Liðsfélagar Neymar hjá brasilíska landsliðinu vona að hann hætti ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2021 10:31 Neymar var væntanlega ekki að leggja hér til að hann þyrfti annan bolta en þessi mynd er tekin eftir markalausa jafnteflið á móti Kólumbíu. AP/Fernando Vergara Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er bara 29 ára gamall en hann talar þessa dagana eins og landsliðsferillinn hans sé að nálgast endastöð. Í þessum landsliðsglugga talaði Neymar um að hann búist við því að HM í Katar á næsta ári verði hans síðasta heimsmeistarakeppni af því að honum finnst hann varla hafa andlegan styrk til að standast álagið að spila með brasilíska landsliðinu lengur. #Neymar said in an interview aired this week that he doesn't know whether he will be able "mentally to endure" more international soccer after the 2022 World Cup and that he's approaching the tournament as if it is his lasthttps://t.co/gTNj1h8stY— The Tribune (@thetribunechd) October 13, 2021 Liðsfélagar Neymar hjá brasilíska landsliðinu vilja styðja við bakið á kappanum og vonast eftir því að hann haldi áfram með landsliðinu eftir HM 2022. Þeir skilja samt að pressan er mikil á stærstu fótboltastjörnu Brasilíumanna. „Við viljum að hann spili með okkur í mörg ár í viðbótar,“ sagði miðjumaðurinn Fred sem spilar með Manchester United. „Það er samt erfitt að tala um hugsanir einhvers annars manns. Stundum er mikil pressa á fólki. Ekki bara á Neymar, heldur líka á Messi og Cristiano Ronaldo, Við viljum hafa hann með okkur og hann er einn af bestu leikmönnum sem við höfum nokkurn tímann séð í Brasilíu,“ sagði Fred. Varnarmaðurinn Thiago Silva, sem spilar með Chelsea, segir að þessi mikla pressa á Neymar miðað við aðra leikmenn sé ósanngjörn. Neymar neitaði að tala við blaðamenn eftir markalaust jafntefli á móti Kólumbíu í undankeppni HM en þar náði hann sér ekki á strik. Find yourself a friend like Thiago Silva and never let them go.— Goal News (@GoalNews) October 12, 2021 „Við viljum oft gleyma því sem hann hefur gert og einbeitum okkur að því sem er ekki mikilvægt. Hann setur líka mikla pressu á sig sjálfan. Ég vona að hann tapi ekki gleðinni því hann er einstakur strákur. Þegar hann er ánægður og að gera það sem hann elskar, þá skilar hann alltaf sínu og spilar eins og vel og hann hefur gert best. Það er alltaf betra fyrir liðið okkar,“ sagði Thiago Silva. Thiago Silva er góður vinur Neymar og hefur líka sent honum stuðning í gegnum samfélagsmiðla. „Ef þú þarft einhvern til að vera sterkan fyrir þig þá veistu að ég verða alltaf til taks. Silva fjölskyldan elskar þig,“ skrifaði og birti með mynd af sér að faðma Neymar. Richarlison, framherji Everton, lét sitt ekki eftir liggja. Hann tvítaði mynd af borða sem á stóð: „Neymar, ef þú spilaði í himnaríki þá myndi ég deyja til að horfa á þig“. Það breytir ekki því að Neymar átti mjög slakan leik á móti Kólumbíu. Hann getur bætt úr því á móti Úrúgvæ á morgun en það er lokaleikur brasilíska landsliðsins í þessum glugga. HM 2022 í Katar Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Í þessum landsliðsglugga talaði Neymar um að hann búist við því að HM í Katar á næsta ári verði hans síðasta heimsmeistarakeppni af því að honum finnst hann varla hafa andlegan styrk til að standast álagið að spila með brasilíska landsliðinu lengur. #Neymar said in an interview aired this week that he doesn't know whether he will be able "mentally to endure" more international soccer after the 2022 World Cup and that he's approaching the tournament as if it is his lasthttps://t.co/gTNj1h8stY— The Tribune (@thetribunechd) October 13, 2021 Liðsfélagar Neymar hjá brasilíska landsliðinu vilja styðja við bakið á kappanum og vonast eftir því að hann haldi áfram með landsliðinu eftir HM 2022. Þeir skilja samt að pressan er mikil á stærstu fótboltastjörnu Brasilíumanna. „Við viljum að hann spili með okkur í mörg ár í viðbótar,“ sagði miðjumaðurinn Fred sem spilar með Manchester United. „Það er samt erfitt að tala um hugsanir einhvers annars manns. Stundum er mikil pressa á fólki. Ekki bara á Neymar, heldur líka á Messi og Cristiano Ronaldo, Við viljum hafa hann með okkur og hann er einn af bestu leikmönnum sem við höfum nokkurn tímann séð í Brasilíu,“ sagði Fred. Varnarmaðurinn Thiago Silva, sem spilar með Chelsea, segir að þessi mikla pressa á Neymar miðað við aðra leikmenn sé ósanngjörn. Neymar neitaði að tala við blaðamenn eftir markalaust jafntefli á móti Kólumbíu í undankeppni HM en þar náði hann sér ekki á strik. Find yourself a friend like Thiago Silva and never let them go.— Goal News (@GoalNews) October 12, 2021 „Við viljum oft gleyma því sem hann hefur gert og einbeitum okkur að því sem er ekki mikilvægt. Hann setur líka mikla pressu á sig sjálfan. Ég vona að hann tapi ekki gleðinni því hann er einstakur strákur. Þegar hann er ánægður og að gera það sem hann elskar, þá skilar hann alltaf sínu og spilar eins og vel og hann hefur gert best. Það er alltaf betra fyrir liðið okkar,“ sagði Thiago Silva. Thiago Silva er góður vinur Neymar og hefur líka sent honum stuðning í gegnum samfélagsmiðla. „Ef þú þarft einhvern til að vera sterkan fyrir þig þá veistu að ég verða alltaf til taks. Silva fjölskyldan elskar þig,“ skrifaði og birti með mynd af sér að faðma Neymar. Richarlison, framherji Everton, lét sitt ekki eftir liggja. Hann tvítaði mynd af borða sem á stóð: „Neymar, ef þú spilaði í himnaríki þá myndi ég deyja til að horfa á þig“. Það breytir ekki því að Neymar átti mjög slakan leik á móti Kólumbíu. Hann getur bætt úr því á móti Úrúgvæ á morgun en það er lokaleikur brasilíska landsliðsins í þessum glugga.
HM 2022 í Katar Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira