Segir aðgerðirnar ekki skyndilausn og óttast hvernig þróunin verði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. október 2021 21:15 Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og lýðheilsufræðingur, segir mikilvægt að fólk sé vel undirbúið áður en það fer í aðgerð. Vísir Læknir sem starfar sem ráðgjafi við offitumeðferð óttast að fólk fari mögulega í magaermisaðgerðir án þess að kynna sér þær nógu vel. Slíkum aðgerðum hafi oft verið lýst sem einfaldri lausn við offitu en staðreyndin sé sú að um ævilanga meðferð sé að ræða. Vinsældir magaermisaðgerða hafa aukist mikið hér á landi og í ár leituðu til að mynda fóru um þúsund manns í slíka aðgerð hjá Klíníkinni í Ármúla. Aldrei hafa fleiri undirgengist slíka aðgerð vegna ofþyngdar hér á landi eins og í ár. Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og lýðheilsufræðingur, segir áhuga á aðgerðum á borð við magaermi hafa aukist töluvert en ítrekar að aðgerðirnar séu engin skyndilausn. „Við sjáum alltaf ákveðnar svona hjarðhegðun. Fyrir nokkrum árum þá var það magabandið og nú eru allir búnir að sjá að það var ekki sérstaklega góð hugmynd í langflestum tilvikum, ég er mjög hrædd um hvað gerist eftir tvö eða þrjú ár,“ segir Erla. Hún segist reglulega sjá fólk fara lítið sem ekkert undirbúið í aðgerðir eins og magaermi og oft sé það ekki heppilegasta aðgerðin, ef valið er að fara í aðgerð á annað borð. Þá sinni fólk ekki eftirfylgni nægilega vel oft og tíðum. „Það virðist eins og að umræðan gangi um að þetta sé lausnin og það besta sem er hægt að gera í stöðunni. Þetta er kannski svolítið einfölduð umræða í kringum aðgerðirnar eins og er. Þetta getur verið góður kostur en það þarf að vanda sig óskaplega vel,“ segir Erla Erla segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir þeirri óvissuferð sem tekur við og ítrekar að ekki sé um að ræða skammtímalausn. Þá þurfi að vanda mikið undirbúninginn fyrir slíkar aðgerðir „Þetta er í rauninni mjög flókið og viðamikið inngrip. Fólk áttar sig oft ekki á hvað er í raun að gerast í líkamanum og hvað við erum að gera með aðgerðinni, hvað það þýðir og hvernig líkaminn muni síðan bregðast við,“ segir Erla. Undir venjulegum kringumstæðum bregst líkaminn við hungri með því að minnka fitubrennslu og ræsa hungurkerfið. Við aðgerð er þetta samtal meltingavegar og heila aftengt tímabundið þannig fólk getur lést. Kerfin fara þó aftur í gang eftir ákveðinn tíma, vanalegast um ári eftir magaermisaðgerð. „Fyrstu fimm árin þá er líkaminn stanslaust að leita að leið til að koma þessu á til að bjarga okkur. Þannig meðferðin eftur á gengur svo mikið út á að líkaminn upplifi öryggi,“ segir Erla og vísar þar til að huga þurfi vel að næringu, vökva, vítamínum og öðru. „Þá er mögulegt að aðgerðin verði sú langvarandi lausn sem við leitum eftir.“ Hún segir þó að þar sem kerfin eru svo sterk er eðlilegt að líkaminn reyni að fitna aftur. Fólk kunni að veigra sér við að leita sér aðstoðar í þeim tilfellum þar sem það telur sig hafa klúðrað sjálft en mikilvægt sé að grípa inn í. Verið er að byggja upp betri meðferðarúrræði og hefur Heilsugæslan sýnt þessum málaflokknum áhuga. „Við erum að reyna að útskýra fyrir fólki hvers lags óvissuferð þetta er sem tekur við og við getum aldrei fyrirfram vitað hvernig líkaminn bregst við,“ segir Erla. „Það er alveg gríðarlega mikilvægt að leita eftir góðri faglegri aðstoð, þetta er ekki megrunarleið.“ Þá segir hún mikilvægt að útrýma fordómum í samfélaginu. „Í okkar þjóðfélagi þá eru allir þessir fordómar og þetta viðhorf um að við stjórnum líkamsþyngdinni okkar og við séum bara aumingjar ef við gerum það ekki, við þurfum svo mikið að komast út úr þessu,“ segir Erla. Hér fyrir neðan má finna frétt úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn föstudag þar sem fjallað var um ásókn í magaermisaðgerðir og rætt við Aðalstein Arnarsson, skurðlækni á Klíníkinni. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Margfalt fleiri fara í aðgerð vegna offitu Klíníkin framkvæmir metfjölda offituaðgerða árið 2021 og stefnir í að þær verði tvöfalt fleiri en í fyrra. 9. maí 2021 16:34 Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. 15. mars 2021 17:51 Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Vinsældir magaermisaðgerða hafa aukist mikið hér á landi og í ár leituðu til að mynda fóru um þúsund manns í slíka aðgerð hjá Klíníkinni í Ármúla. Aldrei hafa fleiri undirgengist slíka aðgerð vegna ofþyngdar hér á landi eins og í ár. Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og lýðheilsufræðingur, segir áhuga á aðgerðum á borð við magaermi hafa aukist töluvert en ítrekar að aðgerðirnar séu engin skyndilausn. „Við sjáum alltaf ákveðnar svona hjarðhegðun. Fyrir nokkrum árum þá var það magabandið og nú eru allir búnir að sjá að það var ekki sérstaklega góð hugmynd í langflestum tilvikum, ég er mjög hrædd um hvað gerist eftir tvö eða þrjú ár,“ segir Erla. Hún segist reglulega sjá fólk fara lítið sem ekkert undirbúið í aðgerðir eins og magaermi og oft sé það ekki heppilegasta aðgerðin, ef valið er að fara í aðgerð á annað borð. Þá sinni fólk ekki eftirfylgni nægilega vel oft og tíðum. „Það virðist eins og að umræðan gangi um að þetta sé lausnin og það besta sem er hægt að gera í stöðunni. Þetta er kannski svolítið einfölduð umræða í kringum aðgerðirnar eins og er. Þetta getur verið góður kostur en það þarf að vanda sig óskaplega vel,“ segir Erla Erla segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir þeirri óvissuferð sem tekur við og ítrekar að ekki sé um að ræða skammtímalausn. Þá þurfi að vanda mikið undirbúninginn fyrir slíkar aðgerðir „Þetta er í rauninni mjög flókið og viðamikið inngrip. Fólk áttar sig oft ekki á hvað er í raun að gerast í líkamanum og hvað við erum að gera með aðgerðinni, hvað það þýðir og hvernig líkaminn muni síðan bregðast við,“ segir Erla. Undir venjulegum kringumstæðum bregst líkaminn við hungri með því að minnka fitubrennslu og ræsa hungurkerfið. Við aðgerð er þetta samtal meltingavegar og heila aftengt tímabundið þannig fólk getur lést. Kerfin fara þó aftur í gang eftir ákveðinn tíma, vanalegast um ári eftir magaermisaðgerð. „Fyrstu fimm árin þá er líkaminn stanslaust að leita að leið til að koma þessu á til að bjarga okkur. Þannig meðferðin eftur á gengur svo mikið út á að líkaminn upplifi öryggi,“ segir Erla og vísar þar til að huga þurfi vel að næringu, vökva, vítamínum og öðru. „Þá er mögulegt að aðgerðin verði sú langvarandi lausn sem við leitum eftir.“ Hún segir þó að þar sem kerfin eru svo sterk er eðlilegt að líkaminn reyni að fitna aftur. Fólk kunni að veigra sér við að leita sér aðstoðar í þeim tilfellum þar sem það telur sig hafa klúðrað sjálft en mikilvægt sé að grípa inn í. Verið er að byggja upp betri meðferðarúrræði og hefur Heilsugæslan sýnt þessum málaflokknum áhuga. „Við erum að reyna að útskýra fyrir fólki hvers lags óvissuferð þetta er sem tekur við og við getum aldrei fyrirfram vitað hvernig líkaminn bregst við,“ segir Erla. „Það er alveg gríðarlega mikilvægt að leita eftir góðri faglegri aðstoð, þetta er ekki megrunarleið.“ Þá segir hún mikilvægt að útrýma fordómum í samfélaginu. „Í okkar þjóðfélagi þá eru allir þessir fordómar og þetta viðhorf um að við stjórnum líkamsþyngdinni okkar og við séum bara aumingjar ef við gerum það ekki, við þurfum svo mikið að komast út úr þessu,“ segir Erla. Hér fyrir neðan má finna frétt úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn föstudag þar sem fjallað var um ásókn í magaermisaðgerðir og rætt við Aðalstein Arnarsson, skurðlækni á Klíníkinni.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Margfalt fleiri fara í aðgerð vegna offitu Klíníkin framkvæmir metfjölda offituaðgerða árið 2021 og stefnir í að þær verði tvöfalt fleiri en í fyrra. 9. maí 2021 16:34 Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. 15. mars 2021 17:51 Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Margfalt fleiri fara í aðgerð vegna offitu Klíníkin framkvæmir metfjölda offituaðgerða árið 2021 og stefnir í að þær verði tvöfalt fleiri en í fyrra. 9. maí 2021 16:34
Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. 15. mars 2021 17:51
Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent