Fótbolti

Stefán Teitur skoraði fyrir Silkeborg í jafntefli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stefán Teitur Þórðarson skoraði eina mark Silkeborg í kvöld.
Stefán Teitur Þórðarson skoraði eina mark Silkeborg í kvöld. silkeborgif.com

Stefán Teitur Þórðarson skoraði eina mark Silkeborg þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Markalaust var að loknum fyrri hálfleik, en Stefán Teitur kom gestunum í Silkeborg í 1-0 forystu eftir rúmlega klukkutíma leik.

Forystan varð þó ekki langlíf því að Sebastian Gronning Andersen jafnaði metin fyrir Viborg tveimur mínútum síðar og þar við sat.

Silkeborg situr nú í fjórða sæti dönsku deildarinnar með 18 stig eftir 12 leiki, sex stigum meira en Viborg sem situr í níunda sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.