Fótbolti

Alfons og félagar  endurheimtu toppsætið | Jafnt í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfons Sampsted og félagar hans eru á toppi norsku deildarinnar.
Alfons Sampsted og félagar hans eru á toppi norsku deildarinnar. EPA-EFE/MATTEO BAZZI

Af þeim sex leikjum sem fram fóru í norska fótboltanum í dag voru Íslendingar í eldlínunni í fjórum þeirra.

Alfons Sampsted spilaði allan leikinn í 2-1 sigri Bodø/Glimt þegar að liðið tók á móti Sarpsborg 08, en með sigrinum endurheimtu Alfons og félagar efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar af Molde. Liðið hefur 47 stig eftir 22 umferðir, þremur stigum meira en Molde í öðru sætinu.

Valdimar Ingimundarson spilaði seinasta hálftímann fyrir Strømsgodset sem tapaði 1-0 fyrir Viking, en Valdimar og félagar sitja níunda sæti deildarinnar með 29 stig. Ari Leifsson og Patrik Sigurdur Gunnarsson tóku báðir út leikbann.

Þá spilaði Vidar Ari Jónsson allar 90 mínúturnar fyrir Sandefjord er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Odd, en liðin eru hlið við hlið í tíunda og ellefta sæti.

Viðar Örn Kjartansson og félagar hans í Vålerenga heimsóttu Hólmar Örn Eyjólfsson og félaga hans í Rosenborg í seinasta leik dagsins. Viðar og Hólmar voru báðir í byrjunarliði síns liðs í dag.

Gestirnir í Vålerenga komust í 1-0 forystu á 20. mínútu, áður en heimamenn jöfnuðu metin fjórum mínútum síðar.

Markus Henriksen nældi sér svo í sitt annað gula spjald, og þar með rautt, stuttu fyrir hálfleik og Hólmar og félagar þurftu því að spila allan seinni hálfleikinn manni færri. Þrátt fyrir það tóku þeir forystuna á 59. mínútu, áður en gestirnir jöfnuðu leikinnníu mínútum síðar og þar við sat.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.