Barcelona komst aftur á sigurbraut

Memphis Depay skoraði annað mark Börsunga í kvöld.
Memphis Depay skoraði annað mark Börsunga í kvöld. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Barcelona tók á móti Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kanttspyrnu í kvöld. Börsungar höfðu aðeins unnið einn af síðustu fjórum deildarleikjum sínum, og því var 3-1 sigur í kvöld kærkominn.

Jose Gaya kom gestunum yfir strax á fimmtu mínútu áður en Ansu Fati jafnaði metin fyrir Barcelona átta mínútum síðar.

Jose Gaya braut síðan á Ansu Fati innan vítateigs stuttu fyrir hálfleik og Mamphis Depay sá til þess að Börsungar fóru með forystu inn í hléið.

Philippe Coutinho tryggði heimamönum síðan 3-1 sigur fimm mínútum fyrir leikslok eftir stoðsendingu frá Sergino Dest.

Barcelona er nú í sjöunda sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 15 stig eftir átta umferðir, þremur stigum meira en Valencia sem situr í níunda sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira