarsd (@Svanb) October 13, 2021 Þetta tweet á enn við https://t.co/Jbw6CC5eKc pic.twitter.com/Q9zMzkgu5k— Katrín Atladóttir (@katrinat) October 13, 2021 Það var Þórólfur sem lagði það til í lok júní að aflétta öllum takmörkunum en það var skammvinn skemmtun enda fór af stað stærsta bylgja hingað til í kjölfarið. Samkomutakmarkanir tóku aftur gildi í lok júlí. „Það gafst ekki vel og við sjáum líka hvað er að gerast á Norðurlöndunum. Þar gengur nokkuð vel en það er ekki komin löng reynsla á það. Það er aukning á tilfellum í Danmörku en hvað það stendur lengi og hve alvarlegt það verður á eftir að koma í ljós,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Katrín og Svandís horfa til Norðurlandanna þar sem engar takmarkanir eru í gildi Íslensk stjórnvöld líta til þess að öll hin Norðurlöndin hafa nú aflétt öllum innanlandstakmörkunum sem ætlað var að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. október 2021 10:14 Danir bjóða öllum þriðju sprautuna Öllum Dönum mun bjóðast þriðji bóluefnisskammturinn gegn Covid-19. Þetta tilkynnti Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra í dag. 15. október 2021 16:38 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Gildandi takmarkanir renna út á miðvikudaginn, þannig að heilbrigðisráðherra hefur frest sem því nemur til að taka ákvörðun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur, ólíkt því sem jafnan hefur verið, ekki til að gera eitthvað eitt, heldur setur fram þrjá möguleika, 1. að halda óbreyttu ástandi, 2. að slaka til í skrefum eða 3. að aflétta alveg. Og hvað myndi hann gera ef hann mætti ráða? „Ég veit það ekki. Eins og ég hef sagt áður held ég að það séu forsendur núna til tilslakana og Landspítalinn hefur líka gefið það út. Ég held að við þurfum bara að horfa á hvað gæti gerst og vera tilbúin til að bregðast við því,“ segir Þórólfur Guðnason í samtali við fréttastofu. Sóttvarnaraðgerðir gegn Covid-19 en ekki öðru Eftir sem áður vill sóttvarnalæknir að takmarkanir taki mið af getu Landspítalans. Það vakti misjöfn viðbrögð þegar Þórólfur sagði í viðtali á dögunum að í ljósi RS-veiru og inflúensu kynni að vera varasamt að ráðast í miklar tilslakanir. Þar segir Þórólfur að menn séu að blanda saman ólíkum hlutum: „Ég var bara að benda á það að þessar tvær veirusýkingar, sem koma á hverju ári, gætu valdið auknu álagi á spítalana. Meira álagi en áður, sem myndi þá gera þol okkar á spítalanum fyrir Covid-19 enn minna. Ég held að við þurfum að horfa á þol spítalans og mér finnst það mjög óábyrgt ef stjórnvöld vilja ekki skoða þann möguleika og skoða þetta í þessu ljósi. Ég er ekki að tala um sóttvarnaraðgerðir gegn RS og inflúensu, ég er að tala um sóttvarnaraðgerðir gegn Covid-19 og það þol sem spítalinn hefur þegar þessar tvær veirur eru að ganga.“ Þórólfur er almennt búinn að standa sig vel. Að tala fyrir áframhaldandi sóttvörnum út af inflúensu og rs veiru er hinsvegar svolítið að teygja covid sóttvarnirnar sem við viljum öll taka þátt í. Það mun bara draga úr vilja þjóðarinnar til að taka þátt í nauðsynlegum aðgerðum.— Svanborg Sigmarsd (@Svanb) October 13, 2021 Þetta tweet á enn við https://t.co/Jbw6CC5eKc pic.twitter.com/Q9zMzkgu5k— Katrín Atladóttir (@katrinat) October 13, 2021 Það var Þórólfur sem lagði það til í lok júní að aflétta öllum takmörkunum en það var skammvinn skemmtun enda fór af stað stærsta bylgja hingað til í kjölfarið. Samkomutakmarkanir tóku aftur gildi í lok júlí. „Það gafst ekki vel og við sjáum líka hvað er að gerast á Norðurlöndunum. Þar gengur nokkuð vel en það er ekki komin löng reynsla á það. Það er aukning á tilfellum í Danmörku en hvað það stendur lengi og hve alvarlegt það verður á eftir að koma í ljós,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Katrín og Svandís horfa til Norðurlandanna þar sem engar takmarkanir eru í gildi Íslensk stjórnvöld líta til þess að öll hin Norðurlöndin hafa nú aflétt öllum innanlandstakmörkunum sem ætlað var að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. október 2021 10:14 Danir bjóða öllum þriðju sprautuna Öllum Dönum mun bjóðast þriðji bóluefnisskammturinn gegn Covid-19. Þetta tilkynnti Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra í dag. 15. október 2021 16:38 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Katrín og Svandís horfa til Norðurlandanna þar sem engar takmarkanir eru í gildi Íslensk stjórnvöld líta til þess að öll hin Norðurlöndin hafa nú aflétt öllum innanlandstakmörkunum sem ætlað var að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. október 2021 10:14
Danir bjóða öllum þriðju sprautuna Öllum Dönum mun bjóðast þriðji bóluefnisskammturinn gegn Covid-19. Þetta tilkynnti Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra í dag. 15. október 2021 16:38