Jóhannes Karl: „Við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. október 2021 19:01 Jóhannes Karl Guðjónsson segist vera viss um það að Skagamenn geti unnið Mjólkurbikarinn. Mynd/Skjáskot ÍA mætir nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings í úrslitaleik Mjólkurbikarsins næsta laugardag og Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, segir að liðið ætli sér að taka bikarinn með sér upp á Skaga. „Mér lýst bara mjög vel á þessa viðurgeign. Við erum búnir að vinna fjóra leiki í röð og kláruðum deildina af gríðarlegum krafti og tryggðum stöðu okkar í efstu deild fyrir næsta ár,“ sagði Jóhannes Karl í samtali við Gaupa. „Við spiluðum við Keflavík þarna tvo leiki í röð og vinnum þá í deildinni og svo aftur í undanúrslitum. Þannig að við erum á mjög góðum stað með alla leikmenn í mjög góðu standi, og ég hef trú á því að þessi kúrva hjá okkur upp á við haldi bara áfram.“ „Við erum að koma inn í þennan úrslitaleik á móti Víkingum til þess að vinna hann og taka þennan bikar sem er hérna fyrir aftan mig, það er ekki nokkur spurning.“ Lengi vel var búið að afskrifa Skagamenn og dæma þeim fall úr Pepsi Max deildinni. Eins og Jóhannes talaði um hér áður hefur liðið unnið seinustu fjóra leiki sína og bjargaði sér frá falli á ótrúlegan hátt. Hann segir að það hafi verið stígandi í liðinu, og að hann telji sig vera með nógu gott lið í höndunum til að landa titilinum. „Já það hefur verið stígandi. Og leikmenn sem komu kannski ekki alveg 100% inn í þetta mót. Hvort sem að það snéri að undirbúning eða meiðslum eða öðru hafa verið að stíga upp núna.“ „Við teljum okkur alveg vera með nógu gott lið til þess að vinna Víkinga. Við erum með góða einstaklinga, við erum með leikmenn í góðu standi og við erum með líkamlega sterka leikmenn, áræðna og fljóta.“ „Við höfum bara fullt í okkar liði til þess að skora mörk og það er lykillinn að því að vinna fótboltaleiki. Varnarleikurinn okkar hefur verið að batna líka og við höfum verið að bæta okkur statt og stöðugt þar. Þannig að við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil.“ Klippa: Jóihannes Karl viðtal „Ánægjulegt að fólk sé að fylgjast með því sem ég er að gera“ Athygli vakti að Jóhannes Karl stökk í frí til Tenerife á dögunum, aðeins nokkrum dögum fyrir bikarúrslitaleik. Jóhannes gleðst yfir því að fólk hafi áhuga á því sem hann er að gera, og segist hafa komið endurnærður til baka. „Það var greinilega voðalega lítið að frétta fyrir blaðamannafundinn hjá landsliðinu, en ég átti bara góða daga á Tenerife og það er bara ánægjulegt að fólk sé að fylgjast með því sem ég er að gera og hafi áhuga á því. Ég fagna því bara,“ sagði Jóhannes léttur. „Það var sól og blíða og allt í toppmálum á Tene. „Ég var bara að reyna að slaka á og hlaða batteríin og það gekk vel. Það var svona aðal markmiðið með ferðinni,“ sagði Jóhannes að lokum. Viðtalið við Jóhannes má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
„Mér lýst bara mjög vel á þessa viðurgeign. Við erum búnir að vinna fjóra leiki í röð og kláruðum deildina af gríðarlegum krafti og tryggðum stöðu okkar í efstu deild fyrir næsta ár,“ sagði Jóhannes Karl í samtali við Gaupa. „Við spiluðum við Keflavík þarna tvo leiki í röð og vinnum þá í deildinni og svo aftur í undanúrslitum. Þannig að við erum á mjög góðum stað með alla leikmenn í mjög góðu standi, og ég hef trú á því að þessi kúrva hjá okkur upp á við haldi bara áfram.“ „Við erum að koma inn í þennan úrslitaleik á móti Víkingum til þess að vinna hann og taka þennan bikar sem er hérna fyrir aftan mig, það er ekki nokkur spurning.“ Lengi vel var búið að afskrifa Skagamenn og dæma þeim fall úr Pepsi Max deildinni. Eins og Jóhannes talaði um hér áður hefur liðið unnið seinustu fjóra leiki sína og bjargaði sér frá falli á ótrúlegan hátt. Hann segir að það hafi verið stígandi í liðinu, og að hann telji sig vera með nógu gott lið í höndunum til að landa titilinum. „Já það hefur verið stígandi. Og leikmenn sem komu kannski ekki alveg 100% inn í þetta mót. Hvort sem að það snéri að undirbúning eða meiðslum eða öðru hafa verið að stíga upp núna.“ „Við teljum okkur alveg vera með nógu gott lið til þess að vinna Víkinga. Við erum með góða einstaklinga, við erum með leikmenn í góðu standi og við erum með líkamlega sterka leikmenn, áræðna og fljóta.“ „Við höfum bara fullt í okkar liði til þess að skora mörk og það er lykillinn að því að vinna fótboltaleiki. Varnarleikurinn okkar hefur verið að batna líka og við höfum verið að bæta okkur statt og stöðugt þar. Þannig að við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil.“ Klippa: Jóihannes Karl viðtal „Ánægjulegt að fólk sé að fylgjast með því sem ég er að gera“ Athygli vakti að Jóhannes Karl stökk í frí til Tenerife á dögunum, aðeins nokkrum dögum fyrir bikarúrslitaleik. Jóhannes gleðst yfir því að fólk hafi áhuga á því sem hann er að gera, og segist hafa komið endurnærður til baka. „Það var greinilega voðalega lítið að frétta fyrir blaðamannafundinn hjá landsliðinu, en ég átti bara góða daga á Tenerife og það er bara ánægjulegt að fólk sé að fylgjast með því sem ég er að gera og hafi áhuga á því. Ég fagna því bara,“ sagði Jóhannes léttur. „Það var sól og blíða og allt í toppmálum á Tene. „Ég var bara að reyna að slaka á og hlaða batteríin og það gekk vel. Það var svona aðal markmiðið með ferðinni,“ sagði Jóhannes að lokum. Viðtalið við Jóhannes má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira