Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. október 2021 19:01 Ágústa Sigríður Þórðardóttir íbúi í Fossvogshverfi segir að úrræðaleysi virðist ríkja gagnvart síbrotamönnum. Hún finnur fyrir miklu öryggisleysi eftir að ráðist var á hana og eiginmann hennar í innbroti. Glæpamaðurinn í málinu gengur ennþá laus. Vísir/Egill Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil. Hjón í Fossvogshverfi eru meðal þeirra sem hafa síðustu mánuði lent í innbrotahrinunni í hverfinu en þau urðu líka fyrir líkamsárás. DV hefur fjallað um ástandið í hverfinu. Ágústa Sigríður Þórðardóttir vaknaði snemma um morgun við þrusk og komst að því að það var innbrotsþjófur inn á heimilinu. Hann hafði komist inn um lítinn glugga með því að skrúfa stormjárn í sundur. Hún vakti manninn sinn sem fór þegar á eftir þjófnum. „Ég brýt af þér puttana“ „Þjófurinn heyrir að við erum vöknuð og stekkur þá út í bílinn okkar með alla lykla og þrjár töskur fullar af þýfi. Maðurinn fór inn í bílinn farþegamegin og þeir tókust á um stund þar sem hann reyndi að ná lyklinum í svissinum. Við það steig þjófurinn á bensínið og keyrði á bílinn minn sem var í stæðinu fyrir framan og sá bíll fór á bílskúrshurðina. Manninum mínum tókst loks að ná lyklinum úr svissinum og fór út úr bílnum. Þjófurinn kom þá aftan að honum og tók hann hálstaki. Við það féll hann í götuna og þjófurinn setti þá hnéð að brjósti hans og þrengdi að öndunarvegi hans og endurtók í sífellu, „ég brýt á þér puttana ef þú lætur mig ekki fá lykilinn,“ segir Ágústa Ágústa reyndi við þetta að aðstoða manninn sinn. „Ég reyni við að hjálpa manninum mínum en dett við það ofan á þá og síðan á stéttina og hrufla mig,“ segir hún og bendir á sár sem hún er ennþá með. Hún segir að innbrotsþjófurinn hafi svo gefist upp á að reyna að ná lyklunum af manninum sínum sem lá í götunni og gengið í hægðum sínum í burtu með eina tösku. Síbrotamaður grunaður Hjónin gátu gefið lögreglu nákvæma lýsingu á þjófnum og var tjáð að líklega væri um að ræða sama aðila og er grunaður um fjölda innbrota í hverfinu. Ágústa segir að maðurinn sé enn þá laus nú mörgum vikum síðar og það þó að hann sé með um þrjátíu kærur eða ákærur á bakinu. „Það er ákæruvaldið sem ákveður hvort að glæpamenn séu settir í síbrotagæslu. Ákæruvaldið virðast ekki gera það í þessu tilfelli þar sem þeir virðast vera að taka tillit til mannréttinda viðkomandi. Jafnvel þó að hér sé um bæði innbrot og líkamsárás. Mér finnst því okkar réttindi til að vera óhult heima hjá okkur vera mjög bágborin í samanburði við réttindi slíkra manna, ég verð bara að segja það. Við erum bara undrandi yfir því að maðurinn skuli enn þá vera laus“ segir Ágústa. Það þurfa að vera til úrræði fyrir slíkt fólk Ágústa segir að þau séu búin að jafna sig að mestu líkamlega eftir árásina. Þá sé veraldlegt tjón lítið í samanburði við það andlega sem þau finni fyrir. „Ég finn í fyrsta skipti fyrir svakalegu öryggisleysi heima hjá mér. Ég sef illa og hugurinn er ennþá stöðugt við þetta,“ segir hún. Aðspurð um hvort hún hafi einhver skilaboð til yfirvalda segir Ágústa. „Mér finnst mjög mikilvægt að það verði tekið á þessu af einhverju viti. Það þarf að finna einhver úrræði fyrir fólk sem brýtur svona stanslaust af sér. Það þarf að endurskoða þetta verklag, reglur og lög,“ segir Ágústa að lokum. Lögreglumál Félagsmál Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 12. október 2021 19:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Hjón í Fossvogshverfi eru meðal þeirra sem hafa síðustu mánuði lent í innbrotahrinunni í hverfinu en þau urðu líka fyrir líkamsárás. DV hefur fjallað um ástandið í hverfinu. Ágústa Sigríður Þórðardóttir vaknaði snemma um morgun við þrusk og komst að því að það var innbrotsþjófur inn á heimilinu. Hann hafði komist inn um lítinn glugga með því að skrúfa stormjárn í sundur. Hún vakti manninn sinn sem fór þegar á eftir þjófnum. „Ég brýt af þér puttana“ „Þjófurinn heyrir að við erum vöknuð og stekkur þá út í bílinn okkar með alla lykla og þrjár töskur fullar af þýfi. Maðurinn fór inn í bílinn farþegamegin og þeir tókust á um stund þar sem hann reyndi að ná lyklinum í svissinum. Við það steig þjófurinn á bensínið og keyrði á bílinn minn sem var í stæðinu fyrir framan og sá bíll fór á bílskúrshurðina. Manninum mínum tókst loks að ná lyklinum úr svissinum og fór út úr bílnum. Þjófurinn kom þá aftan að honum og tók hann hálstaki. Við það féll hann í götuna og þjófurinn setti þá hnéð að brjósti hans og þrengdi að öndunarvegi hans og endurtók í sífellu, „ég brýt á þér puttana ef þú lætur mig ekki fá lykilinn,“ segir Ágústa Ágústa reyndi við þetta að aðstoða manninn sinn. „Ég reyni við að hjálpa manninum mínum en dett við það ofan á þá og síðan á stéttina og hrufla mig,“ segir hún og bendir á sár sem hún er ennþá með. Hún segir að innbrotsþjófurinn hafi svo gefist upp á að reyna að ná lyklunum af manninum sínum sem lá í götunni og gengið í hægðum sínum í burtu með eina tösku. Síbrotamaður grunaður Hjónin gátu gefið lögreglu nákvæma lýsingu á þjófnum og var tjáð að líklega væri um að ræða sama aðila og er grunaður um fjölda innbrota í hverfinu. Ágústa segir að maðurinn sé enn þá laus nú mörgum vikum síðar og það þó að hann sé með um þrjátíu kærur eða ákærur á bakinu. „Það er ákæruvaldið sem ákveður hvort að glæpamenn séu settir í síbrotagæslu. Ákæruvaldið virðast ekki gera það í þessu tilfelli þar sem þeir virðast vera að taka tillit til mannréttinda viðkomandi. Jafnvel þó að hér sé um bæði innbrot og líkamsárás. Mér finnst því okkar réttindi til að vera óhult heima hjá okkur vera mjög bágborin í samanburði við réttindi slíkra manna, ég verð bara að segja það. Við erum bara undrandi yfir því að maðurinn skuli enn þá vera laus“ segir Ágústa. Það þurfa að vera til úrræði fyrir slíkt fólk Ágústa segir að þau séu búin að jafna sig að mestu líkamlega eftir árásina. Þá sé veraldlegt tjón lítið í samanburði við það andlega sem þau finni fyrir. „Ég finn í fyrsta skipti fyrir svakalegu öryggisleysi heima hjá mér. Ég sef illa og hugurinn er ennþá stöðugt við þetta,“ segir hún. Aðspurð um hvort hún hafi einhver skilaboð til yfirvalda segir Ágústa. „Mér finnst mjög mikilvægt að það verði tekið á þessu af einhverju viti. Það þarf að finna einhver úrræði fyrir fólk sem brýtur svona stanslaust af sér. Það þarf að endurskoða þetta verklag, reglur og lög,“ segir Ágústa að lokum.
Lögreglumál Félagsmál Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 12. október 2021 19:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 12. október 2021 19:00