Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Edda Guðrún Andrésdóttir les kvöldfréttir klukkan 18:30.
Edda Guðrún Andrésdóttir les kvöldfréttir klukkan 18:30. vísir

Allar forsendur eru til staðar til að halda áfram tilslökunum innanlands, að sögn sóttvarnalæknis. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru hlynntir því að afnema samkomutakmarkanir að fullu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun.

Aldrei hafa fleiri undirgengist svokallaðar magaermisaðgerðir vegna ofþyngdar hér á landi eins og í ár, þegar þeir voru þúsund talsins. Konur eru í miklum meirihluta þó karlar í yfirþyngd séu hlutfallslega fleiri. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þá verður Heimir Már Pétursson í beinni útsendingu frá Hörpu þar sem ráðstefnan Hringborð Norðurslóðanna fer nú fram. Einnig verður rætt við rekstrarstjóra veitingastaðarins Snaps um stöðu staðarins þar sem starfsmenn gengu út á dögunum. Þá kynnum við okkur samstöðu landsmanna í tilefni bleika dagsins – og ræðum við fólk sem klæddist bleiku í dag.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×