Innlent

Komið að manninum með­vitundar­lausum úti á götu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Áverkar mannsins reyndust minniháttar.
Áverkar mannsins reyndust minniháttar. Vísir/vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort ekið hafi verið á mann sem komið var að meðvitundarlausum úti á götu í Mávanesi í Garðabæ um tvöleytið í nótt. Málið var tilkynnt sem líkamsárás en áverkar mannsins eru minniháttar.

Fram kemur í dagbók lögreglu að tilkynnt hafi verið um „meðvitundarlausan aðila eftir árás“ í Garðabæ í nótt. Hann hafi verið með áverka á höfði og fluttur á slysadeild en árásarmaður flúinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu segir að rætt hafi verið við vitni á vettvangi í nótt. Rannsakað sé hvort ráðist hafi verið á manninn eða ekið á hann. Maðurinn, sem er tæplega þrítugur, hafi verið fluttur á slysadeild en reynst óbrotinn og með minniháttar áverka. Þá telur lögregla sig vita deili á árásarmanni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×