Ekki búinn að spila heilan hálfleik samtals en samt með tvö landsliðsmörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2021 10:01 Andri Lucas Guðjohnsen fagnar marki sínu á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum í gær. Vísir/Vilhelm Andri Lucas Guðjohnsen var aftur á skotskónum með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu og hefur nú skorað í tveimur mótsleikjum fyrir landsliðið þrátt fyrir að eiga enn eftir að byrja landsleik. Mark Andra Lucasar gladdi marga í gærkvöldi en hann innsiglaði þá 4-0 sigur á Liechtenstein eftir að hafa fengið stoðsendingu frá eldri bróður sínum Sveini Aroni Guðjohnsen. TAKK GUÐJOHNSEN, segir Gunnar Birgisson - Annað landsliðsmark Andra Lucasar og hver annar en bróðir hans Sveinn Aron skallaði boltann á hann. Ísland 4-0 Liechtenstein pic.twitter.com/CbXX8ZD320— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 11, 2021 Andri Lucas hafði einnig skorað á móti Norður Makedóníu í síðasta glugga en hann tryggði íslenska liðinu þá jafntefli. Alls hafa landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sett strákinn fjórum sinnum inn á sem varamann undir lok leikja í haust. Í báðum mörkunum hefur þessi nítján ára strákur sýnt að hann er markaskorari af guðs náð. Þessi frammistaða Andra þýðir um leið að hann er ekki búinn að spila heilan hálfleik, þegar kemur að mínútum í landsleikjum, en er samt kominn með tvö A-landsliðsmörk. Alls hefur Andri Lucas spilað í 39 mínútur í þessum fjórum fyrstu landsleikjum sínum. Hann er því með mark á tuttugu mínútna fresti með íslenska landsliðinu. Hann skoraði tveimur mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður á móti Norður Makedóníu og það þurfti bara að bíða í níu mínútur eftir að hann kom boltanum í markið á móti Liechtenstein í gær. Faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen, skoraði náttúrulega síðasta landsliðsmark sitt í 4-0 sigri á Liechtenstein á Laugardalsvelli í júní 2016. Eiður Smári skoraði sitt annað landsliðsmark á sínum tíma í sinum ellefta landsleik og afinn Arnór Guðjohnsen beið í nítján landsleiki eftir sínu öðru landsliðsmarki. Mínútur hjá Andra Lucasi Guðjohnsen með A-landsliðinu: - 2. september á móti Rúmeníu: 11 mínútur 5. september á móti Norður Makedóníu: 8 mínútur og 1 mark 8. september á móti Þýskalandi: 10 mínútur 11. október á móti Liechtenstein: 10 mínútur og 1 mark - Samtals: 39 mínútur og 2 mörk HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira
Mark Andra Lucasar gladdi marga í gærkvöldi en hann innsiglaði þá 4-0 sigur á Liechtenstein eftir að hafa fengið stoðsendingu frá eldri bróður sínum Sveini Aroni Guðjohnsen. TAKK GUÐJOHNSEN, segir Gunnar Birgisson - Annað landsliðsmark Andra Lucasar og hver annar en bróðir hans Sveinn Aron skallaði boltann á hann. Ísland 4-0 Liechtenstein pic.twitter.com/CbXX8ZD320— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 11, 2021 Andri Lucas hafði einnig skorað á móti Norður Makedóníu í síðasta glugga en hann tryggði íslenska liðinu þá jafntefli. Alls hafa landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sett strákinn fjórum sinnum inn á sem varamann undir lok leikja í haust. Í báðum mörkunum hefur þessi nítján ára strákur sýnt að hann er markaskorari af guðs náð. Þessi frammistaða Andra þýðir um leið að hann er ekki búinn að spila heilan hálfleik, þegar kemur að mínútum í landsleikjum, en er samt kominn með tvö A-landsliðsmörk. Alls hefur Andri Lucas spilað í 39 mínútur í þessum fjórum fyrstu landsleikjum sínum. Hann er því með mark á tuttugu mínútna fresti með íslenska landsliðinu. Hann skoraði tveimur mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður á móti Norður Makedóníu og það þurfti bara að bíða í níu mínútur eftir að hann kom boltanum í markið á móti Liechtenstein í gær. Faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen, skoraði náttúrulega síðasta landsliðsmark sitt í 4-0 sigri á Liechtenstein á Laugardalsvelli í júní 2016. Eiður Smári skoraði sitt annað landsliðsmark á sínum tíma í sinum ellefta landsleik og afinn Arnór Guðjohnsen beið í nítján landsleiki eftir sínu öðru landsliðsmarki. Mínútur hjá Andra Lucasi Guðjohnsen með A-landsliðinu: - 2. september á móti Rúmeníu: 11 mínútur 5. september á móti Norður Makedóníu: 8 mínútur og 1 mark 8. september á móti Þýskalandi: 10 mínútur 11. október á móti Liechtenstein: 10 mínútur og 1 mark - Samtals: 39 mínútur og 2 mörk
Mínútur hjá Andra Lucasi Guðjohnsen með A-landsliðinu: - 2. september á móti Rúmeníu: 11 mínútur 5. september á móti Norður Makedóníu: 8 mínútur og 1 mark 8. september á móti Þýskalandi: 10 mínútur 11. október á móti Liechtenstein: 10 mínútur og 1 mark - Samtals: 39 mínútur og 2 mörk
HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira