Liðsfélagar Neymar hjá brasilíska landsliðinu vona að hann hætti ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2021 10:31 Neymar var væntanlega ekki að leggja hér til að hann þyrfti annan bolta en þessi mynd er tekin eftir markalausa jafnteflið á móti Kólumbíu. AP/Fernando Vergara Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er bara 29 ára gamall en hann talar þessa dagana eins og landsliðsferillinn hans sé að nálgast endastöð. Í þessum landsliðsglugga talaði Neymar um að hann búist við því að HM í Katar á næsta ári verði hans síðasta heimsmeistarakeppni af því að honum finnst hann varla hafa andlegan styrk til að standast álagið að spila með brasilíska landsliðinu lengur. #Neymar said in an interview aired this week that he doesn't know whether he will be able "mentally to endure" more international soccer after the 2022 World Cup and that he's approaching the tournament as if it is his lasthttps://t.co/gTNj1h8stY— The Tribune (@thetribunechd) October 13, 2021 Liðsfélagar Neymar hjá brasilíska landsliðinu vilja styðja við bakið á kappanum og vonast eftir því að hann haldi áfram með landsliðinu eftir HM 2022. Þeir skilja samt að pressan er mikil á stærstu fótboltastjörnu Brasilíumanna. „Við viljum að hann spili með okkur í mörg ár í viðbótar,“ sagði miðjumaðurinn Fred sem spilar með Manchester United. „Það er samt erfitt að tala um hugsanir einhvers annars manns. Stundum er mikil pressa á fólki. Ekki bara á Neymar, heldur líka á Messi og Cristiano Ronaldo, Við viljum hafa hann með okkur og hann er einn af bestu leikmönnum sem við höfum nokkurn tímann séð í Brasilíu,“ sagði Fred. Varnarmaðurinn Thiago Silva, sem spilar með Chelsea, segir að þessi mikla pressa á Neymar miðað við aðra leikmenn sé ósanngjörn. Neymar neitaði að tala við blaðamenn eftir markalaust jafntefli á móti Kólumbíu í undankeppni HM en þar náði hann sér ekki á strik. Find yourself a friend like Thiago Silva and never let them go.— Goal News (@GoalNews) October 12, 2021 „Við viljum oft gleyma því sem hann hefur gert og einbeitum okkur að því sem er ekki mikilvægt. Hann setur líka mikla pressu á sig sjálfan. Ég vona að hann tapi ekki gleðinni því hann er einstakur strákur. Þegar hann er ánægður og að gera það sem hann elskar, þá skilar hann alltaf sínu og spilar eins og vel og hann hefur gert best. Það er alltaf betra fyrir liðið okkar,“ sagði Thiago Silva. Thiago Silva er góður vinur Neymar og hefur líka sent honum stuðning í gegnum samfélagsmiðla. „Ef þú þarft einhvern til að vera sterkan fyrir þig þá veistu að ég verða alltaf til taks. Silva fjölskyldan elskar þig,“ skrifaði og birti með mynd af sér að faðma Neymar. Richarlison, framherji Everton, lét sitt ekki eftir liggja. Hann tvítaði mynd af borða sem á stóð: „Neymar, ef þú spilaði í himnaríki þá myndi ég deyja til að horfa á þig“. Það breytir ekki því að Neymar átti mjög slakan leik á móti Kólumbíu. Hann getur bætt úr því á móti Úrúgvæ á morgun en það er lokaleikur brasilíska landsliðsins í þessum glugga. HM 2022 í Katar Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
Í þessum landsliðsglugga talaði Neymar um að hann búist við því að HM í Katar á næsta ári verði hans síðasta heimsmeistarakeppni af því að honum finnst hann varla hafa andlegan styrk til að standast álagið að spila með brasilíska landsliðinu lengur. #Neymar said in an interview aired this week that he doesn't know whether he will be able "mentally to endure" more international soccer after the 2022 World Cup and that he's approaching the tournament as if it is his lasthttps://t.co/gTNj1h8stY— The Tribune (@thetribunechd) October 13, 2021 Liðsfélagar Neymar hjá brasilíska landsliðinu vilja styðja við bakið á kappanum og vonast eftir því að hann haldi áfram með landsliðinu eftir HM 2022. Þeir skilja samt að pressan er mikil á stærstu fótboltastjörnu Brasilíumanna. „Við viljum að hann spili með okkur í mörg ár í viðbótar,“ sagði miðjumaðurinn Fred sem spilar með Manchester United. „Það er samt erfitt að tala um hugsanir einhvers annars manns. Stundum er mikil pressa á fólki. Ekki bara á Neymar, heldur líka á Messi og Cristiano Ronaldo, Við viljum hafa hann með okkur og hann er einn af bestu leikmönnum sem við höfum nokkurn tímann séð í Brasilíu,“ sagði Fred. Varnarmaðurinn Thiago Silva, sem spilar með Chelsea, segir að þessi mikla pressa á Neymar miðað við aðra leikmenn sé ósanngjörn. Neymar neitaði að tala við blaðamenn eftir markalaust jafntefli á móti Kólumbíu í undankeppni HM en þar náði hann sér ekki á strik. Find yourself a friend like Thiago Silva and never let them go.— Goal News (@GoalNews) October 12, 2021 „Við viljum oft gleyma því sem hann hefur gert og einbeitum okkur að því sem er ekki mikilvægt. Hann setur líka mikla pressu á sig sjálfan. Ég vona að hann tapi ekki gleðinni því hann er einstakur strákur. Þegar hann er ánægður og að gera það sem hann elskar, þá skilar hann alltaf sínu og spilar eins og vel og hann hefur gert best. Það er alltaf betra fyrir liðið okkar,“ sagði Thiago Silva. Thiago Silva er góður vinur Neymar og hefur líka sent honum stuðning í gegnum samfélagsmiðla. „Ef þú þarft einhvern til að vera sterkan fyrir þig þá veistu að ég verða alltaf til taks. Silva fjölskyldan elskar þig,“ skrifaði og birti með mynd af sér að faðma Neymar. Richarlison, framherji Everton, lét sitt ekki eftir liggja. Hann tvítaði mynd af borða sem á stóð: „Neymar, ef þú spilaði í himnaríki þá myndi ég deyja til að horfa á þig“. Það breytir ekki því að Neymar átti mjög slakan leik á móti Kólumbíu. Hann getur bætt úr því á móti Úrúgvæ á morgun en það er lokaleikur brasilíska landsliðsins í þessum glugga.
HM 2022 í Katar Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira