Simeone: Ég spurði Suarez hvort Messi væri til í að koma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2021 10:00 Leo Messi og Luis Suarez í leik Barcelona og Atletico Madrid á síðasta tímabili. Getty/Urbanandsport Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, hafði áhuga á því að fá Lionel Messi til liðsins þegar Argentínumaðurinn yfirgaf Barcelona í haust. Messi hefur sagt frá því sjálfur að mörg félög hafi forvitnast um hann. Simeone er Argentínumaður eins og Messi en hann fór þá ekki beint til landa síns. Ástæðan var að einn besti vinur Messi spilaði með liðinu hans. Diego Simeone reveals he got Luis Suarez to try and lure Lionel Messi to Atletico Madrid last summer https://t.co/juLuzzdODb— MailOnline Sport (@MailSport) October 13, 2021 Simeone hefur nú viðurkennt það opinberlega að hafa spurt leikmann sinn, Luis Suarez, hvort að það væri einhver möguleiki á því að fá Messi til Atletico Madrid. Messi ætlaði að semja aftur við Barcelona en fjárhagsvandræði Katalóníufélagsins komu í veg fyrir það og argentínski snillingurinn samdi á endanum við franska stórliðið Paris Saint Germain. „Þegar allt þetta gerðist hjá Barcelona, þá hringdum við í Luis,“ sagði Diego Simeone í viðtali við argentínska blaðið Diario Ole. „Ég hringdi ekki í Leo en ég hringdi í Luis til að kanna stöðuna á honum. Ég spurði hann út í hvernig Messi væri og hvort hann hefði áhuga. Er einhver smá möguleiki á því að hann gæti komið til Atletico Madrid,“ sagðist Simeone hafa spurt úrúgvæska framherjann sinn. Diego Simeone on when Lionel Messi left FC Barcelona: "I called Suarez to ask him if there would be the slightest chance of him coming to Atletico. But that lasted three hours. Paris Saint-Germain were clearly obsessed with bringing him in." This via Ole. pic.twitter.com/bSK11MrKeT— Roy Nemer (@RoyNemer) October 12, 2021 Suarez var besti vinur Messi hjá Barcelona en hann fór til Atletico Madrid fyrir rúmu ári síðan þegar Ronald Koeman, nýr þjálfari Börsunga, vildi ekkert með hann hafa. Suarez raðaði inn mörkum hjá Atletico og varð spænskur meistari á fyrsta ári. Simeone sagði síðan að vonirnar um að semja við Messi hafi dáið fljótlega eftir að það kom í ljós að viðræðurnar við PSG gengu svona vel. Simeone grínaðist með þetta: „Þetta var eins og þegar flugvél flýgur fyrir ofan þig og þú segir: Þarna fer hún,“ sagði Simeone léttur. „Ef þú myndir spyrja mig hvar Messi ætti að spila, þá væri svarið með liði sem vill vinna. Hann ætti að spila með liði sem veit hvernig það fer að því að vinna. Það skiptir engu máli hvar. Bara að það sé lið sem vill vinna og sé tilbúið í að vinna. Ekki hafa áhyggjur af honum. Hafið áhyggjur af liðinu,“ sagði Simeone. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Sjá meira
Simeone er Argentínumaður eins og Messi en hann fór þá ekki beint til landa síns. Ástæðan var að einn besti vinur Messi spilaði með liðinu hans. Diego Simeone reveals he got Luis Suarez to try and lure Lionel Messi to Atletico Madrid last summer https://t.co/juLuzzdODb— MailOnline Sport (@MailSport) October 13, 2021 Simeone hefur nú viðurkennt það opinberlega að hafa spurt leikmann sinn, Luis Suarez, hvort að það væri einhver möguleiki á því að fá Messi til Atletico Madrid. Messi ætlaði að semja aftur við Barcelona en fjárhagsvandræði Katalóníufélagsins komu í veg fyrir það og argentínski snillingurinn samdi á endanum við franska stórliðið Paris Saint Germain. „Þegar allt þetta gerðist hjá Barcelona, þá hringdum við í Luis,“ sagði Diego Simeone í viðtali við argentínska blaðið Diario Ole. „Ég hringdi ekki í Leo en ég hringdi í Luis til að kanna stöðuna á honum. Ég spurði hann út í hvernig Messi væri og hvort hann hefði áhuga. Er einhver smá möguleiki á því að hann gæti komið til Atletico Madrid,“ sagðist Simeone hafa spurt úrúgvæska framherjann sinn. Diego Simeone on when Lionel Messi left FC Barcelona: "I called Suarez to ask him if there would be the slightest chance of him coming to Atletico. But that lasted three hours. Paris Saint-Germain were clearly obsessed with bringing him in." This via Ole. pic.twitter.com/bSK11MrKeT— Roy Nemer (@RoyNemer) October 12, 2021 Suarez var besti vinur Messi hjá Barcelona en hann fór til Atletico Madrid fyrir rúmu ári síðan þegar Ronald Koeman, nýr þjálfari Börsunga, vildi ekkert með hann hafa. Suarez raðaði inn mörkum hjá Atletico og varð spænskur meistari á fyrsta ári. Simeone sagði síðan að vonirnar um að semja við Messi hafi dáið fljótlega eftir að það kom í ljós að viðræðurnar við PSG gengu svona vel. Simeone grínaðist með þetta: „Þetta var eins og þegar flugvél flýgur fyrir ofan þig og þú segir: Þarna fer hún,“ sagði Simeone léttur. „Ef þú myndir spyrja mig hvar Messi ætti að spila, þá væri svarið með liði sem vill vinna. Hann ætti að spila með liði sem veit hvernig það fer að því að vinna. Það skiptir engu máli hvar. Bara að það sé lið sem vill vinna og sé tilbúið í að vinna. Ekki hafa áhyggjur af honum. Hafið áhyggjur af liðinu,“ sagði Simeone.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Sjá meira