Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. október 2021 19:01 Ágústa Sigríður Þórðardóttir íbúi í Fossvogshverfi segir að úrræðaleysi virðist ríkja gagnvart síbrotamönnum. Hún finnur fyrir miklu öryggisleysi eftir að ráðist var á hana og eiginmann hennar í innbroti. Glæpamaðurinn í málinu gengur ennþá laus. Vísir/Egill Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil. Hjón í Fossvogshverfi eru meðal þeirra sem hafa síðustu mánuði lent í innbrotahrinunni í hverfinu en þau urðu líka fyrir líkamsárás. DV hefur fjallað um ástandið í hverfinu. Ágústa Sigríður Þórðardóttir vaknaði snemma um morgun við þrusk og komst að því að það var innbrotsþjófur inn á heimilinu. Hann hafði komist inn um lítinn glugga með því að skrúfa stormjárn í sundur. Hún vakti manninn sinn sem fór þegar á eftir þjófnum. „Ég brýt af þér puttana“ „Þjófurinn heyrir að við erum vöknuð og stekkur þá út í bílinn okkar með alla lykla og þrjár töskur fullar af þýfi. Maðurinn fór inn í bílinn farþegamegin og þeir tókust á um stund þar sem hann reyndi að ná lyklinum í svissinum. Við það steig þjófurinn á bensínið og keyrði á bílinn minn sem var í stæðinu fyrir framan og sá bíll fór á bílskúrshurðina. Manninum mínum tókst loks að ná lyklinum úr svissinum og fór út úr bílnum. Þjófurinn kom þá aftan að honum og tók hann hálstaki. Við það féll hann í götuna og þjófurinn setti þá hnéð að brjósti hans og þrengdi að öndunarvegi hans og endurtók í sífellu, „ég brýt á þér puttana ef þú lætur mig ekki fá lykilinn,“ segir Ágústa Ágústa reyndi við þetta að aðstoða manninn sinn. „Ég reyni við að hjálpa manninum mínum en dett við það ofan á þá og síðan á stéttina og hrufla mig,“ segir hún og bendir á sár sem hún er ennþá með. Hún segir að innbrotsþjófurinn hafi svo gefist upp á að reyna að ná lyklunum af manninum sínum sem lá í götunni og gengið í hægðum sínum í burtu með eina tösku. Síbrotamaður grunaður Hjónin gátu gefið lögreglu nákvæma lýsingu á þjófnum og var tjáð að líklega væri um að ræða sama aðila og er grunaður um fjölda innbrota í hverfinu. Ágústa segir að maðurinn sé enn þá laus nú mörgum vikum síðar og það þó að hann sé með um þrjátíu kærur eða ákærur á bakinu. „Það er ákæruvaldið sem ákveður hvort að glæpamenn séu settir í síbrotagæslu. Ákæruvaldið virðast ekki gera það í þessu tilfelli þar sem þeir virðast vera að taka tillit til mannréttinda viðkomandi. Jafnvel þó að hér sé um bæði innbrot og líkamsárás. Mér finnst því okkar réttindi til að vera óhult heima hjá okkur vera mjög bágborin í samanburði við réttindi slíkra manna, ég verð bara að segja það. Við erum bara undrandi yfir því að maðurinn skuli enn þá vera laus“ segir Ágústa. Það þurfa að vera til úrræði fyrir slíkt fólk Ágústa segir að þau séu búin að jafna sig að mestu líkamlega eftir árásina. Þá sé veraldlegt tjón lítið í samanburði við það andlega sem þau finni fyrir. „Ég finn í fyrsta skipti fyrir svakalegu öryggisleysi heima hjá mér. Ég sef illa og hugurinn er ennþá stöðugt við þetta,“ segir hún. Aðspurð um hvort hún hafi einhver skilaboð til yfirvalda segir Ágústa. „Mér finnst mjög mikilvægt að það verði tekið á þessu af einhverju viti. Það þarf að finna einhver úrræði fyrir fólk sem brýtur svona stanslaust af sér. Það þarf að endurskoða þetta verklag, reglur og lög,“ segir Ágústa að lokum. Lögreglumál Félagsmál Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 12. október 2021 19:00 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Sjá meira
Hjón í Fossvogshverfi eru meðal þeirra sem hafa síðustu mánuði lent í innbrotahrinunni í hverfinu en þau urðu líka fyrir líkamsárás. DV hefur fjallað um ástandið í hverfinu. Ágústa Sigríður Þórðardóttir vaknaði snemma um morgun við þrusk og komst að því að það var innbrotsþjófur inn á heimilinu. Hann hafði komist inn um lítinn glugga með því að skrúfa stormjárn í sundur. Hún vakti manninn sinn sem fór þegar á eftir þjófnum. „Ég brýt af þér puttana“ „Þjófurinn heyrir að við erum vöknuð og stekkur þá út í bílinn okkar með alla lykla og þrjár töskur fullar af þýfi. Maðurinn fór inn í bílinn farþegamegin og þeir tókust á um stund þar sem hann reyndi að ná lyklinum í svissinum. Við það steig þjófurinn á bensínið og keyrði á bílinn minn sem var í stæðinu fyrir framan og sá bíll fór á bílskúrshurðina. Manninum mínum tókst loks að ná lyklinum úr svissinum og fór út úr bílnum. Þjófurinn kom þá aftan að honum og tók hann hálstaki. Við það féll hann í götuna og þjófurinn setti þá hnéð að brjósti hans og þrengdi að öndunarvegi hans og endurtók í sífellu, „ég brýt á þér puttana ef þú lætur mig ekki fá lykilinn,“ segir Ágústa Ágústa reyndi við þetta að aðstoða manninn sinn. „Ég reyni við að hjálpa manninum mínum en dett við það ofan á þá og síðan á stéttina og hrufla mig,“ segir hún og bendir á sár sem hún er ennþá með. Hún segir að innbrotsþjófurinn hafi svo gefist upp á að reyna að ná lyklunum af manninum sínum sem lá í götunni og gengið í hægðum sínum í burtu með eina tösku. Síbrotamaður grunaður Hjónin gátu gefið lögreglu nákvæma lýsingu á þjófnum og var tjáð að líklega væri um að ræða sama aðila og er grunaður um fjölda innbrota í hverfinu. Ágústa segir að maðurinn sé enn þá laus nú mörgum vikum síðar og það þó að hann sé með um þrjátíu kærur eða ákærur á bakinu. „Það er ákæruvaldið sem ákveður hvort að glæpamenn séu settir í síbrotagæslu. Ákæruvaldið virðast ekki gera það í þessu tilfelli þar sem þeir virðast vera að taka tillit til mannréttinda viðkomandi. Jafnvel þó að hér sé um bæði innbrot og líkamsárás. Mér finnst því okkar réttindi til að vera óhult heima hjá okkur vera mjög bágborin í samanburði við réttindi slíkra manna, ég verð bara að segja það. Við erum bara undrandi yfir því að maðurinn skuli enn þá vera laus“ segir Ágústa. Það þurfa að vera til úrræði fyrir slíkt fólk Ágústa segir að þau séu búin að jafna sig að mestu líkamlega eftir árásina. Þá sé veraldlegt tjón lítið í samanburði við það andlega sem þau finni fyrir. „Ég finn í fyrsta skipti fyrir svakalegu öryggisleysi heima hjá mér. Ég sef illa og hugurinn er ennþá stöðugt við þetta,“ segir hún. Aðspurð um hvort hún hafi einhver skilaboð til yfirvalda segir Ágústa. „Mér finnst mjög mikilvægt að það verði tekið á þessu af einhverju viti. Það þarf að finna einhver úrræði fyrir fólk sem brýtur svona stanslaust af sér. Það þarf að endurskoða þetta verklag, reglur og lög,“ segir Ágústa að lokum.
Lögreglumál Félagsmál Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 12. október 2021 19:00 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Sjá meira
Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 12. október 2021 19:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent