Erlent

Innan­ríkis­ráð­herra í­hugar lög­reglu­vernd fyrir þing­menn eftir morðið

Árni Sæberg skrifar
Priti Patel er innanríkisráðherra Bretlands.
Priti Patel er innanríkisráðherra Bretlands. Vísir/AFP

Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur sagst vera að íhuga að bjóða þingmönnum upp á lögregluvernd eftir að þingmaðurinn David Amess var myrtur á föstudaginn.

Patel segir það gríðarlega mikilvægt að tryggja öryggi þingmanna og að lögregla hafi þegar haft samband við alla þingmenn og veitt þeim öryggisráð.

David Amess var stunginn til bana á föstudaginn þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-on-Sea. Amess var í kjördæmaheimsókn þegar hann var myrtur en Patel hefur lagt sérstaka áherslu á að tryggja öryggi þingmanni í slíkum ferðum.

„Við þurfum að loka öllum glufum, hvar sem okkur finnst vera áhyggjuefni,“ sagði Patel í viðtali við Sky News. Þá sagði hún að brýn þörf sé á aðgerðum tafarlaust.

 Lindsay Hoyle, forseti neðri deildar breska þingsins, sagði í grein í Observer í dag að hann væri að endurskoða öryggisreglur þingsins. Hann segir nauðsynlegt að skoða hvort vernd þingmanna sé næg, sérstaklega í kjördæmaheimsóknum.


Tengdar fréttir

Nafn­greina grunaðan morðingja þing­mannsins

Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska þingmanninn Sir David Amess í Essex á föstudag heitir Ali Harbi Ali og er 25 ára Breti af sómölskum uppruna, samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla sem nafngreina hann í dag.

Morð þingmannsins minni óþægilega mikið á morðið á Jo Cox

Stjórnmálafræðingur segir morðið á breska þingmanninum David Amess geta haft gífurleg, og alvarleg, áhrif á stjórnmál í Bretlandi og víðar. Lögregla í Lundúnum rannsakar nú morðið sem hryðjuverk en Amess var stunginn til bana á kjördæmisskrifstofu sinni í Essex í gær.

Morðið aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum

Forsætisráðherra segir morð á breskum þingmanni mikið áfall og í raun aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Það sé hættulegt ef stjórnmálamenn veigri sér við að sinna skyldum sínum vegna mögulegra árása.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×