Loksins laus við gúmmídekk eftir tvö erfið ár Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. október 2021 09:00 Myndir og myndbönd af skógarhirtinum hafa gengið um samfélagsmiðla síðustu tvö árin. Twitter/CPW NE Region/Dan Jaynes Dýralífsyfirvöld í Colorado-fylki í Bandaríkjunum segja að gúmmídekk sem hefur verið fast utan um háls skógarhjartar í tvö ár hafi loksins náðst af honum. Vandinn fólst ekki í að ná dekkinu af heldur að klófesta sjálfan hjörtinn sem hefur runnið úr greipum yfirvalda á svæðinu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Og oftar en þrisvar ef út í það er farið því það var í fjórðu tilraun yfirvalda, aðeins í síðustu viku, til að skjóta hann með deyfibyssu sem það loksins hafðist. Starfsmenn dýralífsyfirvalda í fylkinu urðu að skera gríðarstór horn skógarhjartarins af honum til að geta fjarlægt dekkið því þeim tókst ekki að klippa sig í gegn um stálvíra í kanti dekksins. Here is some video of this bull elk over the past two years. pic.twitter.com/R6t9nNPOyb— CPW NE Region (@CPW_NE) October 11, 2021 „Við hefðum frekar kosið að skera dekkið af og skilja hornin eftir fyrir hann en staðan var bara þannig að við urðum að ná dekkinu af eins fljótt og hægt var,“ er haft eftir Scott Murdoch, starfsmanni yfirvalda, í frétt The Guardian. Dýralífsyfirvöld hafa lengi deilt myndum og myndböndum af hirtinum á samfélagsmiðlum en dýrið er fjögurra ára gamalt. More video, courtesy of Pat Hemstreet, of the bull elk prior to when wildlife officers were able to remove the tire that was around its neck.Story: https://t.co/WHfkfPuAck pic.twitter.com/xqKm4Zl4NE— CPW NE Region (@CPW_NE) October 11, 2021 Yfirvöld segja það ótrúlegt hversu vel farinn háls hjartarins var eftir dekkið þó það megi ljóst vera að það hafi íþyngt honum mjög síðustu tvö árin. Hann var ekki nema með eitt lítið sár en hafði þó misst nokkuð af hári af svæðinu í hring um hálsinn. Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Og oftar en þrisvar ef út í það er farið því það var í fjórðu tilraun yfirvalda, aðeins í síðustu viku, til að skjóta hann með deyfibyssu sem það loksins hafðist. Starfsmenn dýralífsyfirvalda í fylkinu urðu að skera gríðarstór horn skógarhjartarins af honum til að geta fjarlægt dekkið því þeim tókst ekki að klippa sig í gegn um stálvíra í kanti dekksins. Here is some video of this bull elk over the past two years. pic.twitter.com/R6t9nNPOyb— CPW NE Region (@CPW_NE) October 11, 2021 „Við hefðum frekar kosið að skera dekkið af og skilja hornin eftir fyrir hann en staðan var bara þannig að við urðum að ná dekkinu af eins fljótt og hægt var,“ er haft eftir Scott Murdoch, starfsmanni yfirvalda, í frétt The Guardian. Dýralífsyfirvöld hafa lengi deilt myndum og myndböndum af hirtinum á samfélagsmiðlum en dýrið er fjögurra ára gamalt. More video, courtesy of Pat Hemstreet, of the bull elk prior to when wildlife officers were able to remove the tire that was around its neck.Story: https://t.co/WHfkfPuAck pic.twitter.com/xqKm4Zl4NE— CPW NE Region (@CPW_NE) October 11, 2021 Yfirvöld segja það ótrúlegt hversu vel farinn háls hjartarins var eftir dekkið þó það megi ljóst vera að það hafi íþyngt honum mjög síðustu tvö árin. Hann var ekki nema með eitt lítið sár en hafði þó misst nokkuð af hári af svæðinu í hring um hálsinn.
Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira