Liðsfélagar Neymar hjá brasilíska landsliðinu vona að hann hætti ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2021 10:31 Neymar var væntanlega ekki að leggja hér til að hann þyrfti annan bolta en þessi mynd er tekin eftir markalausa jafnteflið á móti Kólumbíu. AP/Fernando Vergara Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er bara 29 ára gamall en hann talar þessa dagana eins og landsliðsferillinn hans sé að nálgast endastöð. Í þessum landsliðsglugga talaði Neymar um að hann búist við því að HM í Katar á næsta ári verði hans síðasta heimsmeistarakeppni af því að honum finnst hann varla hafa andlegan styrk til að standast álagið að spila með brasilíska landsliðinu lengur. #Neymar said in an interview aired this week that he doesn't know whether he will be able "mentally to endure" more international soccer after the 2022 World Cup and that he's approaching the tournament as if it is his lasthttps://t.co/gTNj1h8stY— The Tribune (@thetribunechd) October 13, 2021 Liðsfélagar Neymar hjá brasilíska landsliðinu vilja styðja við bakið á kappanum og vonast eftir því að hann haldi áfram með landsliðinu eftir HM 2022. Þeir skilja samt að pressan er mikil á stærstu fótboltastjörnu Brasilíumanna. „Við viljum að hann spili með okkur í mörg ár í viðbótar,“ sagði miðjumaðurinn Fred sem spilar með Manchester United. „Það er samt erfitt að tala um hugsanir einhvers annars manns. Stundum er mikil pressa á fólki. Ekki bara á Neymar, heldur líka á Messi og Cristiano Ronaldo, Við viljum hafa hann með okkur og hann er einn af bestu leikmönnum sem við höfum nokkurn tímann séð í Brasilíu,“ sagði Fred. Varnarmaðurinn Thiago Silva, sem spilar með Chelsea, segir að þessi mikla pressa á Neymar miðað við aðra leikmenn sé ósanngjörn. Neymar neitaði að tala við blaðamenn eftir markalaust jafntefli á móti Kólumbíu í undankeppni HM en þar náði hann sér ekki á strik. Find yourself a friend like Thiago Silva and never let them go.— Goal News (@GoalNews) October 12, 2021 „Við viljum oft gleyma því sem hann hefur gert og einbeitum okkur að því sem er ekki mikilvægt. Hann setur líka mikla pressu á sig sjálfan. Ég vona að hann tapi ekki gleðinni því hann er einstakur strákur. Þegar hann er ánægður og að gera það sem hann elskar, þá skilar hann alltaf sínu og spilar eins og vel og hann hefur gert best. Það er alltaf betra fyrir liðið okkar,“ sagði Thiago Silva. Thiago Silva er góður vinur Neymar og hefur líka sent honum stuðning í gegnum samfélagsmiðla. „Ef þú þarft einhvern til að vera sterkan fyrir þig þá veistu að ég verða alltaf til taks. Silva fjölskyldan elskar þig,“ skrifaði og birti með mynd af sér að faðma Neymar. Richarlison, framherji Everton, lét sitt ekki eftir liggja. Hann tvítaði mynd af borða sem á stóð: „Neymar, ef þú spilaði í himnaríki þá myndi ég deyja til að horfa á þig“. Það breytir ekki því að Neymar átti mjög slakan leik á móti Kólumbíu. Hann getur bætt úr því á móti Úrúgvæ á morgun en það er lokaleikur brasilíska landsliðsins í þessum glugga. HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Í þessum landsliðsglugga talaði Neymar um að hann búist við því að HM í Katar á næsta ári verði hans síðasta heimsmeistarakeppni af því að honum finnst hann varla hafa andlegan styrk til að standast álagið að spila með brasilíska landsliðinu lengur. #Neymar said in an interview aired this week that he doesn't know whether he will be able "mentally to endure" more international soccer after the 2022 World Cup and that he's approaching the tournament as if it is his lasthttps://t.co/gTNj1h8stY— The Tribune (@thetribunechd) October 13, 2021 Liðsfélagar Neymar hjá brasilíska landsliðinu vilja styðja við bakið á kappanum og vonast eftir því að hann haldi áfram með landsliðinu eftir HM 2022. Þeir skilja samt að pressan er mikil á stærstu fótboltastjörnu Brasilíumanna. „Við viljum að hann spili með okkur í mörg ár í viðbótar,“ sagði miðjumaðurinn Fred sem spilar með Manchester United. „Það er samt erfitt að tala um hugsanir einhvers annars manns. Stundum er mikil pressa á fólki. Ekki bara á Neymar, heldur líka á Messi og Cristiano Ronaldo, Við viljum hafa hann með okkur og hann er einn af bestu leikmönnum sem við höfum nokkurn tímann séð í Brasilíu,“ sagði Fred. Varnarmaðurinn Thiago Silva, sem spilar með Chelsea, segir að þessi mikla pressa á Neymar miðað við aðra leikmenn sé ósanngjörn. Neymar neitaði að tala við blaðamenn eftir markalaust jafntefli á móti Kólumbíu í undankeppni HM en þar náði hann sér ekki á strik. Find yourself a friend like Thiago Silva and never let them go.— Goal News (@GoalNews) October 12, 2021 „Við viljum oft gleyma því sem hann hefur gert og einbeitum okkur að því sem er ekki mikilvægt. Hann setur líka mikla pressu á sig sjálfan. Ég vona að hann tapi ekki gleðinni því hann er einstakur strákur. Þegar hann er ánægður og að gera það sem hann elskar, þá skilar hann alltaf sínu og spilar eins og vel og hann hefur gert best. Það er alltaf betra fyrir liðið okkar,“ sagði Thiago Silva. Thiago Silva er góður vinur Neymar og hefur líka sent honum stuðning í gegnum samfélagsmiðla. „Ef þú þarft einhvern til að vera sterkan fyrir þig þá veistu að ég verða alltaf til taks. Silva fjölskyldan elskar þig,“ skrifaði og birti með mynd af sér að faðma Neymar. Richarlison, framherji Everton, lét sitt ekki eftir liggja. Hann tvítaði mynd af borða sem á stóð: „Neymar, ef þú spilaði í himnaríki þá myndi ég deyja til að horfa á þig“. Það breytir ekki því að Neymar átti mjög slakan leik á móti Kólumbíu. Hann getur bætt úr því á móti Úrúgvæ á morgun en það er lokaleikur brasilíska landsliðsins í þessum glugga.
HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira