Fjórði sigur Juventus í röð

Meise Kean fagnar með liðsfélögum sínum í kvöld.
Meise Kean fagnar með liðsfélögum sínum í kvöld. Chris Ricco/Getty Images

Eftir að hafa ekki unnið leik í fyrstu fjórum umferðum ítölsku úrvalsdeildarinnar er Juventus búið að snúa genginu við og vinna næstu fjóra. Liðið tók á móti Roma í kvöld og vann góðan 1-0 sigur.

Heimamenn í juventus tókur forystuna eftir 15 mínútna leik, en þar var að verki Moise Kean eftir stoðsendingu frá Rodrigo Bentancur.

Þegar tæpar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fékk Wojciech Szczesny, markvörður Juventus, dæmda á sig vítaspyrnu fyrir brot á Henrikh Mkhitaryan. Szczesny bætti upp fyrir brotið og varði spyrnuna frá Jordan Veretout og staðan var því enn 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Gestirnir í Roma voru líklegri aðilinn í seinni hálfleik, en tókst þó ekki að koma boltanum í netið.

Juventus vann því góðan 1-0 sigur og er nú í sjöunda sæti deildarinnar með 14 stig eftir átta leiki, einu stigi minna en Roma sem situr í fjórða sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira