Fótbolti

Stefán Teitur: Geðveikt stoltur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Teitur Þórðarson fagnar hér markinu með liðsfélögum sínum en markið létti mikið pressuna af liðinu.
Stefán Teitur Þórðarson fagnar hér markinu með liðsfélögum sínum en markið létti mikið pressuna af liðinu. Vísir/Vilhelm

Stefán Teitur Þórðarson kom íslenska liðinu í gang með því að skora fyrsta mark leiksins í 4-0 sigri á Liechtenstein. Skagamaðurinn var að spila í fyrsta sinn í byrjunarliði í keppnisleik og nýtti tækifærið sitt vel.

„Mér leið mjög vel og þetta var ekkert sem kom þannig á óvart eftir forföllin í hópnum,“ sagði Stefán Teitur Þórðarson í samtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn.

„Það var frábært að skora þetta mark og geggjuð tilfinning. Það er ekkert meira að segja en ég sé geðveikt stoltur,“ sagði Stefán Teitur sem fagnaði markinu eins og hann hafi aldrei gert neitt annað.

„Ég veit það nú ekki því ég vissi ekkert hvað ég var að gera. Ég hljóp bara í átta að stúkunni með hendurnar út og þetta var bara geggjað móment,“ sagði Stefán.

„Það var geggjað að það komu svona margir að styðja okkur og það breytti öllu. Leikurinn í sjálfu sér var mjög fínn hjá okkur og við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik í að færa boltann. Við hefðum mátt koma með fleiri bolta inn í teiginn því þeir voru ekki að ráða vel við þá,“ sagði Stefán Teitur.

„Þetta var kannski aðeins of hægt hjá okkur í seinni hálfleik þar sem spilið mátti vera aðeins hraðari,“ sagði Stefán.

Klippa: Stefán Teitur eftir Liechtenstein leik



Fleiri fréttir

Sjá meira


×